Fálkinn - 15.03.1961, Blaðsíða 30
SÍGAUNASTULKAN
Frh. af bls. 12
— Jú, þakka yður fyrir. Hún hljóp
léttilega á undan honum upp hallann,
og hann hugsaði: — Guð hjálpi mér.
Hvers vegna í ósköpunum hefur hún
gifzt þessum bjána?
Alistair gekk í áttina að stórum klett-
um. — Hér skulum við setjast. Svo skul-
uð þér segja mér það, sem þér komuð
til að segja mér.
— Þér vitið það þá þegar?
— Ég veit alltaf, þegar eitthvað ó-
þægilegt eða sorglegt er í vændum.
Þetta er eitt af því sorglega, ekki satt?
Þetta með Dickie?
— Hann gekk undir smá uppskurð,
sem alls ekki var hættulegur. En hjarta
hans hlýtur að hafa verið veikt, því
hann dó við deyfinguna.
Hann vissi varla hvað hann hafði bú-
izt við að sjá í andlitsdráttum hennar,
en það var a. m. k. ekki þessi undarlega
þreyta, sem nú breiddist yfir- andlit
hennar. Hann heyrði hana tauta:
— Aftur bið, svo löng ... svo löng
... Hún leit upp: — Já, hvað var það
fleira, sem þér vilduð segja mér?
— Aðeins, að það var einhver, sem
varaði hann við þessum uppskurði. Ein-
hver hjúkrunarkona. Hann hélt, að það
væruð þér. Var það rétt?
Hún hristi höfuðið. — Nei, það var
ekki ég, En ein frænka min er hjúkr-
unarkona. Við erum fljótt á litið tölu-
vert líkar. Það hefur áreiðanlega verið
þess vegna, að hann hélt að það væri
ég. Hún leit aftur á hann. — En það
skiptir auðvitað ekki máli hvor okkar
það var, sem aðvaraði hann. Skyndilega
urðu augu hennar stór af undrun og hún
greip öndina á lofti: — Ó, sagði hún, —
ó, þetta var undarlegt ... þér skiljið
ekki ... Það kom fát á Macfarlane. Hún
starði stöðugt á hann.
— Ég hélt, að þér mynduð gera það
... Þér hefðuð átt að gera það .. . Útlit
yðar bendir til að þér hafið ... að þér
hafið einnig ...
— Að ég hafi hvað ...?
— Gáfuna . . . eða bölvunina, ef þér
viljið heldur nefna það því nafni. Ég
held, að þér hafið hana einnig. Horfið
fast á holuna í steininum hérna. Þér
skuluð ekki hugsa um neitt sérstakt,
bara horfa ... Já, ekki satt! Hún hafði
tekið eftir að honum brá ofurlítið. —
Þér sáuð dálítið, er það ekki?
— Það hlýtur að hafa verið ímyndun.
Mér sýndist andartak, að holan væri
full af blóði.
Hún kinkaði kolli. — Já, ég vissi að
hér hefðuð hana ... gáfuna. Þetta er
fórnarstaður hinna fornu sóldýrkenda.
Ég vissi það áður en nokkur sagði mér
það. Og stundum veit ég nákvæmlega
hvernig þeim leið við athöfnina — næst-
um eins og ég hefði sjálf verið þar. Og
það er eitthvað við mýrina, sem töfrar
mig og fær mig til að finnast að hér
eigi ég heima ... En það er ósköp eðli-
legt að ég hafi gáfuna, því að ég er
Ferguesson. Margir í ætt minni hafa
verið skyggnir. og mamma var miðill,
þar til hún giftist. Hún hét Christine og
var töluvert þekkt.
— Það, sem þér nefnið gáfuna, er það
hæfileikinn til að sjá inn í framtíðina?
— Já, bæði inn í framtíðina og for-
tíðina, það skiptir ekki máli, hvort er.
T. d. sá ég að þér undruðust hvers vegna
ég giftist Maurice — jú, það gerðuð þér.
