Fálkinn


Fálkinn - 19.12.1941, Qupperneq 49

Fálkinn - 19.12.1941, Qupperneq 49
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1941 Marcus LaucsEn: í heimi syndarinnar. þú þekkir söguna getur þú slept að lesa liana — eða kan- ske þú viljir rifja hana upp. Því að liún er mjög kunn þessi saga — el’ jeg veit rjett, — sagan um dreng- ina, sefn verða að útvega sjer jóla- trje sjáli'ir, svo framarlega sem þeir vilja fá nokkurt jólatrje. Pahbi og mamma hafa ekki efni á að kaupa trjeð; svo að börnin verða að stela því sjálf, en það er mannborlegra en að sníkja það hjá bónda, sem á skóg. Ef til vill er þessi saga þó dálítið sjerstaks eðlis vegna þess að hún gerisl í styrjöldinni mikln — en á slíkum timum er vandi að þekkja greinarmun góðs og ills. Iljá Magnúsi byrjaði þetta með efa- semdum um gæsku fullorðna fóiks- ins, þegar hann varð þess var, að móðir hans amaðist ekkert við jjví, að liann næði sjer í ofurlítinn greni- trjesstúf með ólöglegu móti, eins og aðrir. — Það sjer ekki högg á vatni, sagði hún — nóg er til af greninu. Og þetta gat svo sem verið rjett; en bakarinn átti líka fleiri brauð en hann gat jetið, og ekki mátti samt stela frá honum. Magnús var einbirni; saml átti móðir Jians fult í fangi að afla þeim daglegs brauðs um þessar mundir. Faðir hans var i hernaðinum i Flandri og barðist við Fransmenn. — Magnús var tíu ára. Á styrjaldar- tímum eru unglingar á þeim aldri fullorðnir menn og liafa þungai- skyldur og mikla ábyrgð. Skólagang- an var ekki löng og í- öllum Iri- slundum gekk hann að vinnu þó lítill væri, sagaði timbur og hjó, hreykti mó eða tók upp kartöflur. Þetta gaf* talsvert í aðra liönd, það munaði talsvert um það; stund- um fjekk hann líka máltið fyrir. Móðir lians vann líka karlmanna- vinnu úti við. En á vetrum var eig- inlega ekkert um vinnu lianda þeim. Mamma kunni að kemba og spinna, það hafði hún lært; hún kunni að prjóna og sauma. En hún hafði svo lítið að sauma úr. Ef til vill gat hún saumað buru á drenginn úr gömlum og slitnum buxum, en það var mikið fyrir því haft en lítið í aðra hönd. Og þau Magnús og móð- ir hans höfðu reynt hvað það var að svelta við og við; ekki lengi að vísu, en þó svo að það var slæmt. Og nú hafði Magnús skilið ]iað í tyrsta sinn, að ekki voru efni á að kaupa jólatrje. Og hann hafði skii- ið, að þó hann fengi jólatrje þá voru engin tök á, að eignast kerti á jólatrjeð. Og hann vissi, að í þetta skifti yrði ekki um aðrar jólagjafir að ræða en bláu buxurnar, sem hún móðir hans liafði saumað handa hon- um úr bláu pilsi af sjer. En þessi fátækt var reyndar ekki svo liættuleg, þvi að hún mundi enda sama daginn og stríðinu lyki og iiann faðir hans kæmi lieim. Drengir iæra það von bráðar af neyðinni að verða vongóðir. Þeir læra líka — iöngu áður en þeir vita hvað huggun eiginlega er — að hugga þreytta móður sína, hjálpa lienni og vera góður við hana. En þeir læra aldrei að það gerir eigin- lega ekki svo mikið til, þó þeim vegni öðruvísi en sumum öðrum drengjum. lyiAGNÚS átti kunningja; besti vin- "*■ ■*■ ur hans var Eiríkur sonur með- hjálparans, sem var um tveimur ár- um eldri en hann. Meðhjálparinn var með klumbufót og þessvegna hafði hann ekki verið sendur i stríðið. Hann vann fyrir föstu kaupi og átti marga vini meðai bændanna; það kom fyrir að Eiríkur fjekk óblandað smjör ofan á brauðið sitt. Þessvegna átti Magnús bágt með að skilja, hversvegná faðir lians Eiríks keypti ekki jólatrje, en ljet Eirík verða sjer út um það sjálfan. En úr því að sjálfur meðhjálparinn liafði þetta lagið á, gat ekki verið neitt