Fálkinn


Fálkinn - 15.12.1928, Side 18

Fálkinn - 15.12.1928, Side 18
18 F Á L K I N N Fálkinn ]>ykist geta gengið að ])ví vísu, að flestum muni þykja fróð- legt að sjá, hvernig umhorfs er i sala- kynnum, sem þjóðin leggur æðsta manni sínum til. Bústaður forsætis- ráðherra íslands er sá staður, sem svarar til konungshalla og forsetabú- staða annara ríkja, þvi konungsríkið ísland hefir aldrei átt konung, sem búsettur væri í landinu, og á lýðveld- istímabilinu vantaði bæði forseta og framkvæmdavald. — Ráðherrabústað- urinn i Tjarnargötu hefir undantekn- ingariítið verið bústaður æðstu manna þjóðarinnar síðan stjórnin fluttist inn í landið. Hefir Indriði Einarsson, sem um langt skeið var umsjónarmaður hússins, skrifað sögu hans i fáum dráttum og fer hún hjer á eftir. En myndirnar hefir tekið Jón Kaldal ljósmyndari. — Ráðherrabústaðui’inn stóð fyrst vestur á Flateyri og var í- búðarhús Ellefsens hvalfangara. Hvalfangarastöðin lagðist niður og Hannes Hafstein fjekk húsið og flutti það lil Reykjavíkur og setti það upp sunnarlega í Tjarn- argötu. Rjuggu þau Hannes Haf- stein og frú Ragnheiður Haf- stein fyrst í húsinu. Þau tóku á móti Friðrik áttunda þegar hann kom hingað 1907, og var það almannarómur, að hjón sem betur voru fallin til jiessa væri ekki hægt að fá á öllu landinu, og frúin engu síður valin en hann. 1909 fjell Hannes Hafstein og Björn Jónsson varð ráðherra. Hann þurfti hússins með. — Tryggvi Gunnarsson hafði hvað eftir annað orð á því, að „Hann- es frændi hlyti að verða gjald- þrota, undir eins og hann Ijeti af embætti". Hvað sem til var í því þá var hitt vist, að hann hafði varið of fjár til ráðherra- bústaðarins og kaupa á innan- stokksmunum alls konar og haft risnu inikla, því hann var rík- lundaður inaður. Einn af vinum Björns Jónssonar koin þá til hans og benti honuin á, að land- inu væri enginn sómi að því, að láta fráfarandi ráðherra verða fyrir stórkostlegu efnatjóni af ráðherrastarfinu, og að landið ætti —■ fyrir utan latínuskólann —■ aðeins tvær opinberar hygg- ingar, sem háðar hefðu verið bygðar fyrir betrunarhús. Úrslit- in urðu þau, að landið keypti húsið til ráðherrabústaðar, fyrir 50.000 krónur. Húsbúnaður í móttökuherbergin var tekinn af húsbúnaði þeim, sem keyptur hafði verið fyrir komu I'riðriks; áttunda og borðbúnaður söinu- leiðis. Síðan hefir þetta verið tekið út við hver ráðherraskifti. Ein ráðherrafrúin skilaði meðal annars brotum af glasi, sem brotnað hafði og hjóst við að borga glasið. — Þar er fálka- merkið á öllu þvi sem inerkt verður. Eftír Björn Jónsson kom Kristján Jónsson dómstjóri og þá Hannes Hafstein í annað sinn. En eftir hann kom Sigurð- ur Eggerz og þá Einar Arnórs- son. Um það leyti ^sem Einar Arnórsson varð, ráðherra fóru peningar að falla í verði, kol urðu ákaflega dýr og erfilt að hita húsið upp, svo hann kall- aði það í fyndni ishúsið. Þegar hann Ijet af stjórn urðu ráðherrar þrír og Jón Magnús- son varð forsætisráðherra. Hann flutti sig aldrei í ráðherrabú- staðinn því þau hjónin, einkum frú Þóra, kunnu betur við sig lieiiua, og ráðherrabústaðurinn var svo leigður hinum váðherr- unum. Fyrst bjó þar Sigurður Jónsson frá Ystafelli og kona hans Kristhjörg Marteinsdóttir, hjón norðan úr landi. Þá voru settir fyrsta flokks ofnar í hús- ið. Því er vert að haldá á lofti, sem frú Kristbjörg sagði við kunningja sinn: „Jeg hefi hugs- að mjer að vera svo í þessari

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.