Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Qupperneq 32

Fálkinn - 19.12.1941, Qupperneq 32
26 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 Saga eftir Ulla Wallin. Bengi gat varla haft aiigun af henni .... Hugsunin varð að fá ráðrúm til að setjast; það lá við að hún væri of stórfengleg. Alt í einu nam hann staðar við stólinn konunnar sinnar og varð iitið á greiðsluna á liárinu á henni, sem var einstaklega gamal- dags. „Birgit,"1 sagði hann, og það var líkast og þegar liann talaði við dát- ana í gamla daga. „Vantar þig ekk- ert ?“ „Jú,“ heyrðist sagt syfjulega bak við Hænsnaræktartímaritið. Kaffi! Jeg skil ekki hvað orðið er af hon- um Jolianson með kaffið." „Langar þig ekki í neitt annað?" Skipunartónninn frá gömlu dögun- um var enn ósvikinn i röddinni. Frú Birgit ljet tímaritið detta og leit forviða á manninn sinn, sem sjer til mikillar undrunar virtist sannreyna, að grábláu augun i henni væru i raunini alveg eins falleg og forðum i hveitibrauðsdagana. „Neitt annað,“ át hún silalega eftir. „Hvað ætti það að vera?“ „Æ Birgit mín, líttu í spegilinn eða líttu á mig. Finst þjer við ekki vera farin að likjast gömlu mygluðu myndunum af forfeðrum og -mæðr- um okkar? Hvað segirðu um, að við hregðum okkur til París? Og meðan þú lítur á kjólana ætla jeg að bregða mjer norður yfir sundið og láta gamla skraddarann minn í Bond Street sauma mjer nokkur föt, sem ekki þarf að skammast sin fyrir. Loftsagsbreytingin liressir okkur líka og við verðum eins og nýslegnir tú- skildingar þegar við komum heim aftur.“ Frú Birgit seig aftur ofan í mjúka koddana í hægindastólnum. „Gerðu eins og þjer sýnist, góði Bengt,“ geispaði hún. „Bara að jeg íái kaffi.“ Værðin i henni eggjaði hann til dáða og nú skálmaði hann að bjöll- unni og hringdi vel og lengi. Johansson kom að vörmu spori og virtist ekki skilja hvaðan á liann stóð veðrið, skjannrakaður og með kaffibakkann í hendinni. „Hvað í ósköpunum varð af þessu kaffi?“ þrumaði óðalsherrann og var hin reistasti. „Kaffið kemur nákvæmlega á sama tíma og vant er, herra!“ „En hver segir, að það sje ein- mitt rjetti tíminn?“ Þjónninn rendi vonaraugum til frúarinnar, en hún virtist vera svo niðursokkin i blaðið sitt, að hún hafði ekki einu sinni sjeð, að kaffið var komið inn. Þessvegna hneigði gandi þjónnin sig klunnalega og flýtti sjer út. En hvernig gat hann iíka grunað byltinguna, sem í vænd- um var.“ „Forngripur!" urraði óðalsherrann á eftir honum. Nú skaut frú Birgit alt í einu upp bak við blaðið, og það var kesknis- glott í blágráu augunum. „Æ, Bengt, hann er alveg eins og hann hefir verið í síðastliðin tíu ár, síðan jeg sá liann fyrst,“ sagði hún og rjetti manni sínum kaffibollann. Eitthvað var það í orðum hennar og augnaráði, sem kom honum til að kannast við það í huganum, að þessi reiði lians hefði verið uppgerð. Hann var flónslegur á svipinn þegar hann tók við bollanum og settist á móti henni. „Eigum við þá ekki að slá þessu föstu?“ spurði hann hægur. „Hverju?“ „Að við förum í þessa Parísar- ferð.“ „Jú, sama er mjer,“ sagði hún, „jeg er búin að segja þjer það. Hve- nær hefirðu hugsað þjer að við leggj- um upp?“ „Undir eins og hægt er — úr því að þú hefir fallist á þetta.“ „Jæja, jeg skal vera tilbúin þegar þú vilt.