Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 68

Fréttablaðið - 01.10.2009, Side 68
44 1. október 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Nordisk Panorama – nor- rænu heimildar- og stutt- myndahátíðinni lauk í gær. Sýndar voru í Regnbog- anum verðlaunamyndir sem dómnefndir kváðu upp úr um að væru bestar af þeim 72 myndum sem valdar voru á hátíðina úr enn stærri pakka norrænna kvikmyndaverka. Ágæt aðsókn var á þann fjölda mynda sem sýndur var í Regn- boganum þótt kvikmyndaáhuga- menn hafi vikuna á undan haft úr enn fleiri titlum að moða á sýn- ingum Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðarinnar í Reykjavík. Báðar hátíðirnar njóta opinberra styrkja eftir ýmsum leiðum og hefur gætt óánægju með að styrktaraðil- ar skuli ekki hafa beitt afli sínu til að koma í veg fyrir að þær lentu nánast á sama tíma. Nord- isk Panorama er rekin af samtök- um kvikmyndagerðarmanna með tilstyrk Kvikmyndamiðstöðv- ar og Media-áætlunar Evrópu- sambandsins að stórum hluta en margir aðrir aðilar leggja hönd á plóginn, þar á meðal Reykjavík- urborg og menntamálaráðuneyti. Bæði borg og ríki styrkja Alþjóð- legu kvikmyndahátíðina sem er einkafyrirtæki. Nordisk Panorama ferðast milli fimm borga á Norðurlöndum og hefur aðsókn erlendra gesta jafna verið góð. Ríkti almenn ánægja með framkvæmd og dagskrá hátíð- arinnar á lokahófi hennar sem fór fram á þriðjudagskvöld en stjórn- endur hennar hér voru þær Guð- rún Þórhannesdóttir og Þóra Gunn- arsdóttir. Verðlaun voru veitt fyrir bestu verkin af dómnefndum sem skipaðar voru alþjóðlegum hóp kunnáttumanna í kvikmyndagerð. Hátíðin á í harðri samkepppni ár hvert við nálægar hátíðir um frumsýnd verk og hefur ekki tek- ist að skipa henni í fremstu röð hátíða á þessum árstíma þar sem fyrir eru á fleti hátíðir í Toronto, Kaupmannahöfn og Amsterdam. Á verðlaunapalli á þriðjudag voru sænskar og danskar myndir fyrirferðarmestar: einn íslensk- ur höfundur vann til verðlauna; Rúnar Rúnarsson fékk stuttmynda- verðlaunin fyrir mynd sína Önnu, en hann var skráður til keppninnar fyrir hönd Danmerkur. Tvær aðrar myndir voru nefndar sérstaklega í þeirri syrpu; Sara Eliasson frá Noregi fékk viðurkenningu fyrir mynd sína Alle fugler og Patr- ik Eklund frá Svíþjóð fyrir mynd sína Slitage. Alls voru 40 myndir í þeirri keppni, þeirra á meðal Sug- arcube eftir Söru Gunnarsdóttur, Álagablettir eftir Unu Lorenzen og Epic Fail eftir Ragnar Agnarsson. Canal+ sjónvarpsstöðin veitir verðlaun og kaupir til sýninga eina mynd úr dagskránni og var það að þessu sinni sænski leikstjórinn Åsa Johannisson sem fékk verðlaunin fyrir mynd sína Fisk. Besta norræna heimildar- myndin var valin Rauða kapell- an eftir Mads Bugger frá Dan- mörku. Nefndar voru að auki í niðurstöðu dómnefndar myndirnar Side by Side eftir Danann Christi- an S. Jepsen og mynd Iris Olsson frá Finnlandi, Between Dreams. Aðeins ein íslensk mynd kom til álita, Draumalandið. Í þriðja sinn voru veitt verðlaun ungum kvik- myndagerðarmönnum. Þar unnu til verðlauna þeir William Johans- son og Lars Edman frá Svíþjóð fyrir mynd sína Blybarnen sem lýsir hroðalegum afleiðingum málmúrgangs sem fluttur var frá Svíþjóð til Chile á áttunda áratug síðustu aldar. Þeir lýstu því yfir við móttöku verðlaunanna að þá um morguninn hefði þeim bor- ist símtal frá sendiráði Sviþjóðar í Chile um að nú væri afráðið að flytja sjö þúsund manna byggð frá þeim svæðum sem málmúrgang- urinn var geymdur á til nýrra heimkynna. Að lokum voru veitt verðlaun fyrir bestu mynd gerða eftir svo- kallaðri „Open Source“-forskrift, verkum úr myndefni sem ekki er háð höfundarrétti, enda komið á framfæri í gegnum netið af fólki sem tekur þátt í verkefninu. Verð- launin hlaut myndin 1000 Stories. Verðlaunafé fyrir bestu stuttmynd og bestu heimildarmynd hátíðar- innar var 5.000 evrur. Fyrir bestu mynd í flokki nýrra norænna radda var verðlaunafé 3.500 evrur. Næsta hátíð Nordisk Panorama verður haldin að ári í Bergen. Rúnar