Spegillinn - 01.04.1951, Blaðsíða 34
70
SPEGILLINN
/V • 3 •
Frá fréttaritara Tímahs
■•á Bar3aströnd.
Sve’Ialög- eru hér orðin
:meir. en menn muna áður,
'enda haía skipzt á gagns-
■lausir bíotar og hriðarbylj-
fr. Hefir orðið að járna naut.
er koma hefjr þurft á mill'
I>reja_, því að á annan hátt
\ það ógerningur.'
- LISTAVERK -
í SKÖPUN oe FRAMKVÆMD
Eftir Dúk & Disk
Nú halda menn eflaust, að ég ætli að skrifa um Vatnsber-
ann hans Ásmundar og Fegrunarfélagið eða aðra abstrakt
list. En þar lék ég á ykkur, góðir hálsar. Ég er ekki vitund
abstrakt, nema það að ég geng skóna mína skakka á hælun-
um. En það er ekki mér að kenna, heldur jörðinni, að hún
þurfi endilega að vera hnöttótt. Ég ætla að skrifa um góða
og gamla list, sem er lítt þekkt hér á landi, af því að atóm-
öldin þekktist þá ekki. Nú hefur sem sagt hinn röggsamlegi
Þjóðleikhússtjóri vor, Guðlaugur Rósinkranz, sem sumum
þykir of lítill til að stjórna svona stóru þjóðleikhúsi, ákveðið
að hér skuli leikast á vori komanda eitthvað, sem heitir Rigo-
lettó, og lái ég engum hér, þótt hann kannist ekki við orðið,
en haldi í fyrstu, að það sé tóbakstegund í London (auðvitað
London okkar í Austurstræti). Vér höfum því tekið að oss
að uppfræða landslýðinn um þessa tegund skemmtana, því
að varla verður mikið á leikdómunum að græða. Loftur (sá,
sem getur lifað án lofts) segir auðvitað, að allt heila klabbið
sé hreinasta snilldarverk, og þar með er Alþýðuflokkurinn
búinn að afgreiða málið, en Halldór okkar á Eddu-Kirkju-
bóli (eða Eddubóli) segir, að þar sé ekkert ákaflega drukkið
og megi því vel sjá þetta. Sigurður Grímsson, sem alltaf fer
með leikritin heim í vasanum, rekur ævisögu höfundar (að
svo miklu leyti, sem hún er rekin eftir kjaftasögum á prenti)
og segir að hann (þ. e. höf., en ekki Sigurður) hafi verið við-
staddur og hafi verið klappað ákaflega fyrir honum og hann
hafi fengið blómvönd í sellofani (sem líklega einhver annar
hefur átt að fá) o. s. frv. Já, á propos blóm í sellofani, sem
otað er að leikurunum á sviðinu, eins og verið væri að reka
þá í gegn með rýtingi (hvað margir þeirra ættu náttúrlega
skilið fyrir að vera að trana sér fram á skökkum stað), þá
kemur það oss helzt til ómannúðlega fyrir sjónir, því að
fyrsta ósjálfráða hreyfingin, sem menn gera, er að beygja
sig niður og lykta að þeim. Og leikari, sem lyktar að sellofani,
er jafnhörmuleg ásjón og Esja (allt svo skipið) upp á Vatna-
jökli.
Jæja, vér ætluðum að undirbúa lesendur vora undir það,
sem í vændum er, og lýsa fyrir þeim óperum og óperettum,
því að nafnið Rigolettó, svo og allir búningarnir, sem Þjóð-