Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 28
28 1. október 2009 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Íslendingar eiga nú um þrjár leiðir að velja út úr þeirri þröngu stöðu, sem gömlu bank- arnir komu landinu í með fulltingi stjórnmálastéttarinnar og stjórn- enda nokkurra stórfyrirtækja. Fyrsti kosturinn er að halda í þau áform, sem lýst er í efnahagsá- ætlun stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) í nóvember 2008, og endurskoða þau eftir því sem aðstæður breyt- ast. Næsti kostur er að hafna láns- fé AGS, en halda áfram að þiggja ráð sjóðsins. Þriðji kosturinn er að hafna bæði lánsfénu og ráðun- um og róa á önnur mið. Athugum þessar þrjár leiðir í öfugri röð. Þriðja leiðin Sumir glöggir menn, t.d. Jónas Kristjánsson ritstjóri, telja ríkis- stjórnina eiga að hætta samstarfi við AGS, hafna bæði lánsfénu frá sjóðnum og skilyrðunum, sem eru forsenda lánafyrirgreiðslunnar skv. reglum sjóðsins. Jónas gerir sér fulla grein fyrir afleiðing- unum, sem þetta hefði, svo sem fram kemur í líflegum leiðurum hans á vefnum. Gengi krónunnar myndi falla meira en orðið er, þar eð án lánsfjárins frá sjóðnum myndi gjaldeyrisforði Seðlabank- ans ekki duga til að skapa nægi- legt traust til að verja krónuna frekara falli, þegar gjaldeyris- höftunum verður aflétt eða jafn- vel fyrr, t.d. ef lánstraust ríkisins minnkar enn frekar en orðið er. Líklegt virðist, að svo færi, væri frekari aðstoð AGS afþökkuð. Ekki er ljóst, til hvaða bjarg- ráða málsvarar þriðju leiðarinn- ar myndu vilja grípa annarra en þeirra, sem stjórnvöld sömdu um við AGS fyrir ári. Hitt er ljóst, að málsvarar þriðju leiðarinnar eru fúsir að leyfa genginu að falla meira en orðið er og hætta á, að það festist langt undir eðlilegum mörkum og liggi þar lengi eins og oft hefur gerzt í gjaldeyriskrepp- um. Hugsunin á bak við áætlun stjórnvalda er einmitt að reyna að forðast gengisfall niður úr öllu valdi, því það kemur illa við mörg heimili og fyrirtæki með miklar skuldir í erlendri mynt. Millileiðin Aðrir glöggir menn, t.d. Robert Aliber, hagfræðiprófessor í háskólanum í Chicago og einn helzti fjármálakreppufræðing- ur heims, töldu í upphafi álit- legt að hafna lánsfé sjóðsins, en þiggja þó ráðin. Hér var ætl- unin að umbera meira gengis- fall en verða myndi, ef gjald- eyrisforðinn yrði aukinn með lánsfé frá AGS, og ráðast í umbætur í ríkisfjármálum og styrkja undirstöður og innviði efnahagslífsins til að reyna að hemja gengisfallið með því móti. Aliber leit svo á, að ráð sjóðsins gætu komið að góðu gagni, og undir þá skoðun tók Joseph Stig- litz prófessor, þegar hann gisti Ísland nýlega. Ráð sjóðsins og skilyrði lúta að lágmarksaðgerð- um, sem nauðsynlegar eru taldar til að ná settu marki. Stjórnvöld þyrftu að réttu lagi að ráðast í mun róttækari umbætur en sam- komulagið við sjóðinn tilgreinir. Sjóðsleiðin Ríkisstjórnin kaus að leita til AGS um lánsfé til að efla gjaldeyrisforðann og um efnahagsráðgjöf um greiðustu leiðina út úr ógöngunum. Láns- fénu var í upphafi ætlað það eitt að efla gjaldeyrisforðann til að gera Seðlabankanum kleift að verja gengi krónunnar fyrir tíma- bundnum skakkaföllum, en nauð- synlegt gæti þó reynzt að nota lánsféð til að forða ríkissjóði frá greiðslufalli, ef í harðbakkann slær. Séu skilyrði sjóðsins fyrir láninu ekki virt, verður frek- ara lánsfé ekki reitt fram. Fjár- þörf landsins er svo mikil, að henni verður ekki mætt nema með samstilltu átaki sjóðsins og annarra lánveitenda, einkum Norðurlandanna auk Færeyja, Póllands og Rússlands. Önnur lönd, t.d. Bandaríkin, hafa ekki treyst sér til að styðja efnahags- áætlun