Fálkinn


Fálkinn - 15.03.1961, Side 6

Fálkinn - 15.03.1961, Side 6
SHAW - RAUOHÆRDI SPEKI ALLT FRÁ ÞVl að Bernhard Shaw var ungur maður, voru sagðar um hann sög- ur og fór þeim fjölgandi eftir því sem árin liðu. Hann varð gamall að árum, en að innræti varð hann það aldrei. Hann var jafnvel spaugsamari og meiri órabelgur á efri árum en í æsku og allt- af jafn létt um að segja setningar, sem urðu fleygar. Þegar blaðamenn náðu í eitthvað sniðugt hjá Shaw, var það óð- ara símsent heimshornanna á milli. Og ef menn vildu láta taka eftir einhverri fyndni, þá sögðu þeir gjarnan að Bern- hard Shaw hefði sagt hana. Á þann hátt var honum eignað miklu fleira en hann átti, en hann tók það ekki nærri sér. Það, sem hér fer á eftir um hið fræga og dæmalausa enska skáld, mun þó að mestu leyti mega teljast trúanlegt, því Bernhard Shaw var meS afbrigðum siðavandur í prédikunum sinum. Það kom því mörgum á óvart, þegar fundust í fórum hans að honum látnum hvorki meira né minna en rúmlega 100 ástar- bréf, sem hann hafði skrifað ýmsum konum eftir að hann giftist. Mörg bréf- anna voru til leikkonunar Stella Patrick Campell, sem myndin hér að neðan er af. að það er haft eftir bókum, sem máls- metandi menn hafa ritað um skáldið, eða sagt frá í öðru sambandi. Bernhard Shaw gerði gys að flestu undir sólinni og hlífði ekki heldur sjálf- um sér. „Ég er sannur írlendingur,“ seg- ir hann. — „Fólkið mitt er ættað frá Hampshire (í Englandi).“ — Þannig byrjar sjálfsævisaga hans. Bernhard Shaw var fæddur í Dublin, eins og Oscar Wilde, Synge og Yeats, þann 26. júlí 1856. Faðir hans, George Garr Shaw, var mesti gallagripur, en gortaði af forfeðrum sínum og á „heim- ilinu var talað um Shawana eins og þeir væru Hohenzallarar eða Romanoff- ar,“ segir Bernhard. Um fertugt giftist George Shaw stúlku, sem var tuttugu árum yngri og hét Lucinda Elisabeth Gurly. Var hún manni sínum fremri um allt. Hjónabandið var ófarsælt og konan leitaði huggunar í því, sem henni var geðfelldast — hljómlistinni. í uppeldinu fékk Bernhard Shaw „í stað grammatíkur og rangs framburð- ar á grískum og latneskum höfundum“ eins og hann kemst að orði, „náin kynni af hljómlistinni og meisturum hennar, allt frá Bach til Wagners.“ — Hann fékk líka snemma mestu mætur á mynd- list og þreyttist aldrei á að skoða mál- verkasafnið í Dublin, „sem aðeins hann og ' gæzlumaðurinn virtust meta nokk- urs.“ Frú Shaw fluttist til London og kenndi þar hljóðfæraslátt, en sonur hennar, sem enga skólamenntun hafði hlotið og var þá 15 ára, „hafði skipti á iðjuleysinu og skrifstofustólnum“. Hefur hann skrif- að býsna skemmtilega grein um „starf- semi“ sína á skrifstofu fasteignabrask- arans, sem hann var hjá. En árið 1876 fluttist hann til móður sinnar í London. G. K. Chesterton segir, að hann hafi svelt fyrstu árin, sem hann var þar, en því er vart treystandi. Að vísu hefur hann ekki verið prúðbúinn hversdags- lega og pyngjan að jafnaði létt, en móð- ir hans var dugnaðarforkur og vann fyrir þeim báðum. Fyrir ritstörf hans á fyrstu tíu árunum, sem hann dvaldi í London, áskotnuðust honum seæ sterl- ingspd. og drýgsti hlutinn af þeirri upp- hæð var fyrir smellna auglýsingu um kynjalyf, sem honum var falið að semja. Árið 1879 komst hann í samband við umboðsmenn fyrir talsímatæki Edisons, sem þá voru mjög ófullkomin. „Það fyr- irtæki fór út um þúfur í London,“ segir Shaw, því að „tækið öskraði einkamál fólks með þrumuraust, í staðinn fyrir að segja þau með lægri rödd, í vinsamleg- um samræðum.“ Bernhard Shaw sá, að rithöfund- arnir mokuðu upp frægð og peningum á skáldsögum sínum. Sjálfur reyndi hann að feta þessa braut og skrifaði fimm skáldsögur og er sú síðasta þeirra, „Millj- ónamæringur og jafnaðarmaður“ tals- vert kunn. En fyrsta sagan upplifði aldrei að sjá framan í prentsvertuna, enda hét hún ,,Immaturity“ (Vanþroski) og þegar skáldið Meredith, sem þá var ráðunautuf eins stærsta forlagsins, hafði lesið hana, dæmdi hann hana óhæfa til prentunar. „Síðan náðu rotturnar í hand- ritið,“ segir Shaw, ,,og virtist þeim finnast hinn óþroskaði ávöxtur miklu bragðbetri en hinum göfuga bókmennta- ráðunaut hafði fundizt.“ Hinn kunni listdómari William Archer var um þetta leyti mikils metinn leik- dómari við blaðið „The World“ og þekkti Shaw og útvegaði honum atvinnu við blaðið. Archer hefur sagt frá því, hvern- ig hann kynntist Shaw í lestrarsalnum í British Museum. Hann kom inn í sal- inn og rak augun í einkennilegan, fölan ungan mann í brúnum fötum. Og enn einkennilegra þótti honum að sjá hvað maðurinn las, því að hann rýndi á víxl í „Das Kapital“ eftir Marx og nýja út- Hér segir frá hinum óviðjafnanlega Bernhard Shaw, — gagnrýnandanum, sem átti til að hlæja í rautt skegg sitt á sorglegustu atvikum leiksins, og skáldinu, sem hlaut NóbelsverðEaun eina árið, sem hann skrifaði ekkert...

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.