Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Síða 10

Fálkinn - 19.12.1941, Síða 10
30 - 40 ára reynsla mín 1 útvegun mótorvjela, er yður nokk- ur trygging fyrir því að þær vjelar, sem jeg hefi á boðstólum, á hverjum tíma, sjeu þær bestu eftir kringumstæðum. Myndin til vinstri er af BUDfi SILVER CROWN MARINE DIESEL mótor 35 - 40 hestafla. Þetta mun vera meðal þeirra bestu ljettbygðu amerísku skipa- og báta diesel mótora, enda segir verksmiðjan í brjefi til mín, að ameríski flotinn noti eingöngu BUDA Silver Crown alt upp að 200 hestöflum, Við yður, sem ætlið að kaupa mótor í skip yðar vildi jeg segja þetta: Spyrjið meðal annars og ekki síst um CUBIC innihald vjelarinnar og vigt. Það gefur yður möguleika til samanburðar á verði og styrkleika. Sennilega skiftir yður verðið að einhverju leyti, og yður er varast sama hvort þjer borgið 20 eða allt að 30 þús. kr. fyrir t. d. 70-80 hestafla vjel. Þetta getið þjer „kon- írollerað“ á framangreindan hátt. Myndin til hægri er af UNIVERSAL mótor, sem verksmiðjan kallar 100% MARINE mótor. - Þessi mótor brennir venjulegri mótorolíu (Fuel oil) og fer nú sigurför um alt ísland, og verður um skeið helsti trillubátamótorinn. - Verð framangreindra mótora er ef til vill lægra en margur hyggur - og þolir vissulega alla samkeppni. Mikil áhersla verður lögð á útvegun varahluta í þessar ngju vjelar en i June Munktell mótora, helsta mótor fiskiflotans, afgreiði jeg ennþá flesta varahluta. — Frá Universal verksmiðjunum út- vega jeg einnig Ijósastöðvar í báta og til landnotkunar. Hefi vanalega fyrirliggjandi: Antimon - Magnetur, Hvítmálm, Tin, Skipahamp, Loftmæla, „Patent‘--stimpilhringi, Mótorlampa Skipabyggingarvörur, Smurningsolíur, Kúlulegufeiti og fleira. Jeg útvega einnig frá Ameríku alskonar smiðavjelar svo sem Rennibekki o. fl. - Myndaverðlistar og aðrar uppl. fyrir hendi. Gísli J. Johnsen Hafnarhúsinu Reykjavík - Simi 2747

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.