Spegillinn - 01.07.1965, Síða 13

Spegillinn - 01.07.1965, Síða 13
(Lag: Hlíðin mín fríða). Brag skal nú brugga, bogann reyna að spenna, guða á glugga géðhjartaðra kvenna. Hvenær sem ég sé þær sáran langar holdið að sinna þeim soldið. Sá ég síld vaða suður af Langanesi, gróðavon glaða geisla af mörgu iési. Samgleðst ég með sanni sfldarútvegsmönnum á hausnum í hrönnum. Kotroskin kría í hvolftinn síli stingur, Ave maría Margt misjafnt hendir menn um dimmar nætur, en biskupinn bendir brosmildur og sætur upp til efstu hæða öllum Skálholtsvinum, til heivítis hinum. Austfirzk ungmeyja afmeyjast á „plani“, satt bezt að segja, sá er þeirra vanl. Þvo af svindli og svikum söluskattgreiðendur harðdrægar hendur. Árelíus syngur. Húrra fyrir honum, hann er góður prestur. — „Buldi vlð brestur". íhaldið afar indæl vormót heldur. Sízt er vor Svavar við „Sögu“ eina felldur. Bjami á kontrabassa baular eftir nótum, rammfalskt frá rótum. Landsstjórnin völt á löppum eins og fleiri, blessai allt brölt á Birni á Akureyrl. Nú er hann fyrir norðan nauðlentur við stokklnn og fúll út í flokkinn. Hart er í árl innan vinstri flokka, af írafári upp skal spilin stokka; fór þar flest á aftur- fótum tíðarandans fúll-spítt til fjandans. Bitlinga magnist mergð á ríkisjötum, öll úrráð gagnist fhaldi og krötum. Af þeim aldrei renni endurreisnarviman. Tröll hafi Tímann. Bragi. Spegillinn 13

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.