Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 43

Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 43
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2009 3dagur græðara ● fréttablaðið ● Guðbjörg Gunnarsdóttir Landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu Ég stundaði Trimform Berglindar í meiðslunum mínum. Það var algjör snilld að geta viðhaldið vöðvastyrk þegar ég var hoppandi um á hækjum og gat ekki hreyft mig. Trimformið er einnig frábær viðbót þegar maður er að æfa og virkar sérstaklega vel þegar maður vill leggja áherslu á einhvern ákveðinn líkamshluta. Ég mæli með Trimformi Berglindar fyrir alla! Meðal árangursríkra meðferða: - Grenning og styrking - Meðferð við appelsínuhúð - Húðstrekking - Þjálfun grindarbotnsvöðva - Meðferð við vöðvabólgu Hjá okkur nærðu árangri, því við höfum metnaðinn og reynsluna! Trimform Berglindar | Faxafeni 14 | S: 553 3818 | www.trimform.is Opið: Mánudaga til fi mmtudaga kl. 8:00 - 18:00, föstudaga kl. 8:00 - 16:00 FRÍR PRUFUTÍMI Heilsuhöndin | sérhæfi ng í heilsumeðferð Hómópatísk bráðaþjónusta og heildræn meðferð á netinu. Kynntu þér málið á www.heilsuhondin.is Heilsusetur Þórgunnu 552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu SVÆÐANUDDNÁM Kynningarnámskeið fyrir byrjendur UNGBARNANUDD Fyrir foreldra barna, 1-10 mánaða Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is. Chakra nudd- og heilunarstofa Dalvegi 2, Sími 564-5803 Heilsan í lag með ... ...ilmkjarnaolíunuddi-heilun hefðbundnu slökunarnuddi – íþróttanuddi Guðrún Ösp S:820-0800 Ingibjörg S:865-9134 María S:896-3374 www.heilsukjarninn.is Nudd - Hómópatía - Heilun INDJÁNA- GUFA fyrir hópa Sundlaug Akureyrar Bandalag íslenskra græðara (www. big.is) er regnhlífarsamtök fagfélaga heildrænna meðferðaraðila á Ís- landi. Lilja Oddsdóttir segir frá degi græðara 3. október. „Ákveðið var að stofna til sér- staks dags græðara hér á landi til kynningar á starfi græðara. Þann 3. október verður því Dagur græð- ara haldinn í fyrsta skipti,“ segir Lilja Oddsdóttir, lithimnufræðing- ur og formaður Bandalags íslenskra græðara. „Við verðum með ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem haldn- ir verða fjölmargir fyrirlestr- ar fyrir almenning og í sömu viku munu græðarar standa fyrir ýmsum uppákomum víðs vegar um landið.“ Lilja segir dagskrána fjölbreytta enda eru fulltrúar frá níu félög- um innan Bandalagsins sem halda tölu. „Ég vil sérstaklega benda á fyrirlestur Susanne Nordling, for- manns Norðurlandaráðs græð- ara, en hún ætlar að ræða kosti þess og galla fyrir græðara og neytendur að Íslendingar gangi í Evrópusambandið.“ En hvað merkir það að vera græðari og hvaða mein eru þeir að græða? „Orðið græðari er hugtak sem valið var að nota yfir alla þá sem stunda náttúrulækningar og heildrænar meðferðir og eru aðilar að Bandalagi íslenskra græðara.“ Lilja segir að græðari skoði heild- ina. „Græðari hvorki skilgreinir né metur sjúkdóma heldur leitast við að leiðrétta ójafnvægi og vinna að bættum lífsstíl. Það má kannski segja að sameiginlegt markmið græðara sé að græða sárin.“ Árið 2005 voru sett lög um græðara og reglugerð um skrán- ingarkerfi þeirra. Lilja segir hvort tveggja þjóna margþættum til- gangi og hafa mikla þýðingu fyrir stöðu græðara. „Í fyrsta lagi skapa lögin og reglugerðin sameiginlegan grunn fyrir þá sem stunda heild- rænar meðferðir, meðal annars að ákveðnar lágmarkskröfur ríki varðandi menntun og hæfni græð- ara. Í öðru lagi tryggja þau neyt- andanum ákveðið öryggi, meðal annars með ákvæðum um að skráð- ir græðarar hafi starfsábyrgðar- tryggingu og að skráningarkerfi græðara sé aðgengilegt öllum. Í þriðja lagi voru græðurum með þeim fengin ákveðin lagaleg rétt- indi, svo ef til vill má líta svo á að búin hafi verið til fagstétt sem starfar við heildrænar meðferðir og lýtur lögunum.