Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 21

Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 21
SPEGILLINN 57 í sambandi vlð Iokaaf- greiðsluna , urðu harðar orðahnippingar mijli Gísla Jónssonar og Péturs Otte- sens. Gísli bar Pétri skap- ofsa á brýn. Pétur kvaðst hins vegar ekki taka með þökkum ne num áminning um frá þingmanni Barð- strendinga, er þekktur værj að þvi að fleyta sér á þingí með hroka Og gikkshætt; til að hylja hundavaðshátt inn. AÐ SANNA MEÐ LÍKUM !Ég skrapp ofan í Alþingi um daginn til að missa ekki af tækifærinu svona rétt fyrir þingslit að sjá einu gripasýning- una í bænum, sem haldin hefur verið síðan Thórólfi Smith og Einari Pálssyni mistókst í Tívólí, sem frægt er orðið. Og var það þó ekki af því, að þeir séu ljótari menn en aðrir, að því er eftir þeim er haft, heldur af því að úr því að þar átti að vera gripasýning, þá fannst mörgum sem þeir hefðu grip- ið í tómt. En sem sagt, öðru máli var að gegna með Alþingi, enda mun þar mörgum verðlaun vera veitt, þótt hljótt hafi farið, enda flest númerin hin stæðilegustu og vel alin, ef frá eru taldir Einar Olgeirsson og Skúli Guðmundsson. Og mun það stafa af því, að frá öðrum streymir svo mikill orðaflaum- ur, en hinum skáldskapur og brjóstvizka, að ekkert stend- ur við. En þarna var þá sem sé á döfinni eitt af stórmálum þessa fræga þings, sem mun ekki standa að baki þingi Trúmanns og Daða í Lake Success (Lake er komið af lack = að vanta, þ. e. þingið, sem vantar success). Stórmálið var að sanna eða að sanna með líkum að bifreiðastjórar hefðu óleyfilegt áfengi í bifreiðum sínum. Sjónarmið neðr: deildar var bara að sanna að bifreiðastjórar væru með nefnt óleyfilegt áfengi, en sjónarmið efri deildar að sanna það sama með sterkum líkum. Og var það jafnframt sjónarmið dómsmálaráðherr- ans, sem að síðustu náði fram að ganga sem lög, því að hann kvað það furðulegt þekkingar- og skilningsleysi varðandi eðli og tilgang sannana, að sanna bara að bílstjórar hefðu með- ferðis slíkt áfengi. Eðli og tilgangur sannana er einmitt að sanna með líkum og helzt sterkum. Og er það auðvitað alveg rétt, því að það er varla sanngjarnt að krefjast af bílstjórum að sanna, að þeir hafi meðferðis ólöglegt áfengi. Hins vegar finnst oss sönnu nær, að lögregla og aðrir lögboðnir þefarar — því að aðrir kunna ekki að þefa af víni áður en þeir drekka það — sanni, að brennivín bílstjóranna sé algerlega löglegt. Það getur náttúrlega verið nógu erfitt að sanna, að það sé löglegt stundum, einkum er líða tekur á nóttina, en vér höf- um látið oss fortelja, að sönnunarskylda þessi hvíli hjá lög- gæzlumönnum vorum samt, en ekki bílstjórunum. Sem sagt, þá var þetta stói:mál afgreitt þannig til að gera það auðveld- ara (eða flóknara, ef menn vilja heldur líta á það frá þeirri hlið) að sanna það ekki, heldur sanna það með líkum, helzt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.