Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 8

Fálkinn - 15.12.1928, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Borð- og ferðafónar 17 tegundir frá kr. 37,50. ] Ó L AGJAFIR PLÖTUR: Jólalögin, allar íslensku söngplöfurnar, rímnalögin ný- komin. — Þúsundir af dansplötum. Urval af stærri tónverkum eftirfræg- ustu tönskáld, lífs og liðin (biðjið um skrána). Fiðlur frá 12 krónum, kassar frá 9,50, nótnastatív frá 7,50, gítarar frá 35 kr., mandólín frá 30 kr. mandolínbanjo 35 kr., balalajka 28 kr. zítharar 20 kr. Swanee-flautur, flageo- Iettur, flexatón 1,50 og allsk. flautur frá 75 au. Harmóníkur, einfaldar frá 10 krónum, tvöfaldar frá 31,50. Mörg þúsund munnhörpur frá 50 aurum. > Brunswick- borð- og standfónar fást gegn afborgun. ^ Leðurvörur. Skinn — silki — líking. Kvenntöskur, fádæma úrval. Töskur fyrir lægsta verð og hinar allra fínustu og dýrustu. Toilett- og handsnyrtiáhöld, stórt og smekklegt úrval. Buddur, seðlaveski, skjalamöppur, nafnspjaldamöppur, skinnrammar, skinn- vasabækur, skrifmöppur, skrifborðshlifar, ferðagarniture, í fallegum öskjum. Nýjung: Upphleyptir saumakassar. Vasaspeglar, misjafnt verð. Barnatöskur, óleljandi nýjungar frá 40 aurum. Allar Ieðurvörur merktar, ef þess er óskað, með mfög fögrum látúnsstöfum. £ SAMK VÆMISTÖSKUR mjög fallegt úrval. HLJOÐFÆRAHUSIÐ S' ðaoactaoooaocfiaoctoaQOooaaooooosaooooociCtCíaoaoaaoaaoaoa NOTTIN IIELGA EPTIR SELMU LAGERLÖF oaoooaoooooaoooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo I>að var jóladagur og allir voru farnir til kirkjunnar nema amma og jeg. Jeg held að við höfum verið aleinar í ölíu hús- inu. Okltur hafði ekki verið leyft að fara, því önnur var of gömid en hin ekki nógu göm- um. Og okkur fanst báðum mjög leiðinlegt, að fá ekki að hlusta á guðsþjónustuna og sjá jólaljósin. En þegar við sátum þarna í einverunni fór amma að segja frá: „Eitiu sinni var maður“, sagði hún, „sem fór út í svartnættis- myrkur lil að fá eld. Hann gekk hæ frá bæ og' barði á dyr. Hjálp- ið þið mjer, hjálpið þið mjer! sagði hann. Konan mín hefir al- ið barn og jeg verð að kveikja upp eld til þess að hlýja henni og barninu. En þetta var um miðja nótt, svo allir sváfu. Enginn svaraði honum. Maðurinn hjelt áfram. Loks- ins sá hann hjarma af eldi langt undan. Hann stefndi þangað og sá, að bjarminn kom frá háli, sem kveikt hafði verið út á engi. Kringum eldinn Iá sauðahjörð og svaf, en gamall maður sal hjá og gætti hópsins. Þegar maðurinn, sem ætlaði að fá eldinn, kom að fjárhópn- um, sá hann að þrír stórir hundar lágu sofandi við fætur fjármannsins. Þeir vöknuðu all- ir þrír, þegar hann kom og glentu upp ginið eins og þeir væru að búa sig til að gelta, en það heyrðist ekkert hljóð. Mað- urinn sá, að þeir fitjuðu upp á trýnið og það gljáði á vigtenn- urnar á þeim í bjarmanum frá eldinum og svo rjeðust þeir á hann. Hann fann að einn þeirra beit í fótinn á honum, annar í höndina en sá þriðji beit á hark- ann á honum. En kjálkarnir og tennurnar, sem hundarnir ætl- uðu að híta með, dugðu ekki eins og hundarnir vildu, og honum varð ekkert meint við þetta. Nú ætlaði inaðurinn að halda áfram til þess að ná í það, sem hann hafði verið að leita að. En kindurnar lágu svo þjett saman, að hann gat ekki komist að eld- inum. Þá steig maðurinn ofan á kindurnar og gekk á þeim að eldinum. En engin kindin vakn- aði eða hreyfði sig“. Hjerna var amma komin í sögunni þegar jeg gat ekki stilt mig uin að grípa fram í. „Hvers- vegna hreyfðu þær sig ekki, amma?“ spurði jeg. „Það færðu að vita bráðum“. svaraði amina og hjelt áfram sögunni. „Þegar maðuriiin var ijett kohiinn að eldinum, leit fjár- maðurinn upp, Hann var gainall og önuglyndur, óvingjarnlegur og harður við alla menn. Og þegar hann sá ókunnugan mann koma svona nærri, greii) hann hroddstaf, sem hann var vanur að styðja sig við þegar hann rak fjeð sitt á haga, og kastaði hon- um eftir manninum. Og hrodd- stafurinn kom þjótandi heint á manninn, en áður en hann hitti kiptist hann til hliðar og flaug fram hjá honum og langt út á völlinn". Þegar amma var komin hing að tók jeg aftur fram í fyrii henni. „Amma, af hverju vildi stal'urinn ekki hitta manninn?