Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Síða 47

Fálkinn - 19.12.1941, Síða 47
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 GUTENBERG OG BÆKURNAR EFTIK JfíKDB FHLUDnn. /""yUTENBERG hjet eiginlega Gáns- fleisch (gæsaket). Hann var heppinn, að hann skyldi afrækia Jjetta ættarnafn; eftirliðinni hefði verið lítill greiði gerður með því að uppgötvun lians, ein mesta upp- götvun sem gerð hefir verið í ver- öhiinni hefði verið kend við nafn, sem i besta skilningi getur vakið um- hugsun um jólamat. Hvað mundu menn segja ef Goethe hefði heitið Iilein (Lítill), Oliver Cromwell Coiv- ard (Heigull) og Larsen-Ledet (að- albindindisfrömuður Dana) Biev- freund (Bjórvin). Sagan á lieimt- ingu á að það sje nokkur virðuleiki yfir nöfnum stórmennanna, svo að ekki verði hlátur í skólatímunum. Að þessar hugleiðingar, eins og alt annað, sem í blaðinu stendur, fær að koma fyrir augu alménnings, er auðvitað að Jjakka Jóhannesi Gutenberg prentara i Mainz (1397 —14C8), sem upprunalega var spegla gerðarmaður. Ekki svo að skilja, að hin erfiða aðferð lians sje notuð iengur, en Jjað var neistinn í prent- listinni, sem varð til i heila hans. Hann benti á ieiðina til að margfalda handrit á auðveldan liátt, svo að það gæti komið fyrir augu almennings, sem áður var sjereign fárra útvaldra. Þegar um einfaldar uppfinningar er að ræða er það venjulgea orðatiltæk- ið, að „hefði hann ekki gert ljað, þá hefði einhver annar gert ljað‘:. Sagan sýnir, að ljað er mikið tii i þessu; uppgötvanir — alveg eins og andlegar hugmyndir — koma oil fram samtímis í mörgum löndum, svo að Jjað er stundum erfitt að skera úr, hver sje frumhöfundurinn; vjer vitum einnig að stundum er frumhugmyndin rangt feðruð, án þess að liægt sje að leiðrjetta Jjað síðar i bókum sögunnar. Einka- leyfið, þessi uppgötvun fyrir upp- götvara, er ekki gamalt i hettunni. — Það er því varla vafa bundið, að einhver liefði orðið til að finna lausa prentstafi Jjó Gutenberg liefði ekki gert það, en hinsvegar er eng- inn vafi á, að hann varð fyrstur allra manna í Evrópu tii l>ess að gera þessa uppgötvun. Það var um hendur hans, sem sagan gerði vilja sinn að veruleika. Uppgötvun Gutenbergs er dreifi- tæki; hún hefir í sjálfu sjer ekki sið- fræðilegt gildi, mennirnir geta notað hana eins og þeim þóknast eða hafa vit til. Gerileyðingin er t. d. skil- yrðislaust hnoss — ef maður gerir ekki málið flókið með því að líta á hana frá gerlanna sjónarmiði — en aðrar uppgötvanir liafa verið fengn- ar heiminum upp á von og óvon. Þær geta orðið prófsteinn á hvort vilji mannsins til þess fagra, sanna og góða vegur upp á móti hvötinni til hins gagnstæða. Nú á dögum sjaum við aðra uppgotvun, máske þá einu sem gelur jafnasl við Gutenbergs hvað áhrifin snertir, — en alveg jafn tvieggjaða. Það er útvarpið. Voldugt uppeldistæki, en jafnvoldugt sem andlegt myrkravald ef svo ber nndir. Við höfum ekki kveðið upp fulln- aðardóm yfir útvarpinu ennþá. Það er enn á reynslustigi og fær daglega „einkunn“ í blöðunum. Menn vilja ekki iála þennan efnilega ungling alveg sjálfráðan; hann er háður gagnrýni. Við viljum sjá hvernig hann „artar sig“, og óskum þess að við getum altaf þrýst á töfrahnapp- inn, sem opnar okkur aðgang að al- heimi hljómsins, með eftirvæntingu og trausli. Okkur dreymir um fram- tíð með möguleikum, sem engin tak- mörk liafa verið sett og hugsum okkur i gamni að útvarpið muni ein- hverntíma iofa okkur að heyra marr- ið í lmöttunum þegar þeir snúast eða hljómleika frá Mars .... En um- fram alt vonum við að rödd út- varpsins telji sig ávalt skuldbundna til að vera rödd sannleikans. Ann- ars riðum við í hring eins og vank- aðir gemlingar og færumst nær og nær tortímingunni.