Fréttablaðið - 01.10.2009, Page 80

Fréttablaðið - 01.10.2009, Page 80
56 1. október 2009 FIMMTUDAGUR Gamanleikarinn vinsæli, Vince Vaughn, trúlofaðist unnustu sinni í byrjun árs. Nú er leikarinn til- búinn að færa sambandið á næsta stig og er farinn að ræða barn- eignir við fjölmiðla. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mig virkilega langar í börn. Ég hef verið mjög heppinn með feril minn og líf mitt hefur snúist um vinnuna svo lengi og ég er orðinn þreytt- ur á því. Nú vil ég að líf mitt snúist um aðra og annað,“ sagði Vaughn. Langar að eignast börn VILL VERÐA FAÐIR Leik- arinn Vince Vaughn vill börn með til- vonandi eigin- konu sinni. Fred Durst, söngvari hljómsveit- arinnar Limp Bizkit, er skilinn við eiginkonu sína aðeins þrem mánuðum eftir að þau giftu sig. Í tilkynningu frá söngvaranum segir: „Ég get staðfest það að Esther og ég höfum ákveðið að skilja og við þökkum þeim sem hafa sýnt okkur stuðning.“ Söngvarinn skrifaði einnig á Twitter-síðu sinni: „Skál fyrir líf- inu. Það er ekki hægt að breyta því sem orðið er.“ Fred skilinn við sína frú SKILINN Söngvari Limp Bizkit er skilinn eftir aðeins þriggja mánaða hjónaband. „Þetta gekk ótrúlega vel. Það voru tæplega þrjú hundruð manns sem sóttu hana og það voru allir mjög ánægðir,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, einn af skipuleggjendum tónlistarráðstefnunnar You Are in Control sem var haldin fyrir skömmu. Einn af gestum hátíðarinnar var Alicen Catron Schneider, sem velur tónlist í þætti á NBC-sjón- varpsstöðinni á borð við Heroes, Trauma og Royal Pains. „Hún fékk fullt af diskum frá íslenskum tónlistarmönnum og var fullbókuð á hraðstefnu- mótunum,“ segir Kamilla og bætir við: „Það hefur rignt inn hamingjuóskum og þakkarbréfum undan- farna daga frá þeim sem komu að utan. Fólk hefur sagt að það ætli að vera sendiherrar fyrir You Are in Control, meðal annars í Þýskalandi. Þannig að við erum ánægð og nokkuð viss um að við séum að gera góða hluti.“ Ýmislegt var um að vera fyrir gesti ráðstefnun- nar. Sumir fóru í Bláa lónið og einhverjir í Krýsuvík, auk þess sem flestir sóttu tónleikaröðina Réttir sem var haldin á sama tíma. Meðal annars sá stór hópur íslensku trúbatrixurnar spila á Rósenberg og skemmti hann sér prýðilega. - fb Hamingjuóskum rignir inn KAMILLA OG ANNA HILDUR Kamilla Ingibergsdóttir og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, skipuleggjendur You Are in Control. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Barnsmóðir Lamars Odom, eigin- manns Khloé Kardashian, hefur verið ófeimin að ræða við fjölmiðla frá því að brúðkaupsorðrómurinn fór af stað. Kardashian og Odom, sem leikur körfuknattleik með liði LA Lakers, giftu sig síðastliðinn sunnudag eftir aðeins mánaðarlangt samband. Í einu viðtalinu segir barnsmóð- irin, Liza Morales, að fréttirnar af brúðkaupinu hafi komið henni í opna skjöldu. „Ég mun aldrei gleyma þess- um skilaboðum. Þau sögðu einfald- lega: „Gifti mig bráðlega. Vil að börn- in hitti tilvonandi eiginkonu mína.“ Ég hef þekkt Lamar í fimmtán ár og við eigum þrjú börn saman og hann hefur alltaf verið hræddur við að binda sig.“ Sú fyrrverandi í sjokki GIFT KONA Khloé giftist kærasta sínum eftir að hafa þekkt hann í mánuð. Austur-Indíafjelagið, elsta og vinsælasta indverska veitingahúsið hér á landi, fagnar nú 15 ára afmæli. Í tilefni þess höfum við sett saman þriggja rétta afmælismatseðil með okkar vinsælustu réttum í gegnum tíðina. Afmælismatseðillinn er í boði í október. Gríptu tækifærið og taktu þátt í indversku ævintýri á hreint frábæru verði! Borðapantanir í síma 552 1630 www.austurindia.is Indverska ævintýrið 15 ára Þriggja rétta afmælismatseðill 4.990 kr. Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 FORRÉTTUR Hariyali Tandoori laxateningar Marineraðir í kóríander, spínati og grænu chillí AÐALRÉTTIR Boti Kebab Grillað Tandoori lambafi llet, marinerað í Garam Masala, brúnuðum lauk og chillí Lasooni Murgh Hvítlaukskjúklingur marineraður í engiferi, broddkúmeni og kóríander grillaður í Tandoori ofni Meloni Subzi Blandað grænmeti, eldað í ríkulegri blöndu af cashewhnetum, kanil, kardemommum, negul og anís MEÐLÆTI Raitha Heimalöguð jógúrtsósa með gúrkum og kryddblöndu Pulao Rice Basmati hrísgrjón elduð í blöndu af jurtum og kryddi Naan brauð Blanda af indversku brauði úr Tandoori ofninum EFTIRRÉTTUR Kulfi Indverskur ís með saffrani og pistasíuhnetum ÚRVAL VINSÆLUSTU RÉTTA OKKAR SÍÐUSTU 15 ÁR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.