Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Qupperneq 22

Fálkinn - 19.12.1941, Qupperneq 22
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 Hvernig þjóðsöngur Frakka varð m iiLA MARSEILLAISE" Eftir Knnd V. Zeltner. 1—í VER atburðurinn rak annan eftir A atvikið, sem gerSist i Capucina- garðinum liinn 20. júní 1792, er múgurinn liafði reist maítrjeð til heiðurs frelsinu, með sigurópum, söng og dansi. Undir eins sama dag- inn síðdegis lijeldu verkamenn og sölukonur, iðnaðarmenn og sauma- slúlkur, börn og gamalmenni, karl- menn vopnaðir byssuhólkum, sverð- um, heykvíslum og ljáum — sumir druknir en aðrir ódruknir — áleiðis til hallar konungsins: Tuillerie-hall- arinnar. "Kúguð og hatandi jjjóð var að rísa upp gegn harðstjórunum, sem liöfðu þjakað hana öldum saman; en ennþá dirfðist hún ekki að snerta einvalds- l.onunginn, Lúðvik XVI, sem minn- ingardaginn 14. júlí var viðstadd- ur hátíðahöldin miklu á Marsvellin- um, jjar sem honum fanst sem hon- um vœri skipað á krókbekk. Einhver ískyggileg óróakend hafði gripið París. Á turni ráðhússins og á Pont Neuf blöktu svartar veifur og áletrunin á þeim var ekki uppörf- andi: „Borgarar, ættjörðin er í hættu!“ Á öllum torgum höfðu verið sett tjöld til þess að innrita menn í her- inn. Frelsishúan rjekk á spjótsoddi fyrir framan livert tjald og smá- flögg voru sett upp til þess að ýta undir menn að koma inn í tjöldin. Þar lá borðfleki á tveimur trum- um og maður sat við borðið, til jjess að innrita sjálfboðaliðana: „Borg- arar, ættjörðin er í hættu!“ Ættjörðin var í hættu. Ilinn 25. júlí berst orðsending Prússakonungs til París, að liann segði Frökkum stríð á hendur; hún kom samtímis tilkynningu hertogans af Brúnsvík um, að ekki skyldi standa steinn yf- ir steini i París, ef haggað væri við hári á höfði konungsins eða drotn- ingarinnar. Og jafnframt var bylt- ingin í felum í hverjum bæ og í hverri smugu i París, en „Leynilega uppreisnarnefndin“ hafði byrjað að starfa að því, að mylja í smátt liá- sætið, sem talið er orsök ófriðarins og ókyrðarinnar í landinu. Úr norðri og suðri, austri og veslri streymdu sjálfboðaliðar til París, þar sem miðstöð atburðanna var. Allir vildu taka þált í úrslita- ieiknum, sem talið var að yrði liáð- ur undir eins og Marseille-borgar- menn kæmu i höfuðborgina. llouget de l’Isle höfuðsmaður æddi ringlaður um göturnar í Strass- burg hamstola af örvæntingu yfir vonbrigðunum og niðurlægingunni, sem hann hafði orðið fyrir á heim- ili de Launay baróns hins ríka, en þar liafði hann verið um kvöldið með ungu barónsdótturinni, sem hafði ánægju af að bjóðg foringjum úr setuliði borgarinnar á heimili foreldra sinna. Með framkomu sinni hafði hún kveikt hjúskaparvonir i hjarta höfuðsmannsins. Eftir örfáa daga átti setuliðið að fara til Par- ís og Rouget hafði einsett sjer að biðja ungfrúarinnar áður en hann færi. Meðal mannvirkjaliðsmanna sinna var l’Isle talinn dugandi maður; en þegar honum tókst loks um kvöldið að stama út úr sjer bónorðinu til liinnar ungu, Ijettúðugu heimasætu, fjekk hann bert og blákalt nei hjá stúlkunni og svo hló hún að h'onum í ofanálag. Baróninn hafði komið að í sama augnabliki, og þegar dóttirin sagði honum hvað gerst hefði þá bætti hann gráu ofan á svart. Að haiui, bláfátækur höfuðsmaðurinn, dirfðist að gefa dótturinni hýrt auga, nei, aldrei! Rouget höfuðsmaður. hafði ekki hugmynd um hvernig hann hafði komist út úr húsinu. Alt var í einni bendu í hausnum á honum: skyld- urnar, förin til París og síðast en ekki- síst: jjessi stjórnlausa ást til konunnar sem hafði forsmáð hann. Rouget höfuðsmaður æddi um göt- urnar í marga klukkutíma; loks hall- aði liann sjer slituppgefinn upp að múrvegg