“ - uhj Hátíð græðara og almennings Lilja Oddsdóttir formaður Bandalags íslenskra græðara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Börn eru yfirleitt mjög fljót að bregðast við hómópatískri meðferð. Enda eru börn venju- lega full af orku og aðlögunar- hæfni. LÍKT BÆTIR LÍKT Hómópatía byggir á þeirri hug- myndafræði að meðhöndla skuli líkt með líku. Efni eða remedía sem getur valdið ákveðnum ein- kennum hjá heilbrigðri manneskju getur í örsmáum skömmtum hjálp- að líkamanum að vinna úr þessum sömu einkennum þegar þau hrjá okkur. Þannig er remedía búin til úr kaffi notuð við svefnleysi og laukur er notaður við ofnæmisvið- brögðum sem lýsa sér í miklu tár- arennsli og nefrennsli. Notuð eru ýmis efni úr náttúrunni og þynnt út í örsmáa skammta eftir ákveðn- um aðferðum og það kallast rem- edía eða smáskammtur. Vel valin remedía getur ýtt undir heilun- arkraft líkamans svo hann finni sjálfur leið til bata. STOFNGERÐIR Í hómópatíu er talað um stofngerð eða „constitution“, en hugtakið stofngerð stendur fyrir líkams- gerð, skaplag og eðli okkar sem lýsir því hvernig við erum byggð, hvar veikleiki okkar og styrkur liggja og hvernig við erum lík- leg til að bregðast við undir álagi. Þessar stofngerðir speglast svo hver um sig í ákveðinni remedíu – sem er þá líkleg til að vera gagnleg ef við förum úr jafnvægi. Meginstofngerðirnar eru nokkr- ar. Við tölum um að einhver sé Sulphur eða Lycopodium þó að auð- vitað séu lýsingarnar sem fylgja remedíunni ekki lýsing á ákveð- inni manneskju heldur eins konar leiðarljós sem hjálpar okkur að greina eina stofngerð eða remedíu frá annarri. Þannig eru til dæmis Sulphur- börn mjög heitfeng og geta átt það til að fá exem og útbrot. Þau geta verið bæði sjálfstæð og uppátækja- söm. Calc-carb börn eru yfirleitt hlédrægari, bústin og pattara- leg og lenda stundum í erfiðleik- um með tanntöku. Bæði Calc- carb og Sulphur-börn geta fengið eyrnabólgu og þar er hómópat- ía til dæmis mjög sterkur kost- ur. Öll mein hafa bæði sína and- legu og líkamlegu hlið og hómó- patía getur gagnast vel á báðum þessum sviðum. Þeim sem vilja kynna sér meira um hómópatíu er bent á heimasíðu hómópata á www.homopatar.is og einnig er upplýsingar að finna á www.andartak.is. Guðrún Arnalds, hómópati og jógakennari. gudrun@andartak.is Hómópatía og börn Börn eru yfirleitt full af orku og því oft fljót að sýna svörun við hómópatískri með- ferð, að sögn Guðrúnar Arnalds, hómópata og jógakennara. NORDICPHOTOS/GETTY Mýkjandi og græðandi áhrif Íslensk fjallagrös eru talin hafa mýkjandi og græðandi áhrif á slímhúð í öndunarfærum og meltingarvegi og styrkja ónæmiskerfið. Þau eru sýkla- drepandi og reynast vel við kvefi og flensu. Fjallagrasate 2 tsk. fjallagrös 2-3 dl vatn Hunang eða sítróna Hellið sjóðandi vatni yfir grösin, látið standa undir loki í 10 mínútur. Bragð- bætið með hunangi eða sítrónu. Kvöldte með fjallagrösum Mulin fjallagrös Þurrmulin elfting Þurrmöluð birkilauf og sprotar Kerfilfræ eða þurrmulinn kerfill Þurrkað blóðberg Blandið jurtunum saman að jöfnum hluta. Hellið sjóðandi vatni yfir og látið standa í nokkrar mínútur. Fjallagrasasúpa 1 pakki fjallagrös ½ lítri vatn ½ lítri mjólk Salt Hunang Setjið fjallagrösin í vatnið og látið suð- una koma upp. Bætið mjólkinni í. Takið af hellunni þegar sýður og látið standa í nokkr- ar mínútur. Saltið og bragðbætið með hunangi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.