“ Herra og frú Silverkrona lögðu leið sína um Kaupmannahöfn og þeg- ar þau höfðu komið sjer fyrir í járn- brautarklefanum rendi óðalsherrann augunum yfir konu sína, ofan frá og niður í gegn. Það sópaði tvímælalaust að henni í raglanfrakkanum og með litla gráa fiókahattinn klestan yfir ljótu hár- greiðsluna. Það sópaði að henni, •— en hún var ekki „fiks“. Hún yrði á- kjósanlegasti förunautur núna, hún mundi hvorki gefa honum tilefni til afbrýðissemi eða verða afbrýðissöm sjálf. Tilfinningar hennar voru fyrir löngu kólnaðar, farnar í hýði eftir tíu ára lijónaband. Og hann sjálfur? Nú, jæja, það var öðru máli að gegna um karhnenn. Hann hafði fengið að reyna, hvað tilhugsunin um veðreiðar gat vakið af blundi í sál hans. Með vellíðanartilfinningu hag- ræddi hann sjer í klefaliorninu en þá heyrðist karhnannsrödd spyrja, hvort pláss væri í klefanum. Birgit leit upp úr blaðinu sinu og kinkaði kolli og á nýjan leik tók Bengt eftir því hve augu hennar gátu verið falleg. Svo leit hann á ókunna manninn, sem var hár og grannur og í falleg- um ferða-ulster og með enska húfu, en undir derinu grilti hann í dökk, fjörleg augu. „Fjárans ólán“ liugsaði Bengt, — honum sárnaði ónæðið en sárnaði kanske öllu meir, hve konan hans brosti hlýlega til mannsins. Sá nýkomni leit á sætismerkið sitt og bar það saman við tölurnar á sætunum, sem laus voru og lagði siðan blöðin sín í auða sætið við hliðina á Birgit. Síðan fór liann úr kápunni og hengdi hana út í göng- in, þrýsti liúfunni betur niður á ennið og settist á sinn stað. KeNGT SILVERKRONA óðalsherra og Birgit frú hans, fædd greif- ynja Söderhjelm, sátu heima í bóka- stofu sinni á Lagarhólmi í Smálandi og ljetu sjer leiðast. Þetta var svo sem engin nýlunda, þau höfðu í raun og veru gert það ávalt síðan þau komu heim til sín fyrir tíu árum úr utanförinni eftir brúðkaupið. í þá daga höfðu þau bæði verið mjög ung og ástfangin. En alt er í heiminum hverfult og ekkert er jafn banvænt ástinni eins og vanafestan, og vanafestan liafði verið óvenjulega rík í þessu lijónabandi. Óðalsherrann rendi augunum leti- lega yfir dálkana í „Sydsvenska Dag- bladet“ og staðnæmist við smágrein, sem sagði frá því, að einn af vinum hans, reiðmeistari í Skánarriddara- sveitinni, ætlaði að taka þátt i veð- reiðum í Englandi. „En sá áhugi!“ hugsaði Bengt og geispaði um leið og Ijet blaðið detta á gólfið. En um leið gróf umhugsun- in um veðreiðar upp endurminningu í sofandi sál hans. Fagurt konuand- lit — glampandi augu og arma, hvíta og fasta eins og marmara —júhú — það var nú i þá.daga — i pipar- sveinatíð ljettúðarinnar, þegar mað- ur gæddi sjer á krásunum og naut lífsins með bestu lyst — — en nú -----það er langt síðan þetta var ■—■! Hann gat ekki að j:>ví gert, að hann rendi augunum til stólsins, þar sem óðalsfrúin sat dottandi yfir „Hænsna- ræktarritinu". „Það er bölvað,“ hugsaði hann á- fram — „hvað kvenfólkið getur breyst á fáeinum árum! Hver skyldi trúa að þessi ómerkilega vera þarna i stólnum hefði einhverntíma verið hin umsetna Birgit Söderhjelm, sem heil riddaraliðssveit lá á maganum fyrir hjer einu sinni! Og hvaða garm- ar eru þetta líka, sein liún Birgit gengur í,“ lijelt liann áfram í hug- anum, „flathæla skór, peysa upp í háls — alt gersneytt öllum skilningi á því, að karlmenn þarfnast að sjá eitthvað annað.“ Og ergilegur leit hann af konunni sinni en varð um leið litið á sjálfan Hann liafði vaknað við að hand koffort datt úr netinu. sig í speglinum yfir arinhillunni. „Jæja, það ljómar nú ekki fegurð- in af þjer sjálfum lieldur, karl minn,“ tautaði han sjálfur hreinskilnislega en óánægður. Hann rjetti óafvitandi úr sjer í stólnum og teygði hvíta vestið niður á bumbuna, og í sama vetfangi laust hugsun eins og elding niður i hug- skoti hans. Hann stóð upp og gekk nokkrum sinnum fram og aftur um gólfið. OOO m ooooo PARÍSARFERÐIN ooo »o oo o o '"Wfe' • •-"181»' o -"«1111'' o -nma.- o o o o o o o

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.