Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Síða 30

Fálkinn - 19.12.1941, Síða 30
24 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 GLEÐILEG jOl ♦ Hörmungar stríðsins munu aldrei hafa snert eins margar Ijj Íij kristnar þjóðir og nú, á þessum jólum, sem eru að fara í hönd. ÍÍÍ iii Af öllum ríkjum Evrópu eru það aðeins fjögur, sem standa i íií ÍÍÍ ol'ði kveðnu fyrir utan styrjöldina, nefnilega Svíþjóð og Sviss, ÍÍÍ ÍÍÍ Spánn og Portugal. Hin ríkin eru ýmist stríðsaðilar eða her- iii ;!; numin af erlendu valdi og sum þeirra lifa við kúgun og harð- iii Hi rjetti og þjóðirnar, sem ekkert höfðu til saka unnið, verða að ÍÍÍ iii horfa upp á þegna sína láta lífið eftir skipun erlendra böðla. ÍÍÍ iii Á vígstöðvunum í austri er jörðin lituð blóði stórveldaþegn- ÍÍÍ iii anna, sem att er fram i dauðann að boði þeirra, sem meta Í;Í iii mannslífin og þjáningar annara einskis. Og á hafinu er skipum ÍiÍ i;i sökt og þúsundum manna drekt, til þess að fullnægja valda- i;Í i;i draumum þeirra, sem telja sig kallaða til að stjórna öllum Í;Í iii heiminum. — Þetta er umhverfi jólanna, sem nú fara í hönd. Og þó að ;;; ;;; það sje ekki fegurra en þetta, þá fagnar fólk hátíð tjóssins. Eigi aðeins þeir, sem ekkert amar að, heldur einnig sveltandi fólk, sem situr inni fyrir byrgðum gluggum, mennirnir á hafinu, sem jafnan geta búist við, að sjávardjúpið verði gröf þeirra, hermennirnir á vígvöltunum og í herbúðunum. Efstu myndirnar þurfa engrar skýringar við. En á blaðsíð- unni til vinstri er mynd úr hermannaskála, þar sem hermenn- irnir hafa safnast kringum jólatrje. Við hliðina á henni er mynd af verkstæði gamals maniis, sem býr til jólasveina. En neðst er mynd af tjekkneskum hermönnum í Englandi, sem eru að syngja jólasálma, en einn þeirra leikur undir á harmoniku. Til hægri: Á Norðurlöndum er það mesta skemtun barnanna að fái að fara út í skóg og velja sjer jólatrjeð sjálf. — Kross- mörk með Kristsmynd standa víða meðfram þjóðvegum í Suður- Þýzkalandi. — Neðst: Hollenskir hermenn í Englandi drekka jálaminni fyrir framan myndir kgl. fjölskyldanna í Hollandi og fíretlandi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.