-------- Þessu er öðruvísi varið með bók- ina, sígildasta ávöxt þeirrar upp- finningar, sem nú á hálft þúsund ára að baki sjer. Hvað hana snertir eru menn eins sammála og orðið getur; enginn ofstækismaður mundi láta sjer detta í hug að vilja lirinda þróuninni svo langt aftur á bak, að bæluirnar yrðu ekki almenningseign. Hefir Gutenberg getað grunað hve þýðingarmikið verk hann var að vinna þegar liann bjó til fyrsta prentstafinn sinn? Nei! Sjálfur var liann ekki annað en verkfæri, dreif- ari. Hann hefir hugsað um daginn og veginn, hann hefir verið hróð- ugur yfir, að nú gæti hann búið til aflátsbrjef í stórum stíl, en hann hef- ir ekki vitað að máttarvættir þær, sem hann ákallaði, mundu hrópa til mannsandans og knýja fram það sí- vaxandi flóð — syndaflóð — af ver- aldlegum bókmentum, sem nú flæðir yfir heiminn á hverju hausti. Hann hefir ekki gert sjer grein fyrir, að fræðslan ætti að verða eign almenn- ings, svo að segja ókeypis, að skemti- bækur yrðu boðnar fram í stærri dyngjum en nokkur gæti torgað, að hugsanir mannsandans gætu breiðst út eins og hljómur frá kirkjuklukk- um, að einangrun sálarinnar yrði afnumin, svo að maður gæti svo að segja gengið inn í liugarheim lið- inna manna eins og gegnum opnar dyr. — —- Úti skín sólin, lcenslustundirnar liðnar hjá og krakkarnir eru með skip í hendinni eða fleygja sjer á reiðhjólið, eiginlega ekki til þess að fara neitt ákveðið heldur til þess að vera á iði. Þau vilja helst ekki sjá bækurnar meira i dag. Og manni detta í hug þessir svokölluðu lífsmagns-fjörkippir -—• Hamsun hefir kanske órað fyrir þeim síð- asta af þeim er hann lætur flutn- ingakarlinn sinn stynja: „Jeg skil ekki hvað fólk gerir við allar þessar hækur!“ Jú, bækurnar geta verið plága, það er eins og þær með ofur- magni sinu geri lífið þunt í þeim lifandi mönnum, sem ómögulegt eiga að keppa við svo mikið andríki, lærdóm og fegurð, sem þær hafa að bjóða. Og þá benda menn til náttúr- unnar, baðfjaran er gerð að musteri í stað bókasafnsins, mentunin fell- ur í gengi og ein kynslóð er til með að sýna heilbrigt afturhvarf til nægjusamrar fávisku. Menn kjósa staðreyndir, er sagt, og vilja ef mögulegt er losna undan þvi erfða- fargi, sem bælturnar bera með sjer. En það er als ekki víst, að strák- arnir, sem eru svo sólgnir í að lifa Indíánalífi, hafi svo mikla skömm á bókunum. Hver veit nema þeir hafi stælt Gutenberg — skorið stafi i korktappa og prentað með þeim. Og hver veit nema þeir þjáist af þeim sjúkdómi, sem kalla mætti „morbus Gutenbergii“ og lýsir sjer í óslökkvandi þrá í að sjá nafnið sitt á prenti. Þetta er hægt að öðlast, ef maður eignast einn af prentlcöss- unum með gúmmistöfunum í, sem um hríð hafa verið mikið notaðir til jólagjafa. Kanske hafa þeir tíka komist yfir bók, sem þeir gátu ekki lagt frá sjer á lögskipuðum hátta- tima og lásu í áfram við vasatjós undir yfirsænginni, stynjandi af hita og spenningi í hinum hvíta ið- andi helli.--- Jóhann Gutenberg. Nei, það er hægra ort en gert að hrifsa bækurnar úr tengslum við manninn. Það var varlegt að baktala þær. Einu sinni þegar jeg bjó í skonsu, þar sem jeg mun hafa haft 7—8 bækúr, heyrði jeg vinnukon- una láta það í ljós við loftið kring- um sig, að „fótk sem læsi svona mikið hlyti að verða brenglað“. Þessar 7—8 bækur voru nú hennar mælikvarði á hvað væri nóg af svo góðu. En eru bækur þá aldrei hættulegar? Víst geta þær verið það þegar fólk með sjerstöku upplagi á í hlut. Ungt og gáfað fólk verður stundum þegar í stað sólgið i það lcjarnmesta. Það vilt vita hvað allir spekingar og öll trúbrögð hafa álitið um þessa tilveru, sem það kann svo illa við sig í. Það gerir kröfur til bólcanna, sem aðeins lífið í sjálfu því kanske getur fullnægt hægt og bítandi, það flýgur um himingeim heilabrotanna þangað til það kemur þangað sem þöglin og tómleikinn byrjar á ný — og svo springur það. Hjer er átt við fólk eins og t. d. Otto Weininger og Ernesto Dalgas. En ef bækurnar eru notaðar í liófi þá lengja þær lifið fremur en að stytta það. Prófessorarnir eru uppáhald lífsábyrgðarfjelaganna. 