Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Síða 41

Fálkinn - 19.12.1941, Síða 41
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 35 Afrek Morgunroðans. Frh. á l>ls. 28. ingi sinum við niálið, að þetta orð yr.ði notað en ekki hið fyrra. Þá kvað hann tillöguna svo óákveðna í ýmsuni atriðum, að varluigavert væri að samþykkja hana. Hún gæfi stjórninni alt of mikið valcl i mál- inu, og engin trygging væri fyrir því, að fjelagsmenn yrðu ánægðir með aðgerðir hennar eftir á. Enn- fremur væri ekkert ákveðið um, hve miklu fje mætti verja til fyrir- tækisins og væri það óhæfa. Þegar iiið opinbera veitti fje til verldegra framkvæmda lægi jafnan fyrir sund- urliðuð kostnaðaráætiun, og síðan væri óskað eftir tilboðum. Eins yrði að fara að hjer.'Þá benti Brandur á, að með þvi að dallurinn ælti að vera þarna í skólahúsinu, og sjer skyld- ist að aðgangur að honum ætti að vera heimill öllum sem í stofuna kæmu, væri sjálfsagt að fara þess á leit við lireppsnefndina, að hún tæki eigi óverulegan þátt í kostnað- inuin, og kvað sjálfsagt að gera út mann til oddvitans og færa málið í tal við liann. Margt fleira mælti Brandur og lauk ináli sínu með því að leggja tit, að málinu yrði vísað til nefndar til frekari undirbúnings, áður en tekin yrði ákvörðun um hvort ráðist yrði í framkvæmdir. Þetta var vitanlega samþylct og fimm manna nefnd kosin. Skyldi hún skita áliti sínu á næsta fundi, sem haldinn yrði eftir mánuð. Og svo var functi stitið og dansað. Nefndin starfaði vel. Hún fór á fund hjeraðslæknisins og fjekk álit hans um fyrirkomulag nýtislcu dalla og leiðbeiningar um meðferð þeirra. Þá fór luin til oddvitans og sótti um styrk, og lofaði oddvitinn að tireifa málinu á næsta hreppsnefnd- arfundi, en tók fram að hann gæti ckki neinu lofað, því hreppsnefndar- oddvitar lofa aldrei. Nefndin skrif- aði fjórum verslunum einbættisbrjef og spurðist fyrir um verð á alls konar döllumog bað um myndir af þeim. Og á næsta Morgunroðafundi voru dallakaupin eina málið á dag- skrá. Var lagt fram álit nefndarinn- ar með 17 fylgiskjölum og málið rætt ítarlega. En með þvi að fundurinn var ekki iögmætur þótti of viður- hlutamikið að taka endanlega á- kvörðun. Var því nýr fundur boð- aður með dansi á eftir og var þar löglega samþykt að ráðast í að kaupa dall. Formaður nefndarinnar, sem að allra dómi hafði unnið milcið starf og gott, ljet þess getið að liann mundi fara til Reykjavíkur næsta hausl og ef dragast mætti að kaupa dallinn jian gað til, skyldi liann fúslega velja hann, gegn því að sjer væri greidd smáræðis þóknun fyrir. Hann yrði sem sje að dvetja degi lengur cn ella i höfuðslaðnum fyrir vikið, þvr að lian ætlaði sjer að rannsaka iill rit um hrákadatla að fornu og nýju á landsbókasafninu, áður en liann festi kaupin. Var þetta samþykt. Um liaustið fór hann svo til Reykjavikur. Hann sat lengi á lands- bókasafninu og las, siðan átti liann tal við landlækni, heilbrigðisfiill- trúa og' dýralækni, og rannsakaði hvernig hrákadöllum væri fyrir komið í helstu samkomuhúsum borgarinnar, svo sem Bárunni, Al- þingishúsinu og Sílóam. Og að því búnu fór liann i verslanirnar. Hann lcilaði lengi árangurstaust þaiigað til loksins að liann kom til B. H. B. Þar fann hann það sem viö átti. Annan eins g'rip