Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Qupperneq 29

Fálkinn - 19.12.1941, Qupperneq 29
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1941 — Poldi! kallaði hún aftur. — Poldi! og hamaðist í hurðinni og barði með kreptum hnefunum. Hún lilustaði á ný; þar heyrðist einhver umgangur, langir geispar og sVo var svarað eins og upp úr svefni: —- Já, nú kem jeg, hvaða læti eru þetta? Lyklinum var snúið í lásnum og hurðin opnaðist. í sömu andránni mölvaði kúla sið- ustu heilu rúðuna í glugganum, en Grusinskaja þreif Poldi litla með sjer út í göngin og fór með hann i afdrep við múrvegginn. — Poldi, sagði hún, — við erum öll niðri í kjallara, gagnbyltingarmönnum hefir verið leynt hjerna í gistihúsinu og þeir eru að skjóta út um gluggana, alt liefir verið skotið og tætt sundur í smátt .... jeg var svo lirædd um yður, Poldi, þjer komuð ekki niður eins og hinir, og jeg vissi að þjer .... — Þarna stóð Poldi lítill og væskilslegur i rauðröndóttum náttfötunum í miðjum göngun- um. Hann brosti. — Madame, hvíslaði hann, — madame, nú er jeg læknaður. Já, madanie, ef þetta væri ekki svona dásamlegt, þá lægi mjer ,við að skellihlæja að því. Jeg lieyrði vel þegar þeir byrjuðu.að skjóta í nótt. Það er að segja, jeg bjelt fyrst, að mig væri að dreyma þetta, þvi að jeg á vanda til þess — þessa drauma, sem mig liefir dreymt upp aftur og aftur og hafa gert mjer lifið svo súrt, svo að jeg hefi nötrað frá hvirfli til ilja. Jeg hlustaði á þetta en hugs- aði um leið: — Nei, nú er um að gera að vilja, vilja, vilja — eins og Grusinskaja hefir sagt, Þetta er ekki nema draumur — Ijótur draumur. Og svo sneri jeg mjer á hina ldiðina og stein- sofnaði aftur, madame. Þjer sögðuð að jeg ætti að viljal Aðeins að vilja! Og jeg gerði það. Jeg píndi mig til að standa við tjöldin þegar Wainbúhl kapteinn var að skjóta. Og jeg fór út fyrir bæinn að skotbraut- um hersins. Þar drundi i byssunum og jeg kikn- aði í hnjánum, en jeg vildi, vildi, jeg greip dauða- haldi í það sem næst var og gat afborið þetta .... loksins, madame, liætti jeg að skjálfa, og nú i nótt, madame — mjer finst þetta óskiljanlegt. Jeg hjelt blátt áfram að þetta væri draumur! Grusinskaja dró litla Poldi á eftir sjer fram göngin og niður stigana en skothvellirnir kváðu við og hvinurinn í kúlunum ljek um eyrun á þeim. Loks kornust þau ofan í kjallarann. — Poldi svaf, sagði madame. — Svafstu — svafstu þetta alt af þjer? spurði Paolo, hann lá bak við sterkt borð og krepti aðra hendina um litla krossinn, en hjelt sígarettu milli skjálfandi fingranna á hinni. Litli Poldi svaraði ekki, en skömmu síðar sagði hann ofur blátt áfram: — Jeg verð að fara upp á loft og ná í fötin mín, og svo fór hann aleinn upp aftur gegnum kúlnahríðina og' kom niður aftur i gráu jakkaföt- unum sínum og sagði: — Á jeg ekki að hita okkur kaffi? Matsve'inninn var forfallaður, liann var einn af gagnbyltingarmönnunum, sem lá bak við vjel- byssu upp á annari hæð. Þetta byrjaði með þvi, að Grusinskaja, sem hafði herbergi á annari hæð vaknaði með and- fælúm, dauðhrædd. Hana hafði dreymt eithvað um þrumuveður. Dreymt að lmn ætti ennþá heima á búgarðinum í Rússlandi og að hún stæði og horfði á þrumuveður fara yfir landið, en svo fann hún alt í einu að þetta var ekki þrumu- veður heldur var hún komin ofan í kjallara á nýjan leik og yfir höfðinu á lienni var barist af ofurkappi, en hún skalf af hræðslu og gróf sig ofan í daunilt ruslið i kjallaranum. En svo vaknaði hún var var gagntekin af skelfingu. Rúða fór í þúsund mola, það glamraði í glerbrotunum og þau hentust út um alt gólf, en byssukúla hafði farið gegnum skáphurðina andspænis glugganum. Hún vatt sjer fram úr rúminu í snatri og varð þess nú vör, að múgur og margmenni var í göngunum fyrir utan. Ein- hver barði á dyrnar: — Flýtið þjer yður, flýtið þjer yður! var kallað. Hún klæddi sig í snatri