“ En amma svaraði ekki þessari spurningu, en hjelt áfram sög- unni sinni. „Nú kom maðiirinn til fjár- hirðisins og sagði við hann: Æ, hjálpaðu mjer og lofðu mjer að fá eld hjá þjer. Konan inín hef- ir alið barn og jeg verð að kveikja upp eld til þess að hlýja henni og barninu. Fjárhirðirinn langaði mest til að segja nei, en þá mundi hann eftir að hundarnir höfðu ekki getað gert manninum neitt ilt og að kindurnar höfðu ekki hreyft sig þegar hann kom, og að broddstafurinn hans hafði ekki viljað granda honum, og varð háif smeikur við þetta og þorði ekki að neita honum um bónina. „Taklu eins mikið og |)ú j>arft“, sagði hann við inanninn. En eldurinn var nærri því út- brunninn. Þar var enginn hálf- hrunninn viðarkubbur eftir, héldur aðeins glæður, og ókunni maðurinn hal'ði hvorki reku nje skál til j)ess að hera glæðurnar í. Þegar fjármaðurinn sá þetta sagði hann: „Taktu eins inikið og þú vilt! og honum Jiótti gaman að því, að maðurinn skyldi ekki geta tekið neitt. En maðurinn heygði sig nið- ur og týndi glóðarkögglana úr öskunni með berum höndunum og safnaði Jieirn í kápuhornið sitt. Og glóðin brendi ekki hend- urnar á honum þegar hann snerti hana, og sveið ekki held- ui- kápuna liaps, og maðurinn har Jiær hurt með sjer, eins og j)að hefðu verið hnetur eð.i epli“. En hjer var tekið fram í sög- una í þriðja skifti. „Amma, af hverju vildu glóðarkögglarnir ekki brenna manninn?“ „Það færðu að heyra síðar“, sagði amma, og svo hjelt hún áfram. „En J)egar fjárn^aðurinn, sem hæði var slærnur maður og geð- vondur, sá alt þetta, Jiá varð hann undrandi og' spurði sjálf- an sig: „Hvaða töfranótt getur þetta verið? Hundarnir bíta ckki, kindurnar eru ekki styggar, staf- urinn minn hittir ekki og eld- urinn brennir ekki“. Hann kall- að á eftir ókunna manninum og segir við hann: Hverskonar nótt er J)etta? og hvernig stendur á því, að allir sýna J)jer iniskun- semi? Þá svaraði maðurinn honum: Jeg get ekki sagt þjer það, úr því að Jni sjerð Jiað ekki sjálf- ur. Og svo flýtti hann sjer á hurt til J>ess að komast sem fyrst heim og gera hlýtt hjá konunni sinni og barninu. En fjárhirðirinn hugsaði með sjer, að hann skyldi ekki missa sjónar á þessum manni fyr en hann hefði komist að raun um, hvernig í öllu þessu lægi. Hann stóð upp og hjell í humátt á el'tir honum, J)angað til hann kom þangað sem hann átti heima. Þá sá fjármaðurinn, að mað- urinn átti ekki einu sinni kofa yfir höfðuðið á sjer, en konan hans og' barnið lágu í helli, þar sem ekkert var í kring annað en herir og kaldir steinveggirnir. En fjármaðurinn hugsaði með sjer, að veslings harnið hlyti að frjósa i hel þarna í hellinum, og þó hann væri narðlundaður komast hann við og hugsaði sjer að hann skyldi reyna að hjálpa. Og hánn tók mal sinn af herðunum og upp úr honum tók hann livítt og' mjúkt gæruskinn, fjekk ókunna manninum Jiað og sagði honum að láta barnið sofa á því. En í sama velfangi og hann gerði sjer i Ijóst, að hann gæti verið brjóstgóður, opnuðust augu hans, og hann sá J)að, sem hann áður haí'ði ekki getað sjeð, og hann heyrði þáð senr hann hafði ekki getað heyrt áður. Hann sá, að alt í kringum hann stóð þjettur hringur af litl- um englum með silfurhvíta vængi. Og hver þeirra hafði strengleik í höndunum og Jieir sun’gu hárri rauslu, að í nótl væri frelsarinn fæddur, hann sem ætli að frelsa heiminn frá syndinni. '■ Þá skyldi hann, hversvegna allir hlulir voru svo góðir í nótt, að þeir gátu ekki aðhafst neitt ilL. Og englarnir stóðu ekki að- eins kringum fjárhiroirinn; hvar sem hann leit sá hann J)á. Þeir sátu inni í hellinum og J)eir sátu fyrir utan, á berginu og J)eir flugu upp í himininn. Þeir komu galigandi eítir veg- inuin í stórhópum og liegar. þeir komu að hellinum staðnæmdust Jieir og horfðu á harnið. Þarna var svo óendanlega mikið af fögnuði og gleði og söng og leik, og alt Jietta um miðja koldimma nóttina, þar sem hann hafði ekkert getað sjeð áður. Hann gladdist svo mikið yfir því, að augu sín skyldu hafa opnast, að hann fjell á knje og þakkaði Guði“. En Jiegai' amma var komin hingað í sögunni, andvarpaði hún og sagði: „En það sem f jár- hirðirinn sá, gætum við sjeð líka, þyí englarnir koma fljúgandi of- an af himnum hvérja einustu jólanótt, ef við hefðum augun hjá okkur“. Og svo lagði hann höndina á kollinn á mjer og sagði: „Þessu máttu ekki gleyma, því það er jafn satt eins og jeg sje J)ig og þú sjerð mig. Það er ekki ljós og lampi sem alt er undir kom- ið, og það er ekki sólin og tungl- ið sem eru aðalatriðið, en eitt er nauðsynlegt og Jiað er Jiað, að við höl'um augu, sem geta sjeð dýrð Guðs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.