Fréttablaðið - 01.10.2009, Síða 34

Fréttablaðið - 01.10.2009, Síða 34
34 1. október 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Katrín Sigurðardóttir skrifar um heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er ein af grunn-stoðum þjóðfélagsins. Það er auðlind sköpuð af mönnum í þeim tilgangi að auka velferð þegnanna. Auðlindin er þekking starfsmanna, búnaður, tæki og húsakostur, fjár- mögnuð með tekjum og sköttum landsmanna. Starfsemin snýst um að fyrirbyggja heilsuleysi eða breyta því í heilsu. Afurðin og hagnaður- inn er góð heilsa landsmanna sem er undirstaða alls atvinnulífs sem ætti erfitt uppdráttar án starfhæfra einstaklinga. Í samfélögum er hluti af skyldu ríkisins að skapa skilyrði fyrir því að þegnarnir megi vaxa og dafna. Með íslenskum lögum skuldbind- ur ríkið sig til að veita öllum lands- mönnum bestu mögulegu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á, á hverjum tíma. Til þess að standa við þá skuld- bindingu þarf að fjárfesta í lágmarks þáttum. Markmið með rekstri heilbrigð- iskerfa er ekki peningalegur hagn- aður eða arður til eigenda held- ur bætt heilsa. Þrátt fyrir það á að haga rekstri á sem hagkvæmastan hátt og nýta fjárfestingar eins vel og kostur er. Í sumum löndum hefur heilbrigð- isþjónusta verið látin lúta lögmáli hins frjálsa markaðar í þeirri trú að þannig náist hagkvæmastur rekst- ur. Alla tíð hefur verið umdeilt hvort heilbrigðisþjónusta eigi heima á slík- um markaði. Nægir að líta til Banda- ríkjanna, sem einna staðfastast þjóða hefur byggt á lögmáli markað- arins. Þar eru nú tæplega 50 milljón- ir landsmanna án öryggis um nauð- synlega heilbrigðisþjónustu. Það eitt og sér sýnir að slíkt kerfi geng- ur ekki upp ef markmiðið er að veita öllum landsmönnum bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu. Markaðsvæðing byggir meðal annars á því að ríkið hafi engin afskipti. Aflið sem knýr markaðinn er framboð og eftirspurn. Fjárfest er í auðlindum og síðan á rekstur að gefa af sér peningalegan hagnað og helst að skila peningalegum arði til eigenda sinna. Hvort starfsemi lifir eða deyr veltur á að í boði sé vara eða þjónusta sem nógu margir velja að kaupa. Sé þjónusta heilbrigðiskerfa látin lúta lögmálum markaðar- ins koma strax upp annmarkar. Ekki er um að ræða þjónustu sem viðskiptavinurinn hefur þekkingu til að velja hvort hann þarf eða vill og ekki heldur hvort um góða þjón- ustu hafi verið að ræða. Það að engin ríkisafskipti eigi að vera veldur því að leitun er að heilbrigðis- kerfi sem þetta á við um. Mér er til efs að slíkt kerfi fyrirfinnist, allavega ekki í þeim löndum sem veita þjónustu eins og Vesturlönd og eru Bandaríkin þar með talin. Meðferð- ir við ýmsum sjúkdómum eru það dýrar að hvorki veitendur né þigg- jendur geta staðið undir kostnaði án tilkomu sameiginlegra sjóða samfélagsins. Á Íslandi ríkir alvarlegt efna- hagsástand. Ekki er til fjármagn til að halda úti þjónustu eins og áður. Sjúkrahúsin eiga að skera niður og er nú svo komið að dregið er úr starfsemi þar sem ekki er til fjár- magn til rekstursins. Margir hafa áhyggjur af langtíma áhrifum þess og telja að það muni hafa neikvæð áhrif á heilsu landsmanna sem eins og áður segir er undirstaða atvinnu- lífsins. Það eru því góð ráð dýr en ljóst er að eitthvað þarf að gera. Á Íslandi er sláandi hversu við- horf manna eru oft neikvæð í garð ríkisins. Í umræðunni er eins og um meinsemd