athúgavert við það, hugsaði Magnús. Einmitt þegar Magnús liafði sætt sig við tilhugsunina um að verða án jólatrjes i ár, var það sem Eirikur trúði honum' fyrir áformi sínu og eggjaði liann á að koma með sjer í æfintýralegt ferðalag. Fyrst í stað tók Magnús þessu fjarri — liann langaði ekkert til þess; enþá benti Eiríkur honuin á, að ef hann gerði það ekki, þá yrði hann víst eini drengurinn í þorpinu, sem ekkert jólatrje tiefði. Og ])á fóru að renna á liann tvær gríniur. — Jeg er viss um, að lnm manima kaupir okkur jólatrje, sagði hann borginmannlega og sat við sinn keip. — Nei, hún inamma þín á enga peninga til að kaupa fyrir; hún ‘skuldar hjá bakaranum. — Það verður áreiðanlega borg- að fyrir jól. — Það liugsa jeg lika, sagði Eirík- ur, — því að pábbi sagði í gær- kvöldi , að lijn mamma þín ætti að fó tíu mörk úr gjafasjóðnum. Magnús skildi ekki hvað gjafa- sjóður var, en skildi, að það var ekki neitt gott; lionum þótti vænl um Eirík, en gat aldrei felt sig við föður hans; þessvegna Jiótti honum teiðinlegt, að Eiríkur skyldi hafa sagt þetta. Eiríkur liafði alls ekki ællað sjer að særa vin sinn heldur aðeins tóta hann sjá hvað hann vissi, en svo hafði hann gert það á þann ómann- úðlega hátt, sem börnum er stundum lamt. Nú sá liann að Magnús var orðinn náfölur og skalf af einhverju, sem líktist reiði, og lionum þótti fyrir þessu. Hann varð að liugga liann. — Þú getur fengið jótakerti lijá mjer, sagði hann. — Svo-o? Hvar hefir þú fengið jólakerti? — Jeg liefi steypt þau sjólfur. — Það er ekki satt. Þú kant ekki að steypa kerli. — Jú, og.það getur þú líka, en þú helir bara ekkert til að steypa úr. En liann pabbi tindi saman stúfana af gömlu kertunum i kirkj- unni og svo steypti jeg úr þeim. Nú veistu það. Og þú getur fengið hjá mjer þrjú eða fjögur kerti, sem geta logað. Magnús hafði alist upp við þá sjaldgæfu lífsskoðun, að ráðvendnin sje haldbest. Nú lærði liann dálitið, sem honum fanst koma í bág við þessa lífsskoðun. En verst þótti lionum, að það var Eiríkur fjelagi lians, sem hjelt þessu fram. Eiríkur hafði altaf verið honum góður vin- ur, og það gat varla hugsast, að hann gerði það, sem rangt var. Bara að hann pabbi liefði verið lieima, þá var auðvelt að fó úr þessu skorið. Magnús var svo sem engin fyrir- mynd af dygðum, en liann vildi helst gera svo lítið rangt sem unt væri, að þvi að móður lians og guði var það ekki að skapi. — Er það ekki synd að stela jólatrjám? spurði liann varlega. — Ekki nú orðið, svaraði Eirík- ur, eins og reyndur maður og ver- aldarvanur — það var synd einu sinni. — Af hverju er það ekki synd núna? — Af því að nú gera allir það. Þessvegna er það liætt að vera synd. Við getum alveg eins gert það eins og allir liinir. — Já, en ef það'kemst nú upp? — Við verðum að sjá til ]iess, að það komist ekki upp. — En ef það kenist upp samt? — Þá segjum við, að okkur hafi verið leyft það, eða að við höfum ekki vitað, að við mættum ekki taka það. Magnús streyttist enn á móti — liann yrði bæði að stela og Ijúga. En nú sagði Eirikur: — Hvað heldurðu, að þú fáir í jólagjöf? — Sex vasaklúta og munnhörpú! flýti Magnús sjer að svara. Hann liafði enga gát á smá-ósann- indum, sem voru nauðsynleg til þess að leyna fátækt sinni. Þau voru komin upp í vana og hann beitti þeim eingöngu vegna hennar inömniu sinnar. Magnús notaði heilan dag og meirihluta nætur til þess að brjóta heilan um Jietta; ennþá var hinn mannlegi kvíði og beygur af hinu illa heilbrigður og sterkur i hon- um. Hann tók margar ákvarðanir, —, liann ætlaði að biðja bóndann um trje, liann ætlaði