Stúdentablaðið - 01.11.1965, Qupperneq 3
STÚDENTABLAÐ
3
Nú hefur um árabil verið talað um það, að stúdentar þyrftu að
eignast félagsheimili, þ. e. samkomustað og miðstöð félagslífs
síns. Við erlenda háskóla eru stofnanir af þessu tagi taldar ómiss-
andi. Nú hefur verið gcrð teikning af væntanlegu félagsheimili
eða stúdentaheimili, eins og það er cinnig nefnt, og birtist hún
í Stúdentablaðinu fyrir réttu ári síðan. Höfundur þcssarar teikn-
ingar er Jón Haraldsson, arkitekt. Garðstjórn hefur fyrir sitt
leyti samþykkt staðsetninguna við Gamla Garð, og er nú ver-
ið að leggja fytir Háskólaráð til staðfestingar bæði teikninguna
og lýsingu á þeim þörfum, sem húsið á að uppfylla. En það
eru ýmis ljón á veginum, og á ég þar fyrst og fremst við fjár-
málin.
A fjárlögum ríkissjóðs árið 1 964 var veitt hálf milljón til
hyggingarinnar, 1965 var það hcil milljón, cn síðan var sú
fjárveiting skorin niður um 20 prósent, eins og önnur framlög
til opinberra framkvæmda, eða niður í 800 þús. kr. I fjárlaga-
frumvarpinu nú er aðeins gert ráð fyrir 800 þús. kr á ný, en
sótt hafði verið um 4 milljónir, og hafði rektor, próf. Ármann
Snævarr, stutt það mál dyggilega. Til viðbótar þessum fram-
lögum eru til í sjóði um 300 þús. kr., svo að nú ættu að verða
fyrir hendi eftir áramótin minnst ca. 2.4 millj. En kostnaðar-
áætlunin hljóðaði í júní s. I. uppá 14—15 millj. kr. Er talið,
að takast mætti að byggja húsið, svo fokhelt yrði, á næsta
sumri fyrir 5 milij. En helming þeirrar upphæðar virðist vanta.
Éo- var að blaða í stúdentablaðinu frá 1. des 1953. Þar
O
er hirt tcikning af félagsheimili, sem virðist þá, eftir frásögn
blaðsins að dæma, vera alveg í þann veginn að rísa fyrir sunnan
íþróttahúsið neðan við Suðurgötuna. Og þá var málið engan
veginn nýtt af nálinni. Lýst er í blaðinu áætlun um hluta-
fjársöfnun til byggingarinnar, og virðist hún vera all-pottþétt.
En hvað gerðist? Málið dó, steindó.
Spurningin er, hvort málið geti ckki hæglcga dáið aftur.
Sennilega. Fjárhagsáætlun sú, sem nú liggur fyrir, er svo há,
að þessi 800 þús., sem við virðumst eiga að fá árlega, hrökkva
ekki fyrir hækkuninni, sem árlega verður á kostnaðinum við
að rcisa svona hús.
Þannig lítur þetta mál út núna. Stúdentar hafa um skeið
sjálfir varið ágóða af hinum ýmsum samkomum sínum í sjóð
hins væntanlega stúdcntaheimilis, án þess þó að nálgast mark-
ið að nokkru ráði. Þeir hafa þó reiknað með því, að langmest-
ur hluti fjárhæðarinnar allrar hlyti að koma og yrði að koma
frá ríkisvaldinu. Fyrir því hafa verið færð óhagganleg rök, að
teikningin er hreinlega miðuð við allra minnstu kröfur, sem
hægt er að gera um hús af þessu tagi. Hefur þjóðfélagið raun-
verulega efni á að neita okkur um viðunandi félagslega að-
o o O
stöðu og sæmilegt mötuneyti? Það vil ég leyfa mér að draga
í efa.
Nú er verið að kanna til hlítar möguleika á frekari fjáröflun
til hyggingarinnar. Gert er ráð fyrir, að vinnuteikningar að
húsinu verði gerðar í vetur. Mín skoðun er sú, að vcrði ekki
unnt að hefja byggingu stúdentaheimilisins næsta sumar, þá
þurfi enginn að vera viss um, að það rísi ncitt á næstunni.
Hér hefur verð skýrt frá ástandi og helztu horfum í þessu
mikla hagsmunamáli stúdenta í heild. Ég hygg, að flestir stúd-
entar hljóti að vera mér sammála um jxið, að við svo húið megi
ckki. standa, heldur verði að stefna mjög ákveðið að því, að
framkvæmdir hefjist næsta sumar. Vil ég hér með skora á
studenta í heiJ.d að sýna vilja sinn og áhuga um þetta mál og
rcyna að skapa almenningaáiit, sem nægi til þess, að málið
komist nú farsællega í höfn. Stjórnvöld þjóðarinnar jnirfa að
sannfærast um nauðsyn byggingar stúdentaheimilisins og það
fyrr en síðar. Við höfum semiilega aldrei verið nær markinu
en nu, og hví Jxí að láta undan síga?