Fréttablaðið - 01.10.2009, Page 13
FIMMTUDAGUR 1. október 2009 13
FLUG Flugfélagið Air Atlanta mun
bæta þremur Boeing 747-400-
þotum í flota sinn á næstu tveimur
mánuðum. Félagið hefur verið með
eina til þrjár slíkar þotur í rekstri
en þær verða nú fimm. Ráðning
flugmanna stendur yfir og koma
nokkrir þeirra úr röðum fyrrver-
andi starfsmanna Icelandair.
Air Atlanta er nú með um
tuttugu þotur í rekstri, flestar af
gerðinni Boeing 747 en nokkrar af
gerðinni Airbus A300-600. Félagið
sinnir verkefnum víða um heim,
þar á meðal í Saudi-Arabíu, Mal-
asíu og Sameinuðu furstadæmun-
um.
Að taka þrjár Boeing 747-400-
þotur í notkun er stórt skref og
kemur Air Atlanta aftur í fremstu
röð flugfélaga á leiguflugsmarkaði
á heimsvísu, segir í nýjasta frétta-
blaði Félags atvinnuflugmanna.
Þar segir jafnframt að þjálfun
flugmanna á vélarnar sé lokið.
Félagið er að ráða mannskap á
aðrar vélar og eru meðal annars
níu manns frá Icelandair að hefja
störf hjá Air Atlanta um þessar
mundir sem verktakar.
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru
bjartsýnir á framhaldið nú þegar
vélarnar eru að fara í verkefni og
sá kostnaður sem fylgir innleið-
ingu þeirra er að mestu að baki.
- shá
Bætir við sig þremur stórum þotum og ræður flugmenn vegna aukinna umsvifa:
Air Atlanta bætir flugvélum við flotann
BOEING 747-400-ÞOTA Air Atlanta bætir við þrem þotum af þessari gerð og ræður
flugmenn vegna aukinna umsvifa.
VIÐSKIPTI Kaupsamningur milli
Björgólfsfeðga og félags Ingimars
H. Ingimarssonar, sem Ingimar
segir falsaða, voru undir ritaðir í
viðurvist rússneskra meðeigenda.
Opinber sérfræðideild í Péturs-
borg hefur einnig staðfest að und-
irritunin tilheyri Ingimari.
Svo segir í greinargerð frá
Björgólfsfeðgum, vegna frétta-
flutnings um að þeir hafi falsað
undirskrift Ingimars meðan hann
var rúmliggjandi vegna veikinda
í öðru landi. Jafnframt benda
þeir á að íslenska rannsóknarlög-
reglan hafi ekki séð ástæðu til að
skoða málið á sínum tíma. - kóþ
Björgólfsfeðgar um Ingimar:
Vitni eru til að
undirskriftinni
INGIMAR H. INGIMARSSON Björgólfs-
feðgar vísa á bug fréttum um að
kaupsamningur við Ingimar hafi verið
falsaður.
FÓLK Göngu þeirra Jóns Björns-
sonar og Hjálmars Forna Stein-
grímssonar frá Ísafirði til
höfuð borgarinnar lauk á Kaffi
Reykjavík seinni partinn á
sunnudag. Fréttablaðið greindi
frá því fyrir helgi að þeir félagar
hefðu ákveðið að ganga leiðina,
sem er 450 kílómetrar, til að fá
sér ís í Reykjavík.
Böðvar Þórisson, forstjóri
Emmessís, tók á móti þeim Jóni
og Hjálmari þegar þeir komu
til Reykjavíkur. Heimsóttu þeir
ísbúðina í Álfheimum og Kaffi
Reykjavík, sem allar vegalengdir
á landinu miðast við. Á þriðjudag
var Jóni og Hjálmari svo boðið í
sýningarferð um Emmess-ísgerð-
ina, þar sem þeir fengu að bragða
á ísnum. - kg
Ístúr frá Ísafirði til Reykjavíkur:
Fengu að skoða
ísgerðina
FERÐALOK Jón og Hjálmar, ásamt
forstjóra Emmessís, fengu sér ís í
Álfheimum.
MENNING Í tilefni af áttræðis-
afmæli Högnu Sigurðardóttur í
júlí sem leið ætlar Arkitekta félag
Íslands að halda yfirlitssýningu
um verk þessa heiðurs félaga síns.
Að því er fram kemur í bréfi frá
sýningarnefnd Arkitektafélags-
ins til Kópavogs bæjar er Högna
fyrsta konan í stétt arkitekta
til að leggja eigin hönnun fyrir
byggingarnefnd.
Einnig kemur fram að flest
verk Högnu á Íslandi séu í Kópa-
vogi. Þar á meðal sé Sundlaug
Kópavogs. Bæjarráð segir að
vegna aðhalds sé ekki hægt að
styrkja sýninguna um Högnu.
- gar
Heiðursfélagi áttræður:
Yfirlitssýning
um Högnu
Stal víni í Mjóddinni
Brotist var inn í áfengisverslun ÁTVR
við Stekkjarbakka í fyrrinótt. Á upp-
tökum úr eftirlitsmyndavélum sést
karlmaður brjóta rúðu með gang-
stéttarhellu og hlaupa á brott með
fangið fullt af vínflöskum. Þjófurinn er
ófundinn.
LÖGREGLUFRÉTTIR
AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000
Þú færð meira
fyrir Aukakrónur
Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar A-kortið þitt og fyrir þær
getur þú keypt allt mögulegt sem þig vantar eða langar í hjá
samstarfsaðilum Aukakróna.
Sæktu um A-kort á aukakronur.is
A-kortin
Kreditkort sem safna
Aukakrónum fyrir þig
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
nn
),
k
t.
4
71
0
0
8
-2
0
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
9
2
8
3
*
Á
m
yn
d
un
um
s
ér
ð
u
hv
að
þ
ú
g
æ
ti
r k
ey
p
t
h
já
s
am
st
ar
fs
að
ilu
m
A
uk
ak
ró
na
m
.v
. 1
5
0
þ
ús
un
d
k
r.
in
nl
en
d
a
ve
rs
lu
n
á
m
án
uð
i,
þ
.a
. 1
/3
h
já
s
am
st
ar
fs
að
ilu
m
. S
já
n
án
ar
á
a
uk
ak
ro
nu
r.i
s.