að bjóða bak- aranum að fara i' sendiferðir fyrir liann, svo að hann gæti kanske unnið sjer peninga fyrir jólatrje — hann þurfti ekki nema lítið trje fyrir eitt mark. En allur góður á- setningur varð að víkja fyrir hræðsl- unni við að vera kallaður ragur og mannleysa. Og þegar hann liafði fengið leyfi móður sinnar, tólcst honum að vísu ekki að friða sam- visku sína, en með sársauka í liuga komst liann að þeirri niðurstöðu, að sumt er það, sem maður verð- ur að gera, þó með slæmri samvisku sje, til þess að verða ekki eftir- bátur annara. T PP ÚR nóni, frostheiðan dag fyrir jólin lijeldu þeir Magnús og Eiríkur óleiðis t’il skógarins, sem lá niður að sjónum. Vegna þess að Eirikur var eldri liafði hann lilotið mikla vegtyllu — undir jakkanum hafði hann falið vopnið: svolitla öxi. Að vísu átti ekki að nota öx- ina til annara stórræða en að liöggva með henni tvö lítil grenitrje, eh eigi að siður fanst Magnúsi það vera mikilsverður maður, sem hann var á ferð með. Og þetta deyfði i lionum samviskubitið. Tveir drengir með öxi, á leið út í stóra skóginn — það eru menn, sem veröldinni er ekki sama um; þeir geta látið mikið til sin taka. — Hefir þú oft reykt sígarettur? spyr Eiríkur á leiðinni. — Nei, jeg hefi ekki reykt nema eina. — Jeg reyki ó hverjum degi, jeg fæ þær hjá Ivan.... (Ivan var rússneskur fangi). — Það var líka Iván, sem gaf mjer þá, sem jeg reykti; hann hafði búið liana til úr gartöflugrasi. Jeg kastaði upp af henni. — Það gerði jeg líka í fyrsta skiftið. En maður verður bara að halda áfram. — Hefirðu nokkurn- tíma sjeð reglulega hermannabyssu? — Nei. — Ef maður er góð skytta, þá getur maður hitt mann, sem stend- ur fimni liundruð metra frá manni. — Þá verður maður að miða lengi, er það ekki? —Það er enginn tínii til þess i stríðinu. Maður verður að miða á hlaupum. =— Hver liefir sagt þjer þetta? —- Þetta vita allir. . . . Hefirðu sjeð handsprengju? — Nei. — Og ekki lieldur sprengjubrct? — Nei. — Af hverju ekki? Hafði hann pabbi þinn ekki með sjer sprengju- brot, þegar liann kom heiin í leyf- inu? Þeir hafa það allir. — Jú, pabbi hafði það lika, en það var læst niðri og jeg fjekk ekki að sjá ]>að! flýtti Magnús sjer að skrökva. — Af hverju ekki? — Af þvi að þau eru hættuleg. — Bull. Sprengjubrot eru ekki hættuleg; það cru bar sprengjurnar heilar, sem eru hættulegar. — Já, en þetta voru heilar sprengj- ur, sem hann pabbi kom með. — Það er ekki rjett. — Þú skalt fá að sjá þær sjálf- ur þegar hann kemur heim. Magnús var farinn að gefa al- varlegar skuldbindingar upp á fram- liðina. Hann liafði lofað, að bak- arareikningurinn skyldi borgaður fyrir jól, hann hafði spáð um jóla- gjafir. Og nú var liann að lofa sprengjum. Ef öll þessi loforð yrði haldin, þá yrðu að ske kraftaverk. Magnús fór að telja simastaurana — ef krákuhópur flygi upp áður en þeir kæmu að fjórða staur þá mundi ske kraftaverk, sem frelsaði liann og niöniniu. Það flaug enginn krákuhópur — en fjórir staurar, það var mikils til of lítið, liann varð heldur að segja sjö. Bjetl áð- ur en þeir komu að sjöunda staurn- um flugu tvær krákur yfir sinr'- línuna. Magnús liugsaði: — Þetta er nærri þyí hópur, það lukkast vonandi, þetta. EGAR ÞEIR komu upp á brún- ina fyrir innan skóginn stakk Eiríkur upp á því, að þeir kveiktu bál. Þarna niundi ekki nokkur mað- ur koma, og það var altaf gaman að sjá eld; hann liafði eldspýtur á sjer. Magnús var nú um það bil sannfærður um, að tveir drengir með öxi væru færir í allan sjó og gætu gert livað sem vera skyldi.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.