Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.11.1965, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐ 9 Síðasta daginn, sem Færey- ingarnir dvöldust hér, komu þeir á fund með fulltrúum Stúdenta- ráðs og utanríkismálanefndar. Var samkomulag þar prýðisgott og lagður grundvöllur að aukn- um samskiptum og samvinnu þessara tveggja stúdentasam- taka. Var ákveðið, að báðir aðil- ar skyldu kanna möguleika á að hefja innan skamms stúdenta- skipti á milli Háskóla Islands og Fróðskaparseturs í Tórshavn, en það er vísir að færeyskum há- skóla. Yrði þá gert ráð iyrir, að einstakir stúdentar dveldust í 3 —4 vikur við nám á hinu landinu fyrir milligöngu stúdentasamtak- anna. Þá var og ákveðið, að kann- aðir skyldu möguleikar á að halda sameiginlegt færeysk-ís- lenzkt stúdentamót, í fyrsta lagi næsta sumar. Var talað um, að hafa mótið í sambandi við ein- hver stór hátíðahöld, t.d. 17. júni hér eða Ólafsvökuna í Færeyjum. Þá var rætt um, að skipti á hag- nýtum upplýsingum á milli þess- ara tveggja stúdentasamtaka þyrftu að aukast á komandi ár- um. Verulegur hluti umræðnanna á téðum fundi snerist þó að vonum um það, á hvern hátt íslenzkir stúdentar gætu stutt þá færeysku í sambandi við samskipti við stærri stúdentasamtök, og ríkti einnig gagnkvæmur skilningur á því sviði, en um aðgerðir af hálfu íslenzkra stúdenta í því máli verður ekki rætt hér. Það mál er þó að sjálfsögðu í athugun. I sambandi við fundinn færði Hans J. Debes Stúdentaráði að gjöf færeyskan borðfána með á- letrun á fæti frá félagi sínu, og veitti formaður S.H.I. gjöfinni viðtöku og bað Hans flytja fé- lagi sínu kærar þakkir og kveðj- ur. Síðasta daginn, áður en gest- irnir fóru, skoðuðu þeir íslenzka útvarpið, en annar þeirra vann einmitt við færeyska útvarpið í sumar. Kveðjur urðu með ein- stökum virktum, og var margt lagið tekið og einkum teknir fyrir gamlir færeyskir söngvar. Þegar þeir fóstbræður yfirgáfu Reykjavík, höfðu þeir meðferðis Stúdentahandbókina íslenzku, og var hverjum þeim, sem stúdents- prófi lýkur í Færeyjum að vori, ætlað eintak að gjöf frá Stúd- entaráði. Söngbók til sölu Það er löngu kunnugt, að söng- bókin Carmina canenda er eitt ágætasta rit sinnar tegundar. Stúdentar eldri sem yngri, sem kynnzt hafa henni, hafa allir lok- ið upp einum munni um kosti hennar. Hún leysti af hólmi hina ágætu brennivínsbók, sem gegnt hafði þörfu hlutverki í félagslífi stúdenta um langt skeið. Stúd- entaráð hefur nú fest kaup á af- gangi upplags bókarinnar og sel- ur við vægu verði í Bóksölu. Hér með er skorað á alla þá stúdenta, sem ekki hafa komizt höndum yfir bókina, að bregða við hart og títt og renna í Bóksöluna og reiða fram fé nakkvart fyrir bók- ai’kornið. Málei'ni stúdentagarðanna Það Stúdentaráð, er nú situr, hef- ur látið málefni stúdentagarð- anna talsvert til sín taka. Þar koma þó að sjálfsögðu aðrir að- ilar, sem að vísu eru að meira eða minna leyti kosnir af Stúd- entaráði, öllu meira við sögu, það er að segja Garðstjórn og hótelstjórn. Nú í vor var gerð endurbót á snyrtingum og böðum á Nýja- garði, enda var ekki vanþörf á. Því miður mun eftirlit með vinnu þeirri, er þarna var leyst af hendi, algjörlega hafa ferið í handaskol- um, enda er kostnaðarreikning- ur þessara framkvæmda upp á meira en 1.100.000.00 krónur og munu þó ekki öll kurl komin til grafar. Að dómi byggingafrcðra manna hefou framkvæmdir þess- ar þó vart átt að kosta meira en hálfa milljón. Má nefna sem dæmi, að allar gólf- og veggflísar voru keyptar í smásölu. Er sér- stök ástæða til að harma, að svona skyldi til takast, en málið er ekki sízt alvarlegt fyrir þá sök, að í hlut á húsameistari rík- isins. Til viðgerðanna á Nýja- garði