Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 17
SPEGILLINN 53 — Gamli du, tak for sidst, vi sás jo ved Snorrahátiden. ólafur tók þessu öllu vel og þóttist muna eftir honum og þá sagði Jón, aS hann væri ,,den betydeligste maler pá Is- land i öjeblikket“ og aS hann hefSi „lært i Norge“, en svo sá Jón allt í einu Mörtu krónprinsessu og snéri sér strax aS henni og tók þétt í hönd hennar og beygSi sig áfram til aS horfa sem fastast í augun á henni, meSan hann sagSi: — Jeg er Jón Engilberts, den mest kendte islandske maler. Og Marta brosti og sagSi falleg orS um, hvaS íslendingar væru duglegir og miklir listamenn. Og þá hélt Jón Engil- berts ennþá fastar í höndina á henni og fór aS þylja upp alla Islandssöguna, aS Leifur hefSi veriS Islendingur og svo Snorri, sem hefSi gert Noreg aS sjálfstæSu ríki meS Heims- kringlu, en þegar hann var kominn aS Jóni Arasyni, hnippti ég í hann og sagði við hann á íslenzku, að hann mætti ekki halda svona lengi í höndina á krónprinsessunni. En Jón hélt bara áfram, þó aS Ólafur krónprins væri orðinn órólegur og mér sýndist hann langa til að slíta Mörtu af Jóni. En Jón hélt alltaf í höndina á Mörtu, svo að ég gerði aðra tilraun, þegar hann var kominn alla leið að Skúla fógeta. En Jón hélt áfram og hætti ekki fyrr en hann var kominn að sjálfum sér, „den betydeligste maler i Island og dog videre være ledet“. Þá tók krónprinsinn loks í handlegginn á konu sinni, svo að Jón sleppti hendinni á henni, og þá var hann búinn aS halda í hana í einar 6-7 mínútur, og svo leit Jón sigri hrósandi yfir salinn til að vita, hvern hann gæti tekið næst. En þá fóru þeir norsku, sem voru meS konur, að hætta að heilsa okkur, en Jón gat þó þefað uppi Einar Gerhardsen og leiddi hann að myndum sínum og sagði, að þetta væri „islandsk kunst i dag, som stod pá höjde med alle andre kunster i verden og hábede han ville blive endnu större, for verden er jo lille, sagði hann við Gerhardsen. Loks losnaði forsætisráðherrann líka frá honum og eftir það var létt að gæta sóma íslands, því að allir gengu í stóran boga, þegar þeir sáu Jón koma með skegg- ið. En svo fóru menn í sæti og settist konungsfjölskyldan á fremsta bekk, næsti bekkur var fyrir ráðherra og sendiherra, en sá þriðji fyrir íslenzka listamenn og svo framvegis. Til allrar óhamingju gleymdi ég Jóni Engilberts eitt augnablik, því að ég fór að svipast eftir Jóni Þorleifssyni og hinum, hvort þeir gættu sóma landsins. En þegar ég leit aftur við var Jón Engilberts kominn í sæti á miðjum öðrum bekk og það var einmitt sæti Einars Gerhardsen, forsætisráðherra. Ég reyndi á hlið til að gefa Jóni bendingar, en það var þýð- ingarlaust, því að hann talaði á báða bóga um „den betyde- ligste maler pá Island“, svo ég fór í þriðja bekk og settist beint fyrir aftan hann og dumplaði á öxlina á honum. Jón leit aðeins við og ég hvíslaði, að hann sæti í sæti forsætisráð- herra. En ég gat ekki bjargað sóma landsins, því að hann sagðist vera aðalheiðursgesturinn og forsætisráðherrar og svo leiðis karlar gætu setzt hvar sem þeir vildu fyrir sér. Svo var sýningin sett og ræða haldin, án þess að ég gæti þokað Jóni, svo að mér varð litið til hliðar. Þá sá ég hvar Einar Gerhardsen stóð upp við vegg nálægt glugga og var ekkert hrifinn af íslenzkri myndlist eftir svipnum að dæma. Mér datt í hug að bjóða honum sætið mitt, en hætti aftur við það, því að það gat verið, að hann vildi bara heiðurssæti og þættist ráða líka yfir Noregi og Spitzbergen eins og Jón Engilberts. um andlegt frelsi. Vort andlega frelsi, sem einhverjir kunna ekki að skilja, er öðrum svo dýrmætt, að seint verður metið til fjár. Oss leyfist að ræða af fúsum og frjálsum vilja mn flíkurnar, sem að vér gátum ei leyft oss í ár. SVB. AMERÍSKUR LÆKNIR, dr. Strong að nafni, hefur sannað, að kossar stytti lífið — venju- legur koss um þrjár mínútur, en ástríðufullur koss um fimm. Oss finnst læknirinn hefði átt að reikna út áfengiskossana lika — þá hefði kúa- smalinn, sem lofsamlega er getið annarsstaðar hér í blaðinu, leitað til hans, en ekki til Starkaðar gamla. Þá virðist hann og hafa steingleymt Júdasarkossunum, sem þóttu þó heldur betur fljótvirkir á sinni tíð. SKÖLLÓTTIR MENN geta nú hvað úr hverju tekið að gera sér nokkrar vonir um endur- heimt horfinnar hárprýði, ef trúa má sögnum, er vér lesum í Morgun- blaðinu og víðar. Hefur læknir einn vestur í Fíladelfíu fundið upp að- ferð til að endurreisa hárvöxtinn með svokölluðum undrahormónum, sem kallaðir eru ATCH — sennilega af því að menn hnerri af þeim. Því miður er guðsblessun þessi nokkuð dýr, enn sem komið er, þvi að grammið kostar á fjórða þúsund króna, og allmörg grömm mun þurfa á hvern hektara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.