sé að ræða, í stað þess að sjá ríkið sem sameign þegnanna. Sameign sem hefur það hlutverk að tryggja grundvallarþætti svo samfélagið nái þeim markmiðum sem sett hafa verið með hugmynda- fræðinni sem við aðhyllumst. Fjár- festingar ríkisins eru taldar kostn- aður sem þarf að skera niður í stað þess að teljast verðmæti, sem ber að verja, svo sem mestur hagur fáist af. Svo virðist vera að eingöngu almenni markaðurinn megi nýta fjárfestingar sínar á þann hátt. Horft er framhjá því að mark- aðslögmálið er ekki náttúrulög- mál sem á við í öllum aðstæðum. Hvernig komið er á Íslandi má að hluta rekja til þess að gengið var fram úr hófi við markaðsvæðing- una og líða nú allir í samfélaginu fyrir. Allir, hvort sem þeir trúa að allt eigi að lúta markaðslögmálinu eða ekki, hljóta að vera sammála um að ástandið er óeðlilegt. Mikilvægi þess að tryggja velferð almennings hlýtur því að vera æðra trúnni á lögmál markaðarins. Með niðurskurði sem við stönd- um frammi fyrir í heilbrigðiskerf- inu nú verða miklar fjárfestingar mun verr nýttar og tapast að hluta. Þekking sem bygg- ist á menntun og reynslu starfsmanna, búnaður, tæki og húsakostur verður van- nýttur. Á sama tíma eru á lofti hugmyndir einkaaðila um að setja á stofn einka- sjúkrahús. Hugmyndin er að fá hingað sjúklinga frá öðrum löndum. Þessir aðil- ar ætla án efa að hafa fjár- hagslegan hag af rekstrinum. Þrátt fyrir að þeir þurfi að fjárfesta í þátt- um sem ríkið hefur nú þegar fjár- fest í telja einkaaðilarnir sig hafa rekstargrundvöll. Ef þeir hafa það þá hefur ríkið það líka og það betri ef eitthvað er. Í stað þess að leggja niður starfsemi og hætta að nýta fjárfestingar á ríkið að gera það sama og ætlunin er að gera á einka- sjúkrahúsinu. Flytja á inn sjúklinga frá útlöndum. Þannig er hægt að auka tekjur og efla rekstur heil- brigðiskerfisins í landinu. Tekjurn- ar yrðu í erlendum gjaldeyri en lágt gengi krónunnar hefur komið hart niður á rekstrinum. Nú munu margir segja að ríkið eigi ekki koma að slíkum rekstri og aðrir að ríkið sé svo illa rekið að það verði enginn peningalegur hagur af. Slíka umræðu eigum við ekki að láta hafa áhrif á okkur. Mörg undanfarin ár hefur mikill árangur náðst við að gera rekstur sjúkrahúsa hagkvæm- ari og skilvirkari. Samanburður við sambærileg sjúkrahús sýnir að við stöndum okkur vel að þessu leyti. Í umræðum á Íslandi hefur saman- burðurinn oft verið við ósambæri- lega starfsemi. Að vinna áfram út frá þeirri hugmyndafræði að mark- aðslögmálið sé það eina sem gildir getur ekki gengið nú ef hagsmunir almennings eru bornir fyrir brjósti. Möguleikinn á að fá tekjur frá öðru en vösum landsmanna og þar að auki í gjaldeyri hlýtur að vera kostur sem okkur ber skylda til að skoða. Ég skora því á þá sem bera ábyrgð á rekstri heilbrigðiskerfisins að taka höndum saman við starfsfólk þess og leggja í vinnu við að greina og útfæra slík tækifæri. Ef markað- ur er fyrir íslenskt einkasjúkrahús á erlendum markaði þá er það líka fyrir okkar sjúkrahús þó að þau séu ríkisrekin. Ríkið, það erum við. Í stað þess að pakka saman og leggja niður starfsemi eigum við að snúa vörn í sókn og nýta öll tækifæri. Höfundur er geislafræðingur og með viðskiptafræðimenntun frá Háskólanum í Reykjavík. UMRÆÐAN Lárus Jón Guðmunds- son skrifar um skuldav anda Það er ljóst að æ fleiri almennir borgarar eiga í greiðsluerfiðleikum, hvort sem um ræðir íbúða- lán eða lán til