voru veittar 1.000.000.00 kr. á fjárlögum þessa árs, og er sama upphæð tilgreind í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár. Er það vel. Hótelreksturinn á Görðunum gekk sæmilega í sumar, en þó kvartar núverandi hótelstjóri, Kristján Torfason, stud. jur., yfir þvi, að ferðamanna- ,,vertíðin“ styttist fremur en lengist. Stúd- entar höfðu efstu hæð Nýjagarðs út af fyrir sig, sum herbergin þó því miður ekki allt sumarið. Garðstjórn fékk því áorkað nú í haust, að inn í fjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár var tekinn styrkur að upphæð kr. 107.000.00, sem renna skal til mötuneytisins á Gamlagarði í vetur. Tryggvi Þor- finnsson rekur mötuneytið sem í fyrra. Virðist fæði allsæmilegt og er líka heldur ódýrara en annars staðar í borginni, einkum ef keyptir eru fæðismiðar (þá er verð 60 máltíða ca. kr. 2440.00). Þá er það til tíðinda, að húsaleiga á Garði hækkaði ekki þetta haustið, er kr. 800.00. Nú er Jó- hannes Elíasson bankastjóri for- maður Garðstjórnar, og hefur samvinna Stúdentaráðs við hann verið góð. Fyrirlestrar Fyrirlestrar fyrir almenning á vegum Stúdentaráðs, sem mikilla vinsælda nutu í fyrravetur, eru í þann veginn að hefjast á ný. Er gert ráð fyrir, að Sigurjón Björnsson, sálfræðingur, ríði á vaðið að þessu sinni. Lánamálin Stúdentaráð gerir ráð fyrir að gangast fyrir ráðstefnu um lána- mál stúdenta e-n tímann fyrir jól. Hagkönnun sú, er fram fór meðal stúdenta í nóv. 1964, náði til 331 stúdents við Háskóla Is- lands. Þórir Bergsson trygginga- fræðingur tók að sér að vinna úr gögnum þeim, er bárust, en sund- urliðaðar niðurstöður ásamt greinargerð hafa því miður ekki borizt enn nú um miðjan októ- ber. Hefur því ekki reynzt unnt að boða til framangreindrar ráðstefnu ennþá. Stúdentaráð sendi dagblöðunum í vor til birt- ingar stutta greinargerð um lána- mál stúdenta vegna umræðna á Alþingi um breytingar á lækna- skipunarlögum. Fulltrúi í Háskólaráð Kjörtímabili Auðólfs Gunnars- sonar, stud. med., sem fulltrúa stúdenta í Háskólaráði lauk um miðjan september s.l., og kaus Stúdentaráð í hans stað Björn Teitsson, stud. mag. Utanríkismálarita.vi ráðinn Ráðinn hefur verið sérstakur ut- anríkismálaritari Stúdentaráðs, Ástráður B. Hreiðarsson, stud. med. Er hér um að ræða hið merkasta nýmæli, sem þegar hef- ur orðið til þess, að fjölda bréfa erlendis frá, sem sennilega hefðu að öðrum kosti gleymst, hefur verið sómasamlega svarað. Stjórnin sem féll Síöan Hagsmunafélag Garðbúa var stofnað, eru liðnir lið-ega níu mánuðir, þegar þetta er ritað. Þessir níu mánuðir hafa ekki ver- ið með öllu þrautalausir fyrir stjórnarmeðlimi félagsins, fimm að tölu. Þegar stjórnin var valin, var þess vandlega gætt, að setja í hana ólofað fólk eingöngu. Síðan hefur stjórn þessi gengið út á einu bretti að segja má. Er nú enginn þar ólofaður og aðeins einn ógenginn í hjónabandið. Komið hefur til mála, að setja liðið í hjónagarðsnefnd, og er það mál í athugun. Hins vegar virðist líf Hagsmunafélagsins í stórri hættu, þrátt fyrir greinilega við- leitni stjórnarmeðlima til þess að halda við lífinu almennt. Viðutan prófessor: — Fröken, hvað eruð þér að gera í rúminu mínu? Fröken: — Ha, mér fellur vel við þetta rúm, mér geðjast vel að ná- grenninu. Mér fellur vel við þetta hús og þetta herbergi. Og, hvern- ig sem þessu öllu líður, er ég kon- an þín. Viðutan prófessor: — Ég gleymdi að taka regnhlífin með mér í morgun. Kona hans: — Hvenær saknaðir þú hennar? Prófessorinn: — Þegar ég teygði mig upp til þess að loka henni, eftir að það hafði hætt að rigna. Kona viðutans prófessors: — Bíddu, Jón. Ertu viss um að þú hafir gleymt öllu?

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.