Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 30

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 30
66 SPEGILLINN „Það getur varla heitið — þau fá þetta frá fimmtán til átján hundruð krónur á mánuði, krakkaskinnin, og sumar krossgáturnar eru fjandi snúnar, lasm“, sagði fylgdarmað- urinn. En nú fór Nonna litla að leiðast biðin, svo að hann gekk að borðinu, barði þéttingsfast í það og sagði hátt: „Er það hérna, sem maður fær leyfi til að byggja hús?“ Aumingja fólkið hrökk í kút og rugl- aðist í krossgát- unni, svo að keppn- in varð ómark. „Ha, leyfi til að byggja hús? Nei, það er ekki hérna; það er í næsta her- bergi, dyr númer fjögur, gerið svo vel“, sagði elzta barnabarnið. Síðan byrjaði svo fólkið á keppninni aftur. Þeir kumpánar fundu dyr númer fjögur og gengu inn. „Hér er bara faðirinn — hann er sá æðsti, formaður nefndarinnar og yfirskrifstofustjóri", hvíslaði fylgdarmað- urinn í dyrunum. Nonni litli gekk að afgreiðsluborðinu og horfði á formann- inn, sem sat við stórt skrifborð og reykti pípu. „Góðan daginn, herra minn! Er það hérna, sem maður fær leyfi til að byggja hús?“ spurði Nonni litli. Formaðurinn stóð virðulega á fætur og kom fram að af- greiðsluborðinu. „Hvað er yður á höndum, maður minn?“ spurði hann. „Ég þarf að fá leyfi til að byggja hús“, sagði Nonni litli. „Leyfi, já, einmitt. Það árar ekki vel til að standa í bygg- ingum núna“, sagði formaðurinn mæðulega. „Það kemur ekki mál við mig, hvernig árar. En við þurf- um endilega að byggja upp heima. Veggirnir eru komnir að falli og þekjan heldur hvorki vatni né vindi lengur“, sagði Nonni litli. „Ojá, þetta segja þeir allir, maður minn. Allir kvarta um hallandi veggi og lekar þekjur, en enginn spyr, hvernig ári hjá okkur núna. Lítið til fuglanna í loftinu og fiskanna í sjónum! Ekki eru þeir að nöldra um leyfi til að byggja, þótt þeir eigi ekki hús“, sagði formaðurinn armæddur. En Nonni litli sagði sem var, að þau þarna í Koti væru nú hvorki fugl né fiskur, heldur menn, sem vildu búa í húsi, sem ekki læki. „Aumasti hégómi, allt er hégómi, segir prédikarinn“, sagði formaðurinn hátíðlega. „Prédikarinn átti hús“, sagði Nonni litli. „Afglapanum finnst sinn vegur réttur, en vitur maður hlýðir á ráð, segir Salómon“, andvarpaði formaðurinn. „Huh, Salómon. Hann gaf út leyfi til að byggja fimm hundruð hóruhús og eitt musteri. Það var nú meiri karlinn“, sagði Nonni litli. Og hvort sem þeir ræddu málið lengur eða skemur varð endirinn sá, að formaðurinn rétti Nonna litla skjal nokkurt, sem hann sagði að væri leyfið, og nú væri bara eftir að samþykkja það. „Getið þér ekki samþykkt það ?“ spurði Nonni litli. „Naha, naha, na- ha“, sagði formaður- inn. „Ég! Nei, það er gert hjá Samlagning- arnefndinni hérna í næsta húsi, — og ver- ið þér nú sælir“. „Fær hann mikið kaup fyrir þetta?“ spurði Nonni litli fylgdarmanninn, er þeir komu fram á ganginn. „Jæja, svolítið. Hann fær þrjú þúsund og sex hundruð króna föst laun á mánuði. Svo eru aukasporslur og tveir bitl- ingar, samtals um þrjú þúsund krónur á mánuði. Það er sæmilegt“, sagði fylgdarmaðurinn. Svo héldu þeir af stað að finna Samlagningarnefndina, og fylgdarmaðurinn fræddi Nonna litla um gang málsins. „Það eru fimm nefndir, sem samþykkja svona leyfi. Sam- lagningarnefndin leggur saman öll leyfi, sem gefin eru út, og sendir þau svo til Frádráttarnefndarinnar. Hún dregur frá leyfin, sem fallin eru úr gildi, og sendir þau, sem eftir eru, til Margföldunarnefndarinnar. Hún margfaldar öll leyf- in með tveimur, því að í rauninni hafa þau tvöfalt gildi, þar sem maður getur annaðhvort notað þau sjálfur eða selt þau fyrir góðan pening. Síðan koma niðurstöðutölur Margföld- unarnefndarinnar fyrir Deilingarnefndina. Hún deilir í töl- una með tveimur, af því að það getur enginn bæði notað leyfið sjálfur og selt öðrum það, svo að þau hafa í raun og veru bara einfalt gildi, þegar til kemur. Svo sendir Deilingar- nefndin sínar tölur til Allrahandarnefndarinnar, en þær eru alltaf falsaðar, því að Deilingarnefndin gleymir alltaf að færa einn staf í kvótann. Allrahandanefndin tínir úr öll leyfi, sem eru á vegum Mannvirðingaflokksins og stimplar þau, — hin leyfin eru ógild“. „Nú, þetta getur aldeilis tekið tíma“, sagði Nonni litli. „Fimm vikur minnst, oftast fimm mánuði, stundum fimm ár“, sagði fylgdarmaðurinn. „Ja, hver andskotinn! Og ég, sem þyrfti endilega að kom- ast heim fyrir sláttinn“, sagði Nonni litli. Og þar sem þeir stóðu á gangstéttinni og hugsuðu málið, þá bar þar að mann nokkurn, og það var enginn annar en þingmaðurinn Kotsfólksins. „Nei, komið þér nú sælir, Jón minn. Hvernig gengur það með leyfið?“ sagði þingmaðurinn altilega. „Ég er búinn að fá leyfið. Það er bara eftir að samþykkja það, og hann vinur minn hérna segir, að það taki minnst fimm vikur. En ég þarf endilega að komast heim fyrir slátt- inn, svo að þetta er bölvað klúður“, sagði Nonni litli hálf gramur. „Jahá, einmitt það, Jón minn. Heyrðu annars, kannski ég hafi leyfisskrattann með mér — ég er að fara hér inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.