vann til verðlauna KVIKMYNDIR Anna eftir Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóra var framlag Dana í flokki stuttmynda á Nordisk Panorama og vann þar verðlaun sem besta stuttmyndin. Aðalfundur Nýlistasafnsins í Reykjavík var haldinn í fyrri viku þar sem kosin var ný stjórn og nýr formaður settur. Fráfarandi formað- ur Nýlistasafnsins er Nína Magnúsdóttir og fráfarandi framkvæmda- stjóri Andrea Maack. Kosinn formaður Nýlistasafnsins er Birta Guðjónsdóttir og fram- kvæmdastjóri er Tinna Guðmundsdóttir. Að auki voru kosin Páll Haukur Björnsson, Gunnhildur Hauksdóttir og Gunnar Már Pétursson í aðalstjórn. Þau Huginn Þór Arason, Unnar Örn Auðarson og Karlotta Blöndal sitja áfram en í varastjórn. Birta Guðjónsdóttir er myndlistarmaður og sýn- ingarstjóri, fædd árið 1977. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með MA-gráðu frá Piet Zwart Institute í Rotterdam árið 2004. Hún hefur komið víða við í íslensku listalífi, starf- aði við sýningu Gabríelu Friðriksdóttur í íslenska skálanum á Feneyjatví- æringnum 2005, starfaði sem sýningarstjóri í SAFNI; einkasafni Péturs Arasonar í Reykjavík og sem listrænn stjórnandi sýningarýmisins 101 Projects í Reykjavík. Birta hefur einnig stýrt sýningum í Reykjavík, New York, Melbourne og Kaupmannahöfn. Hún er hluti af WAG; hópi sýningarstjóra á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndum og er félagi í IKT; alþjóðlegum samtökum sýningarstjóra. - pbb Birta sest í Nýló Hádegistónleikar í Hafnarborg, menningarsetri Hafnarfjarðar, hafa frá í ágúst 2003 verið fastur liður í tónlistarlífi á suðvesturhorn- inu. Fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar, frá september til maí, eru söngtónleikar í sölum Hafnarborg- ar, standa yfir í um hálfa klukku- stund og eru í boði Hafnarborgar. Enginn aðgangseyrir, öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá byrjun verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar og velur þá listamenn sem fram koma. Í dag kemur Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona fram og á dagskrá verða aríur. Hanna Dóra Sturludóttir stund- aði söngnám hjá Kristni Sigmunds- syni og Snæbjörgu Snæbjarnar við Söngskólann í Reykjavík áður en hún hélt til framhaldsnáms við Listaháskólann í Berlín. Árið 1995 vann hún ljóðasöngkeppni „Paula Lindberg-Salomon“ í Berlín og hljóðritaði í framhaldi af því tvo geisladiska með ljóðasöngvum frá 20. öld. Hanna Dóra hefur komið fram sem gestasöngvari víðs vegar í Þýskalandi, meðal annars í Kom- ische Oper í Berlín og undan- farin tvö ár einnig í Ríkisóper- unni í Hamborg og Berlín. Frá 1998 starfaði hún við óperu- húsið í Neustrelitz þar sem hún söng mörg helstu sópranhlutverk óperubókmenntanna. Á Íslandi hefur hún sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands við mörg tækifæri, haldið fjölda ljóða- tónleika og sungið í uppsetningum Íslensku óperunnar. Hanna Dóra syngur í Hafnarborg í dag MYNDLIST Birta Guðjónsdóttir er tekin við sem formaður Nýlistasafnsins. Hanna Dóra syngur aríur á hádegistónleikum Hafn- arborgar í dag. Antonía Hevesi leikur undir. Á skrifstofu íslenska sendiherrans í Berlín situr vafasamur viðskipta- jöfur með iðrin úti og flugbeittan veiðihníf á kafi í maganum. Sólstjakar er nýjasta bók Viktors Arnars Ingólfssonar, höfundar Flateyjargátu og Aftureldingar. Sólstjakar rökkrinu verður haldið í Eymundsson í Austurstræti í kvöld kl. 20. Tónlist og léttar veitingar fyrir gesti og gangandi – allir hjartanlega velkomnir. ath. kl. 17 hefst Listavika í Bókasafni Seltjarnar- ness. Þetta er fyrsta Listavika bókasafns- ins og verður gestum og gangandi boðið upp á margs konar listviðburði frá 1. til 10. október. Ásgerður Halldórsdóttir bæjar- stjóri setur Listavikuna. Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir leika saman á selló og flygil. Kynnið ykkur dagskrá á viðburða- dagatali bæjarins http://www.seltjarnar- nes.is/

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.