Spegillinn - 01.04.1983, Síða 42

Spegillinn - 01.04.1983, Síða 42
Rltstjórn Spegllsins hefur ráöið dálkahöfund að blaðinu. Þessi höfundur, Guðlaugur Þ. Jónsson, skrifar allar sínar greinar á eigin ábyrgð. Blindgötur Hvert stefnir? Með hverjum deginum sem líður verður ljósara, að það upplausnará- stand sem ríkir í þjóðfélaginu er að komst á það stig að uggvænlegt verður að teljast. Þessi staðreynd er þeim mun hryggilegri - og reyndar makalausari - sem við höfum alla burði til að halda úti vel reknu þjóðfélagi: Miðin í kring um landið eru sannkölluð gullkista, af orku í fallvötnunum höfum við nóg, og landið byggir einhver duglegasta og vinnusam- asta þjóð sem sögur fara af. En þetta virðist ekki duga til. Því miður: Óstjórn- in á öllum sviðum er slík að stefnir í hreinar ógöngur. Og afleiðingarnar Iáta ekki að sér hæða; lausung, þverbrotið efnahagslíf og hvers kyns kröfugerðar- og þrýstihópar leika lausum hala og skammta sér sjálfdæmi um alla hluti. Frumkvæði brotið niður Það er sárgrætilegt fyrir svo vel gerða þjóð að ástandið allt er eins konar sjálfs- skaparvíti. Það á sko ekki að vera nokk- ur vandi að stjórna dvergríki á borð við okkar. Fjölmörg stórfyrirtæki víða um heim hafa mun fleira fólk í sinni þjón- ustu en íslendingar eru allir saman taldir og gengur reksturinn vel; enda stjórnað af festu og víðsýni. Því segi ég það: Fyrir okkur íslend- inga gildir það eitt að fá sterka stjórn, styrkan leiðtoga. Og sé grannt skoðað má finna einstaklinga, sem kunna og þora þó það sé algjör undantekning. Til dæmis hefur borgarstjórinn í Reykjavík, herra Davíð Oddsson, sýnt af sér lofs- verða röggsemi í starfi. En þá hefur það gerst að Hið opinbera hefur umsvifa- laust brotið frumkvæði hans á bak aftur. í því sambandi er skemmst að minnast atlögu Hins opinbera vegna fargjalda- hækkana SVR. Þar er dæmið skýrt og augljóst: Borgarstjórinn vill finna eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir þetta fyrirtæki, en þá er honum fyrirskipað af Hinu op- inbera - með aðför að lögum - að reka það með bullandi tapi! Það er þó ekki þar fyrir. Borgarstjór- inn mætti hiklaust sýna hinum ýmsu þrýstihópum meiri hörku. Td. málsvör- um dönsku fúaspýtnanna í Grjótaþorp- inu og kofatildranna í Skuggahverf- inu. Þama á að sjálfsögðu að reisa myndarleg stórhýsi, en ekki láta fólk komast upp með neina vitleysu. Er- lendis - þar sem ég þekki all vel til - tíðkast að bjóða út heilu hverfin til verk- takafyrirtækja, sem þá bvggja þau upp sem „total enterprise“ og skila þeim full- búnum. Hvað er til ráða? Dvergríki á borð við ísland verður best rekið eins og stórfyrirtæki. Til þess að svo megi verða þarf að skapast stjórnarfarsleg festa í landinu. Það ætti að gera á eftirfarandi hátt meðal annars: Forsætisráðherra skal kosinn af þjóðinni beint og til 10 ára í senn. Hann ræður sér ráðherra og getur sagt þeim upp með mánaðar uppsagnarfresti. I landinu ættu einungis að starfa tveir stjórnmálaflokkar og yrði þá alltaf fyrir hendi hreinn meirihluti á hinu háa Alþingi. Landið ætti allt að vera eitt kjördæmi. Og til að styrkja vitund almennings fyrir helgi landsins og unaði náttúrunnar mætti hugsa sér að á landinu væri aðeins einn kjörstaður; sjálfir Þingvellir við Öxará. Þar yrði þá haldinn þjóðfundur samhliða kjörfundi og bæri öllum kosn- ingabærum mönnum að koma til þess- ara funda tveggja, en það yrði að vera tryggt í lögum líkt og í Albaníu. Kosn- ingar yrðu á tíu ára fresti. Um þjóðaratkvæðagreiðslur mun ég skrifa grein innan tíðar, annað hvort fyrir Spegilinn eða til flutnings í útvarp. Peningamálin verður að taka föstum tökum. Fjölga ber viðskiptabönkum til muna, svo allir eigi sem jafnasta möguleika á að fá bankalán. Hins vegar ber að sameina Seðlabankann og Fram- kvæmdastofnunina. Yrði þá undir sama þaki tekin ákvörðun um peningamagn í umferð og heildarlínur lagðar um fjár- streymið innan lands. Með þessu væri hægt að gera fjármálakerfið mun skil- virkara og skapa fleiri atvinnutækifæri per mannár. Blint ofstæki Ég hef nú leitt rök að því, að af blindgötum óstjórnar og lausungar verður þjóðin að víkja, og það fyrr en seinna ef ekki á illa að fara. Til að stjórna þessu landi þurfa að veljast menn, sem eru starfi sínu vaxnir: Styrk stjórn, sem ekki hleypur eftir duttlung- um þrýstihópa, líkt og núverandi menntamálaráðherra, framsóknarmað- urinn Ingvar Gíslason, sem í blindu póli- tísku ofstæki ræður flokksbróður sinn og frænda, staurblindan mann, sem deildarstjóra við Blindrabókasafnið, þvert ofan í vilja meirihluta stjórnar, þó völ væri á alsjáandi starfskrafti. Maður þorir varla að hugsa um framhald slíkra mála nú þegar fordæmið hefur verið skapað: Hvað gerir til að mynda svo ofstækisfullt og reikult veitingavald þeg- ar næst losnar forstöðumannsstarf á Kleppi? Eða hjá Sláturfélagi Suður- lands? Nei. Mál er að linni. Nú þarf styrka stjórn. Guðlaugur Þ. Jónsson. 42

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.