hafði liann aldrei sjeð á æfi sinni. Hafi það kostað liugvit að smíða eimvjelina eða Eiffelturninn, þá lá liað ekki síður í þessu völundarsmíði. Dallurinn var líkastur gapandi kríu-unga í laginu og átti að lirækja ofan i gin- ið á honum. Þessu ferlíki var svo komið fyrir á einskonar stokkum, líkt og eru undir fallbyssum og er maður liafði hrækt, átti að þrýsta á hálsinn á unganum og valt hann þá á dausinn, en ginið iokaðist. Þegar formaðurinn athugaði verk- færið betur sá hann nafn smiðsins letrað á það. Það var alkunnur út- lendur hugvitsmaður, sem liann hafði sjeð marga gripi eftir áður. Hann hjet Patent. Gripurinn kostaði átta krónur, og tókust kaupin, þegar formaður hafði prúttað honum ofan í 6.75. Hjelt hann síðan lieim og þótti för sin hafa orðið góð. Það bárust sögur al' hinum merki- lega grip, sem menningarfjclagið liafði aflað sjer. Og þegar sá dagur rann upp, seni gripurinn væri vígð- ur með ræðuhöldum, söng og dansi, þyrptist fóllc að hópum saman, meira að segja úr öðrum sveitum. Og margir nýir gengu inn í fjelagið. Þegar gestirnir voru komnir hóf formaður , ræðu sina. Skýrði hann ítarlcga frá sögu málsins frá upp- hafi og fram á þennan dag. A borð- inu fyrir framan liann stóð hrúgald eitt og var breiddur polci yfir. Og í ræðulokin afhjúpaði svo formaður gripinn, svifti af honum pokanum og hrækti síðan rækilega í hann. Kostnaður liafði orðið nokkuð mik- ill við útvegurnar, svo að formaður lagði til, að utanfjelagsmenn sem þarna væru staddir skyldu greiða tvo aura fyrir að prófa gripinn. En fjelagsmenn höfðii vitanlega ókeypis aðgang. Svo hófst dansinn. Og alt kvöldið var sama ösin við dallinn, allir vildu prófa þennan undragrip. Formaðurinn stóð hjá, leiðbeindi þeim sem ekki skildu galdurinn við „fuglinn" og innheimti tvieyr- ingana hjá aðskotadýrunum. Eftir hvern einasta dans leiddu menn dömurnar út að þessu áttunda furðuverki veraldarinnar og buðu þeim að hrækja. Og svo slógu þeir þeim gullhamra á eftir, fyrir það hve vel þær hittu á kokið á fugl- inum. Aldrei liafði verið meira hrækt i Menningarfjelaginu Morgunroðinn en þetta kvöld. Og aldrei hafði fólk skemt sjer betur. Einn fundarmanna fann hvöt hjá sjer til að biðja sjer hljóðs um kvöldið til þess að þakka hinum ötula nefndarmanni fyrir hið óeigingjarna starf, sem hann hefði unnið fyrir fjelagið og sveil- ina. Þessi viðburður markaði tima- mót í sögu sveitarinnar, sagði hann, og mundi vekja athygli allra lands- búa á Morgunroðanum. Sendimenn nnindu koma úr fjarlægum hjcruð- um til þess að skqða gripinn. Og menn hrópuðu húrra fyrir dallin- um. Það leið á nóttina og altaf var sama aðsóknin að „áhaldinu". For- maðurinn þurfti engum að leiðbeinii l'ramar, því að allir voru orðnir út- lærðir í því, livernig fara skyldi að. Og það vakti furðu, að dallur- inn skyldi ekki vera orðinn fullur. En hann varð eklci fullur nóltina þá, og fullur er hann, ekki enn. Það er ináske það allra merkileg- asta við liann. Hann lak. -— Biíreiðaeigendur! fíllar tEgundir aí smurníngsniíum írá Socony Vacuum Oil Company, eru nú íyrirliggjandi. cjSfQYi? ’))» Mobiloil BargnylEsmurningsnlíur zru þær bestu, nDtið þær þuí Eingöngu. H. BENEDIKTSSON & Co. 5ími 122S - PlEykjauík.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.