en á meðan kom önnur kúla gegnum gluggann og lenti í klæðaskápshurð- inni, skamt frá þeirri fyrri. Nokkrunt mínútum síðar var Grusinskaja kom- in ofan i kjallara gistihússins ásamt hinum gest- unum. Gestgjafinn æddi fram og aftur og njeri á sjer hendurnar: — Æ, æ, að þetta skuli hafi komið fyrir i niinu gistihúsi — mínu heiðarlega gistihúsi! Að leyna gagnbyltingarmönnum, æ, nei, nei! En á meðan jós vjelbyssa kúlum á framhlið hússins, svo að hún var götólt eins og sija. Að árásarmennirnir rjeðust ekki til inngöngu i gisti- húsið var eingöngu því að þakka, að alt í einu hafði sjest i tvo vjelbyssukjafta i gistihúsglugg- unum á 2. hæð og einn i dyr- unum -— drottinn má vita, hvaðan þær vjelbyssur komu, hugsaði Grusinskaja, sem sat á brennikassanum og mót- mælti í heyranda hljóði af- sökunum gestgjafans um, að hann ætti engan þátt í hvern- ig komið var. Þarna sem liún sat á brennikassanum fanst henni alveg eins og hún væri kom- in átján ár aftur í tíma-nn. Alt í kringum hana var fólk, sem hún þekti og fólk, sem hún ekki þekti. Paolo, Ar- gentinudansarinn, lá undir borði og hjelt dauðahaldi uin ofurlítinn silfur- kross, sem hann bar í festi um hálsinn, ein vinnu- konan snökti, maður, sem hún ekki þekti talaði með svo mikilli æsingu, að liún skildi ekki orð af því, sem hann sagði! En vjelbyssurnar hóstuðu fyrir utan og uppi yfir þeim .... Wainbúhl kap- teinn stóð og hallaði sjer upp að skáp og kveikti sjer í sígarettu. En alt í einu mundi Grusinskaja eftir Poldi. Hvar var Poldi litli? Hún spratt upp af viðarkassanum og spurði. En enginn vissi neitt, enginn hafði sjeð litla Poldi. Vinnukonan kjökrandi uppástóð, að hún liefði barið á dyrnar lijá honum, en hún hafði ekki tekið eftir hvort hann svaraði. Hún liefði verið svo hrædd. — Já, en hvar er Poldi, hvar er litli Poldi? Grusinskaja stóð á miðju steingólfinu í eldhús- inu og spurði til hægri og vinstri, en enginn gat svarað og enginn kærði sig heldur 'um að sinna þessu. Hver liafði nóg með sig .... Vjelbyssurnar þrjár hóstuðu og sniullu í sí- fellu. FóJk heyrði rúðurnar brotna, steina detta, búsgögn velta um koll, en sjálft var fólk- ið nokkurnveginn örugt þárna í kjallaranum. Madame gekk yfir þvert gólfið út að dyrun- um. Engirin reyndi að stöðva liana þangað til hún hafði tekið liendinni á hurðarlnininum, þá hrökk gestgjafinn við, þreif í handlegg henni og sagði: — Madame, í guðs bænuin gerið þetta ekki. Þjer verðið skotin, madame; gerið það vegna sóma gistiliússins míns — það má ekki ske, að gestir mínir .... — Já, en liann Poldi .... sagði madame og hvarf út úr dyrunum. Hún komst um bakstiga upp i anddyrið, það var orðið óþekkjanlegt, marmaralíkingar- súlurnar voru brotnar í smátt, klefinn dyra- varðarins var blátt áfram marinn og aðeins einn lykill hjekk á lyklabrettinu og dinglaði eins og pendúll. Húsgögnin höfðu verið hlað- in saman í virki fyrir dyrnar og þar voru þrir menn með byssur og skutu i sífellu. Grusinskaja smokraði sjer með veggnum upp að stiganum upp á loft. Þegar hún kom i beygjuna á stig- anum livein í kúlu við hægra cyrað á lienni. Grusinskaja fleygði sjer flatri og skreið á fjór- um fótum upp stigann. Hún vissi, að herbergi Poldis var á sömu hœð og liennar. Hún laum- aðist áfram. Dyrnar að sumum herbergjunum stóðu opnar upp á gátt, fólkið hafði ekki einu sinni gefið sjer tíma til að loka eftir sjer. Hún leit inn i eitt herbergið, þar var alt á rúi og strúi. Gegnum opnar dyrnar kom byssukúla fljúgandi, Grusinskaja beygði sig fljótt og kúl- an skall í múrnum yfir höfðinu á henni. Loks komst hún að dyrunum hjá litla Poldi. Hún tók í liúninn. Ilurðin var aflæst, svo að hún barði fast. — Poldi! Poldi! kaRaði hún og hlustaði, en ekkert svar kom. Hún fjekk ákafan hjartslátt! Var hann þarna inni — vitskertur af hræðslu, eða kanske dauður?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.