Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 01.10.2009, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 1. október 2009 3 Tískan er alltaf á skjön við okkar daglega líf og þess vegna kynna tísku-hönnuðir tísku sumars- ins 2010 þegar við erum að taka fram vetrarúlpur og peysur. Nú rétt fyrir opnun tískuvikunnar í París spyrja menn sig þeirrar spurningar hvort kreppan (til að mynda í tískunni) sé liðin hjá. Það hefur vissulega verið minna um stórfenglegar sýningar síð- ustu misseri og bæði hönnuðir og innkaupastjórar hafa haldið sig við þá vöru sem líklegust er til þess að seljast frekar en að bjóða upp á framúrstefnulega tísku. Eftir tískuvikuna í París verða tískufræðingar búnir að horfa á 386 sýningar, hvorki meira né minna. Ef marka má nýafstaðnar tískuvikur bæði í Mílanó, New York og Lundúnum má kannski láta sig dreyma um endalok kreppunnar. Andrúmsloftið var líflegra og hönnunin skemmti- legri, bæði hvað varðar stíl og liti. Hressandi þegar litið er á þá drungalegu tísku sem seld er í búðum um þessar mundir. Næsta sumar verður undir yfirskrift lita og gleði og meiri dirfska í hönnun. Tvennt er merki um uppgang í tískunni. Í Lundúnum var tals- vert meira af innkaupastjórum á tískuviku en undanfarið og þrátt fyrir samdrátt í Evrópu og Bandaríkjunum er sífellt stærri hluti af markaðnum í Indlandi, Kína og nokkrum löndum í austri þar sem kreppan hefur haft minni áhrif og efnameiri eru sífellt fleiri. Af þessu njóta tískuhúsin góðs. Annað sem einnig er talið vera tákn um hækkandi loftvog í tískunni, þessum annars yfir- borðslega heimi, er hversu mörg kampavínsteiti eru í boði, hversu margir eru boðnir og auðvitað umfram allt hversu margar stjörnur láta sjá sig. Í New York á dögunum var það opnun á nýjum veitingastað, Boom Boom Room, sem dró að fimm hundruð manns, meðal annarra stjörnur eins og Madonnu og Jude Law. Þetta er heitasta heimilisfangið í dag. Í London var það sýning Burberry Prorsum sem dró að flesta úr þotuliðinu eins og Victoriu Beckham, Gwyneth Paltrow, Liv Tyler og fleiri en tískuvikan í Lundúnum á tut- tugu og fimm ára afmæli um þessar mundir. Á sýningunum hvort sem var í New York, Mílanó eða London einkennd- ist andinn af bjartsýni og því að vilja gleðja augað. Þarna sáust skemmtileg kvenleg snið með þröngu mitti, breiðum herðum og stuttum síddum og hálsmálið er svo flegið að nánast sést niður í nafla. Litirnir verða skærir, til dæmis bleikir, turkis- bláir en einnig vatnsgrænir og laxableikir með nokkrum tónum af ljósum sandlit. Það verður því spennandi að fylgjast með tískusýningunum hér í París sem hefst í dag og sjá hvort endalok kreppunnar staðfestast hér líka. bergb75@free.fr Kreppan á enda í tískuheiminum Hátískuhönnuðurinn franski, Sonia Rykiel, hannar undirföt og prjónafatnað fyrir fatamerkið H&M. Rykiel verður nokkurs konar gestahönnuður verslunarkeðj- unnar H&M í tvö misseri. Fyrir þennan vetur mun hún hanna sér- staka línu af undirfötum og fyrir vorið prjónalínu með fylgihlutum í stíl, fyrir konur og stúlkur frá 18 mánaða til 8 ára. Undirfatalínan kemur í verslan- ir í byrjun desember í 1.500 H&M- verslunum. Þá verða undirfötin einnig til sölu í verslunum Soniu Rykiel um allan heim. Prjónalín- an kemur síðan í verslanir í lok febrúar. Rykiel er heimsþekkt í heimi hátískunnar og hefur sett mark sitt á tískuheiminn frá árinu 1968. Hún hefur oft kallað hönnun sína „démodé“ eða ótísku. Hún er þekktust fyrir peysur sínar, áber- andi rendur á svörtum grunni, hnyttin slagorð, sauma að utan- verðu og að sjálfsögðu alpahúf- ur eins og sönnum Parísarbúa sæmir. Hún hefur unnið fjölda við- urkenninga og hefur samið níu bækur og allt frá árinu 1975 hafa undir fyrirtæki hennar verið hannaðar línurnar Sonia by Sonia Rykiel, Rykiel Woman og Rykiel Enfant, svo og skór og fylgihlutir. Sonia fylgir nú í fótspor ann- arra frægra hönnuða sem starf- að hafa fyrir H&M undanfarin ár. Þar má nefna Stellu McCartney, Karl Lagerfeld, Rei Kawakubo frá Comme des Garçons og Matthew Williamson. Nýjasta viðbótin er svo sérhönnuð lína skóa, veskja og fatnaðar frá Cimmy Choo sem kemur í verslanir í nóvember. - sg Sonia Rykiel hannar fyrir H&M Franski fatahönnuðurinn Sonia Rykiel mun hanna föt fyrir H&M. ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París ANDAM-tískuverðlaunin voru veitt í tuttugasta sinn í vikunni. Þá var tilkynnt að breski fatahönnuðurinn Giles Deacon hlyti verðlaunin. Athöfnin fór fram með pomp og pragt í gylltum sölum menningarráðu- neytis Frakka sem er til húsa á fyrrverandi heimili Jérôme Bonaparte, yngsta bróður Napóleons. ANDAM (Association Nationale pour le Développement des Art de la Mode) eru verðlaun styrkt af frönskum yfirvöldum og eru ein elstu verðlaun í heimi sem styðja við unga og upprennandi hönnuði. Þau voru fyrst veitt árið 1989 að undirlagi Nathalie Dufour og Pierre Bergé sem var einn af stofnendum Yves Saint Laurent. Deacon, sem útskrif- aðist árið 1992 frá Central Saint Martins, kom fram með eigin tískulínu árið 2003. Hann var útnefndur tísku- hönnuður ársins í Bretlandi árið 2006. Deacon mun sýna í fyrsta sinn í París hinn 8. október næst- komandi. ANDAM-tískuverð- launin veitt í 20. sinn GILES DEACON HLÝTUR ANDAM- TÍSKUVERÐLAUNIN VIÐ UPPHAF TÍSKUVIKUNNAR Í PARÍS Giles Deacon hlaut ANDAM- tískuverðlaunin í ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.