og fanst lífið alls ekki vera þess vert, að hann væri að bjástra við að lifa lengur. En þá fann hann alt í einu, að einhver hreyfði við öxlinni á honum, og nú var sagt með viðfeldinni karlmannsrödd: — Iíouget, borgari Rouget! Eruð þjer sofandi, maður, eða eruð þjer drukkinn? Reynið þjer að manna yður upp! Rouget opnaði augun og sá að fyrir framan hann stóð borgarstjór- inn, Dietrich barón og Bettina dótt- ir hans. Hann hafði v.erið að sækja hana í leikhúsið í Strassburg, en þar söng ungfrúin. Rouget hafði um skeið vanið kom- ur sínar á heimili borgarstjórans, og þar hafði hann spilað og sungið með dótturinni, og hafði ávalt feng- ið hinar hlýlegustu viðtökur. En þrátt fyrir þetta var hann i upp- reisnarhug gegn öllum og öllu í kvöld. Það var komið fram á var- irnar á honum að svara skætingi og biðja um að láta sig í friði, en hann liugsaði sig um og lygndi aftur aug- unum. Þá var það að unga stúlkan tók í höndina á honum. — Nei, Rouget, jjjer megið ekki standa hjerna, svona á yður korniun. Komið þjer með okkur heim! Eins og viljalaust verkfæri rangl- aði hann með þeim heim til borgar- stjórans og dóttirin kom að vörnm spori með flösku af góðu víni og setti á borðið, er hún hafði kveikt í stofunni. Og meðan karlmennirn- ir gæddu sjer á víninu þá bar hún mat á borð. — Komið þjer, Rouget, sagði borg- arstjórinn þegai' dóttir hans hafði borið á borðið, — og fáið yður bita með okkur. Rjettirnir eru fáir en góðir og þeii' eru boðnir af góðum hug. Og á eftir getum við huggað okkur við göfuga hljómlist og glas af víni í vinahóp. Þjer hefðuð átt að vera í leikhúsinu í kvöld og heyra til hennar Bettínu, sú hefir nú rödd. En munið þjer annars að þjer lofuðuð hjerna um daginn að semja lag handa henni? Rouget roðnaði og leit á ungu stúlkuna og sagði alúðlega: — Jeg skal ekki gleyma því, Bettína! Borgarstjórinn helti á glösin og skálaði við dóttur sina og Rouget. — Skál frelsisins og nýja tímans, sem nú birtir af hjá frönsku þjóð- inni. — Enginn aðalsmaður gæti talað fegurri orð, svaraði Rouget og bætti við: — Þessa skál drekk jeg af heil- um hug! Og svo drakk hann glasið i botn. Gamli maðurinn hallaði sjer aftur i stólnum og leit til höfuðsmannsins og brosti. — Borgari Rouget, sagði hann að visu er jeg aðalsmaður, en samt liefi jeg sjeð nægilega mikið af drambi stjettarbræðra minna i garð vorrar gæfulitlu jjjóðar til jjess að finna, að henni er gert rangt til. Á greifasetrinu Menceau, þar sem jeg er fæddur, óðu hjarðir af villisvín- um og öðrum veiðidýrum yfir akr- ana og eyðilögðu uppskeru bænd- anna. En enginn þorði að reka þenn- an ljenað úr’landi sínu og því síður að dreþa hann, af hræðslu við refs- ingu. Bændumnu var bannað að plægja ákveðnar skákir úr ökrum sínum, svo að, þeir skyldu ekki styggja akurliænsnin, og ekki mátti skera korn nema á ákveðnum dög- um. Handkvarnirnar voru brotnar svo að bændurnir skyldu neyðast til að láta mala korn sitt hjá óðals- herrunum og greiða gjald fyrir, og á sama hátt voru bændurnir þving- aðir til að láta pressa vínberin sin i pressum óðalsherrans og baka brauð sín í ofni lians — alt fyrir oluirverð. Á liverju ári urðu jjeir að borga ákveðna upphæð fyrir salt, hvort l)eir höfðu nokkuð við það að gera eða ekki, og það var skattur á hverjum mæli korns, hverjym bút íif eldivið og hverjum matarbita. Bóndinn var þrælbundinn og þraut- píndur eins og hann þoldi, kúgaður með hótunum um misþyrmingar, og dætur bóndast voru ambáttir óðals- herrans, ef þær litu sæmilega út. — Þjer eruð forviða á ræðu minni, borgari Rouget, og það er ekki að ástæðulausu. En úr barónseign minni er orðin borgarstjórastaða, og þar

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.