neyslu. Vandinn er stór og enn hefur engin fær leið fundist sem leys- ir vandann sársaukalaust. Við, skattborgararnir, munum í öllum tilvikum borga þennan bannsetta brúsa, hvort sem það er í gegnum eiginfjármögnun bankakerfisins eða með beinni skattheimtu gegn- um velferðarkerfið. Það er engin ókeypis töfralausn til. Við verð- um að borga skuldir þjóðarinnar. Vandinn minnkar ekki við að flýja land. Eini kosturinn er að taka á þessu eins og fullorðið fólk, sem samhent þjóð í sjálfstæðu ríki. Eftir raunverulegar náttúru- hamfarir er hjálp veitt úr sameig- inlegum viðlagasjóði þjóðarinn- ar. Þessi sjóður er fjármagnaður af skattfé okkar til að bæta þann skaða sem einstaklingar urðu fyrir, skaða sem ekki með nokkru móti getur talist sjálfskapaður. Rétt eins og við, í sameiningu, greiðum kostnað þeirra sem lenda í alvarlegum slysum eða fá ill- víga sjúkdóma án þess að spyrja um lífsstíl eða ábyrgð viðkom- andi, þá verðum við nú, í samein- ingu, að bæta öllum sinn skaða án þess að spyrja hvort lánin voru nauðsynleg eða ekki. Það er til leið sem spyr ekki um ástæður vandans en gengur langt til að leysa hann og tryggir jafnframt ákveðið réttlæti. Stór og smá fyrirtæki hafa notað sér þessa leið með lögleg- um hætti og í fullkominni sátt við skattyfirvöld og samfélagið. Á skattamáli heitir þetta „ónotað og yfirfæranlegt tap“ sem fyrirtækj- um er leyfilegt að nýta sér í allt að 10 ár til frádráttar frá hagn- aði af rekstri. Nú er kominn tími til að almenningur njóti reynslu viðskiptalífsins. Framkvæmdin yrði þessi: Alþingi setur sérstök „Lög um samhjálp vegna efnahags- erfiðleika“ þess efnis að sérstakur skattur er lagður á þá sem a) eru aflögu- færir og b) þurfa ekki sértæka aðstoð vegna greiðsluvanda. Þessi skattur yrði lagður á í 10 ár og sérmerkt- ur í skattframtali ekki ósvipað og framlagið í framkvæmdasjóð aldr- aðra sem allir þurfa að greiða óháð aldri. Þeir sem þurfa aðstoð, niður- fellingu skulda eða greiðsluhjálp munu fá raunverulega hjálp sem kemur í veg fyrir að þeir missi húsnæði sitt. Þeir sem borga skattinn munu í staðinn fá sitt réttlæti, nefni- lega að færa t.d. 80 prósent af upphæðinni sem „ónotað yfir- færanlegt tap“ í skattframtali sínu, tap sem þeir geta svo nýtt til skattafrádráttar á móti skatt- stofni sínum eftir 10 ár, árlega í alls 10 ár þar á eftir. Upphæðin yrði tengd launavísitölu en vaxta- laus að öðru leyti. Kosturinn við þessa lausn er að hún þarfnast ekki gjaldeyris, hún tekur á vandanum strax (hægt að innheimta þetta nú þegar við staðgreiðslu launa) og þegar 10 ár eru liðin mun þetta „ónotaða og yfirfæranlega tap“ virka sem innspýting í hagkerfið, í formi aukinnar neyslu. Þetta er ekki frestun á vandanum og þetta er ekki töfralausn því hún kostar peninga, mikla peninga. Þetta er hinsvegar sáttmáli um sam- hjálp, nokkuð sem við Íslending- ar þekkjum vel af óblíðum kynn- um okkar við náttúruöfl landsins gegnum tíðina. Greinarhöfundur er, eins og fjölmargir samborgarar hans, enn aflögufær, þarf ekki (enn sem komið er) aðstoð þrátt fyrir íbúða- lán og naut að takmörkuðu leyti margnefnds „góðæris“. Hann er tilbúinn að borga slíkan sér- tækan skatt til að létta byrðarn- ar, líka byrðar þeirra sem hægt er að sýna fram á að fóru offari í lántökum og neyslu og með enn glaðara geði mun hann borga svona skatt ef hann fær að njóta þess réttlætis sem felst í framan- greindri lausn. Höfundur er verkefnastjóri