1 hófi einu var jeg vottur að því, að íþrótta- maður einn ávarpaði prófessor, sem aldursins vegna liafði getað verið faðir hans. „Nú farið þjer víst bráð- um að deyja, prófessor,“ sagði liann. Athugasemd, sem undir öllum kring- umstæðum er óheppileg og jafnframt þannig, að jafnvel andríkir menn eiga erfitt með að svara tienni. En lífið sjálft hefir fyrir löngu kveðið upp úrskurðinn yfir þeim. íþrótta- maðurinn er grafinn og gleymdur. En prófessorinn lifir enn eins og blóm i eggi og gefur út nýja bók á hverju ári. ------ Og þó höfum við ekki gleymt hrópinu, sem kom frá Duhamel í hittifyrra: að bókin væri í liættu. Þróun vorra tíma er svo umróta- mikil, straumarnir svo sundurleitir, að það er erfitt að segja hve mikil þessi hætta er. Víst er um það, að bókmentagildi þess, sem lesið er, fer hrakandi, þó að bóksala og út- lán bókasafna fari vaxandi. Mála- miðlunin milli „vitalismans" — að lifa lífinu lífsins vegna, án stefnu — og andlega lifsins tiggur í „því ljettmeltanlega.“ Andinn verður að klæðast einföldum og girnilegum búningi, helst eitthvað líkt leiká- gripi, sem ekki stendur nema tíu mínútur. Síðan ganar maður áfram og leitar sjer að einhverju nýju. En bókin hefir ekki skilið neitt plóg- far eftir í sál lesandans. Það sem Duhamel var sjerstaklega áhyggju- fullur yfir var þetta, að útvarpið gæti ekki miðlað almenningi veru- legum skilningi, eins og bókin, því að það yrði að vera við almennings- liæfi og mætti ekki endurtaka. Hann telur ekki .mark á þvi takandi þó meira sje lesið nú en ella, því að ýmsar hömlur sjeu á skemtunum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi, að nú sje að lialla undan fæti, að ver- öldin sje að verða þreytt á þeirri visku, sem oft hefir orðið svo liættu- legt vopn en hefir svo fátt að bjóða viðvíkjandi því, sem mikilsverðast er. Maðurinn efast, hann rúmar ekki umheiminn en dreymir um ljettan og leikandi heim, eins og veröld dýr- anna, úr því að hann getur ekki lifað í afmörkuðum heimi, eins og veröld miðaldanan var. — •— En þetta bókafyrirbæri er eflaust í samræmi við heimslögmálið. Sumir trúa á menningarlireyfingar sem gangi í öluhim, aðrir lialda að þær gangi eftir föstum brautum eins og himintunglin, hækkandi og lækkandi. Hvort heldur sem er, þá munu menn naumast sakna hins prentaða, en vera kann að í endurminningunni rifjist upp hátíðlegir dagar, þegar tilsvör bókanna lifðu og maður gat orðið vísari af þeim.------- Nú er kvöld og það lieyrist ekki i börnunum — þau eru víst að lesa lexíurnar. Hvað á maður að gera? Sem betur fer liggur hjerna bók, það er „Krómgult" eftir Aldous. Huxley. Biðum nú við — hvar hættum við? Jú, við sjáum gamla höll með stór- um garði, og þar talar iðjulaust fólk af andríki. Unga stúlkan heitir Anna eða eitthvað jafn fallegt. Hún liras- ar í myrkrinu í garðinum og meiðir sig á fæti, og Denis, unga skáldið, sem einu sinni ætlaði sjer að skrifa eitthvað — meira að segja jafn skemlilegt og þroskasögu ungs manns — verður að binda um fótinn og kveikir á eldspítu svo að hann sjái til. Hann verður meira að segja að styðja hana. Ó, bara að maður væri Denis .... ---------- Þar skeði litla kraftaverkið aftur. Maður yfirgaf tilveruna og var í faðmi hugmyndaflugsins. Maðurinn á mest af visku sinni bókunum að þakka, þær eru öll vor reynsla, í i samþjöppuðu formi. En þær eru líka frelsun frá því sem við vitum. Á sárum stundum, þegar maður vill helst snúa bakinu við framtíðinni og lífið er orðið grátt og stritt, rjettir bókin að okkur ódáinslyf gleymsk- unnar. Gutenberg — víst höfum við mis- brúkað gjöf þina. En við höfum líka notað hana. Við höfum saurblöð, við gerum lýgina trúlega með bók- stöfum þínum og við höfum fylt heiminn með bulli. En bækurnar vega líka á móti. Þær miklu, sem tala frá kynslóð til kynslóðar, þýddu bækurnar, sem eru eins og fölt blóm á stöðli, — allar eru þær hluti af starfinu, sem unnið hefir verið fyr- ir því, að auka andlega fjársjóði.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.