Íslendinga og AGS beint. Norðurlöndin hafa frá öndverðu bundið stuðninginn því skilyrði, að Íslendingar leysi IceSave-deil- una við Breta og Hollendinga. Án stuðnings Norðurlandanna fellur áætlunin um sjálfa sig. Samt er IceSave-deilan enn í hörðum hnút ári eftir hrun fyrir gagnkvæma stífni, þótt lausn hennar hafi frá öndverðu verið forsenda áætlun- arinnar, sem ríkisstjórnin smíð- aði sjálf með fulltingi sjóðsins. Lendi áætlunin í langvarandi sjálfheldu, mun þjóðin standa frammi fyrir vali milli hinna tveggja kostanna, sem lýst var að framan. Millileiðin væri fær, þótt hún kostaði meira gengisfall en orðið er. Þriðja leiðin verður að teljast varasöm, enda hefur enginn teflt fram trúverðugri áætlun um betri og markvissari neyðarráð en þau, sem AGS mælir með. Líklegt má telja, að þriðju leiðinni myndi fylgja enn frekara gengisfall um hríð, meiri ríkishalli, aukin verðbólga og hætta á, að umheimurinn teldi Ísland stefna í átt að einangrun. Við þurfum ekki á því að halda. Þröng staða – þrjár leiðir UMRÆÐAN Andrés Ingi Jónsson skrifar um getnaðar- varnir Á alþjóðlega getnaðarvarnadeginum sem haldinn var fyrr í vikunni bárust Íslendingum slæm tíð- indi. Hrun hefur orðið í sölu smokka síðastliðið ár samhliða því að verð þeirra hefur tvöfaldast. Sömu sögu er að segja af öðrum getnaðarvörnum. Þetta er heilbrigðisvandamál og félagslegt mein sem verð- ur að bregðast við. Þetta er vandamál sem snertir ungt fólk sérstaklega mikið. Þó að nú sé kreppa mega stjórnvöld ekki skorast undan því að tryggja aðgengi að ódýrum og öruggum getnaðarvörnum. Árlega smitast þúsundir af kynsjúkdómum hér á landi. Smokkurinn er eina vörnin gegn flestum þess- ara sjúkdóma. Reikniformúlan er einföld. Ódýrir smokkar eru frekar notaðir en dýrir. Ódýrir smokk- ar verja fólk fyrir sjúkdómum. Dýrari smokkar þýða að fleiri veikjast. Viljum við að pyngjan ráði því hvort fólk sé heilbrigt? Getnaðarvarnir gera fólki kleift að stjórna barn- eignum sínum, og hafa þannig verið mikilvægur þáttur í aukinni aðkomu kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins und- anfarna áratugi – hvort sem er á vinnumarkaði, í menntakerfinu eða innan stjórnmálanna. Skert aðgengi að getnaðarvörnum hefur því í för með sér félagslegt órétt- læti, þar sem efnahagur fer að stýra því um of hversu mikinn þátt konur geta tekið í samfélaginu. Nóg er óréttlætið fyrir, þar sem ábyrgðinni á getnaðarvörnum er oftast að fullu velt yfir á konur. Óttinn við svínaflensuna varð til þess að bólu- efni fyrir 380 milljónir króna var pantað. Bólu- efni sem alls óvíst er að virki. Smokkurinn er hins vegar eina vörnin gegn klamydíu, sárasótt, lekanda og fleiri stórhættulegum sjúkdómum. Hvers vegna stökkva heilbrigðisyfirvöld ekki upp til handa og fóta til að sporna við þeim, líkt og þau gera vegna svínaflensunnar? Stjórnvöld verða að bregðast við þessu ekki seinna en strax. Höfundur situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Ekki okra á örygginu ANDRÉS INGI JÓNSSON Sími: 4 600 700 Glerárgötu 28 600 Akureyri www.asprent.is Velkominn Fari svo að Ögmundur Jónasson segi sig úr þingflokki VG – sem svosem ekkert bendir til – er ljóst að hann á í mörg hús að venda. Sjálfstæðis- menn, framsóknarmenn, hreyfing- armenn og Þráinn fóru lofsamlegum orðum um Ögmund í gær, svo lofsamlegum raunar að varla eru þess fordæmi að stjórnmálamenn tali jafn fallega um fólk í öðrum flokki. Eins og oft vill verða í pólitík- inni lofaði þetta fólk Ögmund ekki jafn innilega á meðan hann sat í ríkisstjórn. Hætti en sat Í upprifjunum á afsögnum ráðherra minnast menn vitaskuld afsagnar Björgvins G. Sigurðssonar í byrjun árs. Sú