Hugals ehf. Sáttmáli um yfirfæran- legt tap almennings UMRÆÐAN Ásgrímur Jónasson skrifar um lýsingu Sólin er sá ljósgjafi sem sjón mannsins hefur þróast við frá upphafi. Þar með hlýtur sólin að vera sá ljósgjafi sem best er til þess fall- inn að lýsa manninum við hvers kyns sjónstarf. Og þar af leiðir að sá raf- ljósgjafi sem mest líkist sólarljósinu hlýtur því að vera sá heppilegasti af þeirri gerð til að lýsa heimili okkar. Glóperan framleiðir ljós með sömu aðferð og sólin; hitar efni þar til það fer að glóa og sendir þannig frá sér ljós. Það hlýtur þar með að vera óumdeilanlegt að engin önnur aðferð gerir betur. Við getum hins vegar framleitt ódýrara ljós, en er það betra ef það hefur þann eina kost að vera ódýrara? Arnar Þór Hafþórsson forstöðumaður lýs- ingarsviðs hjá Jóhanni Ólafssyni hf. svar- ar Kristjáni Kristjánssyni lýsingarhönnuði hjá Lumex sem hafði í grein bent á ótvíræða kosti glóperunnar umfram sparperuna. Og Arnar Þór er ekki sömu skoðunar og Kristján. Mig langar til að leggja þar orð í belg vegna þess að ég hef áhyggjur af þeirri forsjárhyggju sem felst í því að banna glóperuna á þeim forsendum að mögulegt sé að framleiða ljós á ódýrari (ekki endilega hagkvæmari) hátt. Það er kannski rétt að velta fyrir sér spurningunni, hvað er sparpera? Sparpera er ljósgjafi sem framleiðir ljós með því að hleypa rafstraumi um kvikasilfurgufu. Sem sagt kvikasilfurpera. En það er ekki nóg. Til þess að flytja afl kvikasilfurperunnar upp í bylgjulengdir sem augað skynjar sem sýnilegt ljós þarf að húða glerveggi hennar með flúrdufti. Þessari peru sem heitir Compact fluor lamp á ensku, smáflúrpera á íslensku, hefur markaðurinn valið söluvænna heiti, sparpera, og dregur það heiti fram eina kost hennar fram yfir glóperu. Sparnaður er sem sagt eini kostur- inn sem smáflúrperan hefur fram yfir glóperu. Við þekkjum öll auglýsingar um útsölu sem segir keyptu og sparaðu 30%. Þess vegna spyrjum við: Hvað kostar sá sparnaður að skipta frá glóperu í smáflúr- peru? Því svarar forstöðumaður lýsingar- sviðs Jóhanns Ólafssonar sem flytur inn Osram ljósgjafa þannig: 1. Kvikasilfurmagn smáflúrpípu frá gæða- framleiðanda (*sic) er aðeins 2,5–3 mg. Hann getur ekki um það hvert magnið er í smáflúrperum frá þeim sem ekki eru gæða- framleiðendur og hann getur þess heldur ekki hve mikil framleiðsla þessara gæða- framleiðenda er í hlutfalli við hina sem ekki eru gæðaframleiðendur. 2. Forstöðumaðurinn bendir á að við framleiðslu glóperu myndist kvikasilfur- útblástur sem sé tvöfalt meiri en kvikasilfur- innihald smáflúrperu að viðbættum kvikasilfurútblæstri við framleiðslu hennar. Einnig fullyrðir hann að smáflúrpípur dugi 6- 20 sinnum lengur (er þetta munurinn á gæða- framleiðendum og hinum)? og hljóti því að vera 6-20 sinnum ódýrari í framleiðslu. Þessa fullyrðingu rökstyður hann að sjálfsögðu ekki, en ég vil leyfa mér að draga þessa full- yrðingu forstöðumannsins í efa. Glópera sam- anstendur af glerhylki, wolfram-glóþræði og málmi í leiðurum og sökkli, ásamt postulíni til einangrunar. Smáflúrpípan er gerð úr þessum sömu efnum, en auk þess flúrdufti og kvikasilfri. Þar fyrir utan þarf efni í straum- festu fyrir smáflúrperuna en í hana eru notuð plastefni og ýmsar málmtegundir, jafn- vel þungmálmar. Þá er rétt að það komi fram að gjarnan er miðað við kínverskt kola- eða koxorkuver þegar dregnar eru fram neikvæð- ar hliðar á notkun raforku við framleiðslu glóperunnar. 