Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Page 27

Fálkinn - 19.12.1941, Page 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 21 Eiríkur konungur fjórtándi. fyrir Eirík konung á annan hátt. ÞaÖ þyrmdi yfir hann og hann varð geðveikur og fjekk þá ímynd- unarfirru, að ýmsir þeir, sem hon- um voru hollastir, sæti á svikráð- um við hann. Og meinvættur kon- ungsins og illi ráðgjafi, Göran Persson ól á þessari ímyndun hjá honum þangað til loks að liann ljet handtaka þessa menn — liina kunnu Sture — og síðan voru þeir myrtir. Þessi atburður er einn svartasti þátturinn í sögu Svía, og konungur- inn hefir eflaust eftir á fundið, að hann liafði unnið ilt verk og ó- maklegt. Hann var svo yfirkominn af samviskubiti og sálarkvöl að liann flýði frá Uppsölum og flakk- aði nú um landið eirðarlaus og i'riðlaus. Karin lagði í leit að hon- um skömmu eftir að ha-nn var flúinn og fann liann loks í Odensala. Hægði honum er liún var komin til lians enda virðist hún hafa haft undursamlegt vald á honum. Þegar hún var nærri var konungur sæmi- lega rólegur. En hann náði sjer al- drei eftir Sture-morðið og fjekk oft geðveikisköst. í janúar 1868 fæddi Karin lionum son, Gústaf, og nú afrjeð Eiríkur að gera alvöru úr brúðkauþinu. Það fór fram í Stórkirkjunni í Stokkhólmi 4. júlí sama ár. Brúð- urin var aðeins 18 ára. Peder Brahe greifi var svaramaður henn- ar og fjórir aðalsmenn báru tjald- himinn yfir lienni upp að altarinu. En Laurentius Pétri erkibiskup gaf brúðhjónin saman. Daginn eftir var Karin Mánsdóttir krýnd drotning Svía og tekin í aðalsstjett. Var hálfmáni settur í skjaldarmerki hennar. Atburðurinn var haldinn hátiðlegur með mestu viðhöfn. Á Stóratorgi var slátrað uxa, sem steiktur var á teini og brytjaður niður handa fólkinu, sem safnast hafði fyrir á torginu,.og öl og vin var veitt hverjum sem hafa vildi. Fólkið notaði sjer tækifærið tit að gera sjer glaðan dag og' glaumur og gleði var i borginni alla næstu nótt. í konungshöllinni var auðvitað mikill mannfagnaður líka, en þó var þar ekki sönn veislugleði. Allir. voru á nálum eins og eitlivað liræði- legt vofði yfir, og ekki bætti það um þegar ráðherrann, sem meðan á borðhaldinu stóð lijelt krúnugripun- um, bak við konungshjónin, fjell í yfirlið og misti kórónuna. Varð hvisl og hljóðskraf um þetta og töldu ýmsir það fyrirboða um fall konungsins. Og fyrirboðinn reyndist rjettur. Það var aðeins skamma stund, sem Karin Mánsdóttir hjet drotning Svía. 1 september hófu bræður bræður Eiríks, hertögarnir JÖhann og Karl uppreisn í Auslur-Gaut- landi og 29. september var konung- inum þvingað til að afsala sjer ríki i Stórkirkjunni í Stokkhólmi. Hinir nýju ráðamenn settu liann í fangelsi og drotning Svía var nú ekki ann- að en eigihkona ríkisfanga. En fegursti þáttur sögu hennar er sá, sem gerðist meðan hún var hjá manni sínum i fangelsinu. Heim- sóknir liennar þar voru eina ljós- glætan í lífi Eiríks konungs og þyngsta stundin á æfi lians var þeg- ar liann varð að sjá af henni fyrir fult og alt í júni 1573. Þá á liann engin orð sem honum þykja túlka nógu vel ást sína til þessarar al- þýðustúlku, sem liann hafði hafið til virðinga, og honum er þjáning að mega ekki vera samvistum við hana framar. Þegar Karinu var stijað frá Ei- ríki konungi var hún flutt í höllina Kungsholm ásamt börnum sínum, en þaðan síðan til Ábo í Finnlandi. Og liún varð að reyna fleiri sorgir en þá að skiljast frá eiginmanni sinum. Hún misti Henrik son sinn og stjórnarvöldin ákváðu að taka hinn soninn, Gustaf, frá móður sinni. Og svo frjetti hún andlát konungsins i fangelsinu. Harmaði hún mjög að mega ekki vera hjá honum á banastundinni. Eftir að Eirikur var dáinn og Gustaf tekinn frá henni varð Jó- hann III. hliðhollari henni en áð- ur. Hann hafði til þessa sýnt lienni fullan fjandskap en nú gaf hanh henni kongsgarðinn Liuksiala við Roinevatn í Finnlandi og þar lifði hún í kyrþey það sem eftir var æfinnar. Konungur sá henni fyrir öllu sem hún þurfti og hún hjelt margt þjóna og hafði mikla risnu. Hún var aðeins 27 ára er liún kom til Liuksiala, en liún var mædd og þreytt og þráði- nú ekkert fremur en að mega lifa í kyrð. Hún sákn- aði mjög Gustafs sonar síns, Sem hafði verið rekinn í útlegð, en eftir tuttugu ár fjekk liún að vera með honum stutta stund. Það fara litlar sögur af lienni eftir að hún kom til Liuksiala. Hún vildi láta sem minst á sjer bera og hafði fengið sig fullsadda á samkvæmislífi og almannarómi. Árið 1612, þann 13. septembér dó hún. í dómkirkjunni í Ábo stendur brún marmaralíkkistá ineð koríung- legri kórónu og á kistuhliðina er liöggið: „Karin Mánsdóttir“. Að- eins þessi tvö orð. Skírnarnafn fangavarðardótturinnar sem varð drotning Svía. ....- i-V-i-': Vf.'ýi ý ý>>y' Karin Mánsdóttir heimsækir konunginn i fangelsinu. Eftir málverki.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.