— Það var einfaldlega af því að ég veit,
að það bíður hans eitthvað hræðilegt ...
En með þeirri gáfu, sem ég er gædd,
hlýt ég að geta hindrað það — ef ein-
hver getur það þá ... Ég gat ekki hjálp-
að Dickie, því að Dickie vildi ekki skilja
... Hann var hræddur ... Hann var
einnig mjög ungur.
— 22 ára ...
— Og ég er þrítug. En það var nú
ekki það, sem ég átti við. Fólk getur
verið aðskilið á svo margan hátt. Að-
skilnaður í hinni venjulegu tilveru með
fjarlægð, stétt og aldri er ekki svo þýð-
ingarmikill, en aðskilnaður í tíma og
rúmi er þýðingarmikill. Hún virtist
vera í þungum þönkum . . . Bjölluhljóm-
ur frá húsinu kom þeim til sjálfra sín
á ný.
Undir borðum athugaði Macfarlane
Maurice Haworth í laumi. Hann elsk-
aði augsýnilega konu sína mjög heitt.
Augu hans lýstu hundslegri tryggð. Mac-
farlane tók einnig eftir hvað Alistair
var blíð við hann, og þegar hún talaði
við hann, virtist honum ástúð hennar
næstum móðurleg. Hann kavddi strax
að afloknum morgunverði.
— Ég bý niðri á kránni í einn eða
tvo daga. Mætti ég heimsækja yður aft-
ur? Ef til vill einhvern tíma á morgun?
— Auðvitað, en ....
— En hvað?
Hún strauk hendinni yfir augun.
— Ó, ég veit það ekki, mér fannst
bara allt í einu að við ættum ekki að
sjást framar .. . það var allt og sumt
... Verið þér sælir.
Hann gekk hægt eftir veginum. Hon-
um fannst köld hönd grípa um hjarta.
sér. Það gat ekki verið það, sem hún
sagði ... en ...
Um leið þaut mótorhjól fram úr
beygjunni. Hann kastaði sér á síðasta
augnabliki upp að limgirðingunni .. .
Undarlegum fölva skaut upp í kinnum
hans . ..
III.
— Guð minn góður, taugar mínar
hljóta að vera í megnasta ólagi, hugsaði
Macfarlane, þegar hann vaknaði næsta
morgun. Hann fór rólega yfir atburði
síðastliðins dags í huga sér. Mótorhjólið,
leiðin að kránni og hina skyndilegu
þoku, sem skall á, og olli því að hann
villtist og reikaði um með þá óhugnan-
legu tilfinningu að rétt hjá honum væri
hættulegur pyttur. Síðar reykháfurinn,
sem hafði losnað af þaki kráarinnar og
næstum því lent á honum, brunalyktina
í herberginu hans um nóttina, sem staf-
aði af glóandi kolamola á teppinu fyrir
framan arininn. Þetta var ef til vill ekk-
ert merkilegt, það var aðeins þetta, sem
hún hafði sagt, og svo sú staðreynd, sem
hann hafði hingað til ekki viljað viður-
kenna, að hún sá óorðna hluti.
Hann sparkaði af sér sænginni. Hann
varð að heimsækja hana og það strax.
Það myndi brjóta töfrana, það er að
segja, ef hann næði lifandi heim til
hennar .. . Almáttugur Guð, hvað hann
gat verið kjánalegur!
Hann gat næstum ekkert borðað af
morgunverðinum. Klukkan tíu var hann
þegar á leið heim til hennar. Klukkan
hálf ellefu þrýsti hann fingrinum á
dyrabjölluna hjá henni. Þá fyrst gaf
hann sér tíma til að anda léttara.
— Er frá Haworth heima?
Sama roskna konan, sem hafði talað
við hann daginn áður, lauk upp dyrun-
um. En í dag var andlit hennar mjög
breytt ... það var afskræmt af sorg.
30 FALKINN