3. Förgun kvikasilfursins er í litlu frá- brugðin annarri förgun, s.s. á rafhlöðum og hitamælum og öðrum óhollum heimilisvör- um, hverjar sem þær eru nú að mati forstöðu- mannsins. Sannleikurinn er nú samt sá að flúrperur eru í flestum tilfellum einfaldlega bara brotnar og urðaðar. 4. Rétt er að hafa í huga, segir Arnar Þór um almenna mengun og umhverfisvernd, að ein smáflúrpípa endist á við tíu glóperur (áður 6-20). Það er þó rétt að bæta því við að ljósafl smáflúrperunnar sem skráð er utan á pakkanum er það ljósafl sem peran býr yfir í upphafi notkunar. Síðan minnkar aflið allan endingartíma perunnar. Ljósgæði smáflúrpípunnar eru umtalsvert minni en glóperunnar sem þó er hægt að bæta að ein- hverju marki en þá á kostnað nýtninnar. Tap í straumfestu, sem er nauðsynlegur fylgihluti smáflúrpípunnar, er ekki tekin með í upp- lýsingum um orkunotkun hennar. Það kæmi mér þess vegna ekki á óvart að sparnaður- inn væri óverulegur þegar allt er tekið til, og jafnvel enginn á smáflúrpípum frá framleið- endum sem ekki flokkast undir skilgreiningu forstöðumanns lýsingarsviðs hjá Jóhanni Ólafssyni sem gæðaframleiðendur. 5. Að lokum segir forstöðumaðurinn. „Þó að Ísland búi við vistvænan orkuiðnað erum við ekki einir í heiminum. Okkar framlag skiptir máli. Svo sparar þetta bara mikinn pening!“ Þá spyr ég. Er þá ekki réttara að byrja okkar framlag á virkilegri orkusóun og farga Landkrúserunum og flytja okkur niður á Yaris, já eða kannski bara strætó? Góð lýsing snýst ekki um fjármuni. Góð lýsing snýst um bætta lífshætti og fágun. Góð lýsing er ein af þeim aðstæðum sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að skapa blæ fyrir fagurt umhverfi og vellíðan. Eiginleika til að ná því markmiði hefur glóperan að geyma en kvikasilfur smáflúrpípan miklu síður. Þessir eiginleikar felast í samfelldu litrófi sem er frumskilyrði góðrar litarendurgjafar, mildum ljóslit (2700K) sem hentar vel á heim- ilum og auðveldri ljósstýringu. Þessir eigin- leikar prýða því miður ekki smáflúrpípuna. Framtíðinni fylgir þróun. En sú þróun verður að vera til góðs og henni þarf að fylgja skilningur á þeim verðmætum sem fortíðin hefur fært okkur. Enginn ljósgjafi er alfullkominn. Þegar og ef smáflúrpípan hefur sannað ótvíræða kosti sína fram yfir glóperuna þarf ekkert bann. Markaðslög- málið sér einfaldlega um það hvaða ljósgjafi lifir og hvaða ljósgjafi deyr. Því miður eru stjórnmálamenn og embættismenn hér á villigötum eins og svo víða annarsstaðar. En verst er þó þegar fagmenn éta hugsunarlaust eftir þeim óvitaskapinn. Lýsingarhönnuðir og ljóstæknimenn hér á landi eins og um allan heim fylgjast grannt með þessari þróun. Dæmi um það er að Verk- fræðistofan Verkís stendur fyrir opnu mál- þingi sem nefnist Ljósgæði – Lífsgæði í Laug- ardalshöll, sal 3 þriðjudaginn 13. október kl. 13.00. Þar verða fyrirlesarar fjórir af þekkt- ustu ljóstæknimönnum heims; dr. Brainard sem er taugalæknir og ráðgjafi hjá NASA, Metre Madsen dagsbirtuarkitekt, Kevin Show lýsingarhönnuður og Martin Lupton, formaður samtaka lýsingarhönnuða PLADA. Höfundur er lýsingarráðgjafi hjá Epal hf. Lýsing á heimilum – gló- eða flúrlýsing? LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON Heilbrigðiskerfið – úr vörn í sókn KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR ÁSGRÍMUR JÓNASSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.