afsögn er einstök enda fór Björgvin hvergi. Skömmu eftir að hann lýsti yfir afsögn sinni missti ríkisstjórn Geirs H. Haarde völdin en sat fram að stjórn- arskiptum að beiðni forsetans. Átti það við um Björgvin sem aðra ráðherra. Þekkir til Þótt Jóhanna Sigurðardóttir segi að afsögn Ögmundar hafi komið sér á óvart ætti hún að þekkja stöðu hans prýðilega. Hann undi sér illa í ríkisstjórninni vegna þess að þar var gerð krafa um ófrávíkjanleg- an stuðning hans við tiltekið mál. Sjálf sagði Jóhanna sig úr ríkisstjórn árið 1994 þegar hún hafði fengið nóg af ofríki Jóns Baldvins Hannibalssonar. Hún sagði sig líka úr flokknum sínum og stofnaði nýjan. Varla endurtekur sú saga sig í tilviki Ögmundar. bjorn@frettabladid.is Áfram veginnÍ DAG | ÞORVALDUR GYLFASON F átt bendir til annars en að ríkisstjórnin lifi af brott- hvarf Ögmundar Jónassonar úr heilbrigðisráðuneyt- inu. Hvort stjórnarsamstarfið er á vetur setjandi er allt annað mál. Það er fyrir löngu orðin klisja í íslenskri stjórnmála- umræðu að VG sé óstjórntækur flokkur. Þegar VG-liðar settust í ríkisstjórn síðastliðinn febrúar gafst þeim í fyrsta skipti tæki- færi til að þvo þann stimpil af sér. Sjö mánuðum síðar vitum við ekki enn hver niðurstaðan verður. En svardagarnir nálgast óðfluga. Það fer ekki á milli mála eftir atburði gærdagsins. Í raun velta örlög stjórnarinnar á því hvernig stjórnmálaflokk- ur Vinstrihreyfingin - grænt framboð ætlar sér að vera. Og það liggur á fyrir samfélagið að flokkurinn fari að ákveða það. Möguleikarnir eru um það bil tveir. Annars vegar getur VG verið burðarafl í þjóðlífinu, reiðubúið til að koma að stjórn og mótun samfélagsins, hins vegar hávær andófsflokkur dæmdur til eilífrar stjórnarandstöðu. Eftir tilraunastarfsemi, sem gekk út á að vera í báðum rullum undanfarna mánuði, sá heilbrigðisráðherra sína sæng uppreidda í gær og sagði af sér. Það var skynsamleg ákvörðun. Stóra spurningin er hversu margir í VG munu fylgja Ögmundi. Ef þeir verða margir eru miklar líkur á að VG verði andspyrnu- flokkur sem kunni aðeins að gagnrýna og vera á móti, eins og svo margir hafa haldið lengi fram. Nú er það svo sannarlega verðugt hlutverk á stjórnmálasvið- inu að sýna öflugt aðhald og veita kröftuga stjórnarandstöðu. VG stóð þá vakt af elju og samviskusemi áður en flokkurinn fór í ríkisstjórn. Það hlýtur þó að vera metnaðarmál fyrir allar stjórnmálahreyfingar að komast í þá aðstöðu að láta verkin tala. En til þess að svo verði þarf nánast undantekningalaust að gera málamiðlanir af einhverju tagi. Ögmundur var ekki tilbúinn til þess og valdi frekar að kveðja. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í sumar hafa ríkt tölu- verðir kærleikar milli Ögmundar, og fleiri VG-liða, og forystu- manna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hið undarlega við þá gagnkvæmu aðdáun er að hún byggir fyrst og síðast á sameiginlegri andstöðu við tvö tiltekin mál. Það fyrra er andúðin á Evrópusambandinu, hið síðara mótspyrnan við Icesave-samn- inginn. Í svo til öllum öðrum málefnum er djúp gjá milli sjónar- miða Ögmundar og félaga og núverandi stjórnarandstöðuflokka. Þeir eru sem sagt mjög sammála um hvað á ekki að gera, en eru á öndverðum meiði um hvað á að gera. Þegar allt snýst um að reisa við það sem er hrunið, er alveg á hreinu að það er ekkert byggingarefni að finna í slíku samkrulli. Hvað svo? VG á tímamótum JÓN KALDAL SKRIFAR Annars vegar getur VG verið burðarafl í þjóðlífinu, reiðubúið til að koma að stjórn og mótun samfélagsins, hins vegar hávær andófsflokkur dæmdur til eilífrar stjórnarandstöðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.