Fálkinn - 15.03.1961, Síða 32
Afturgöngur -
Framh. af bls. 13.
ar skeljar slökkva til þeirra undirdeilda
stjarnheims sem nefndur er kirkjugarð-
urinn.
Þegar um sálir er að ræða sem hafa
náð langt á þroskabrautinni, eru bókstaf-
lega engin efnisleg hugsanaáhrif eftir
til að mynda stjarnsviðslíkamann eftir
að sálin hefur horfið úr honum. Hærra
eðli þess hefur gert að engu hin lág-
sigldu sterku áhrif þess. Þegar um er
að ræða sálir, sem hugsa mikið um efn-
islegar nautnir og „lystisemdir" verður
stjarnlíkamsgerfið mikið sterkara og
varanlegra. í síðara tilfellinu geta þess-
ar lægri hugsanasveiflur dvalið í hinum
yfirgefna stjarnlíkama í þó nokkurn
tíma og þannig mætti ætla að sálin
dveldi enn í honum.
Orka þessara líkamsforma minnkar
stöðugt, en í sumum tilfellum endist
hún í tiltölulega langan tíma. Venjulega
dvínar þetta afl eins og áður segir en í
vissum tilfellum er því eytt, eins og
LAUNDROMAT
ÞVOTTAVÉLIN
er einhver
sú fullkomnasta,
sem völ er á.
■ HAGKVÆMIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
Sölusta&ir:
ORÁTTARVÉLAR H.F.
HAFNARSTRÆTI 23 - SÍMI 18395
KAUPFÉLÖGIN
32 FÁLKINN
þegar kol brennur upp, þegar eldur er
lagður að því. Þetta á sér stað fyrir til-
verknað og bænir fólks í jarðheimi.
Þessi orka eyðist einnig oft fyrir til-
verknað miðilshringa eða fólks á mið-
ilsfundum. Hið sálræna afl, sem þannig
er leyst úr læðingi í sameiningu með
sterkri hugareinbeitingu hjá fólki á
jarðsviðinu og stjarnsviðinu geta orsak-
að það fyrirbrigði hjá hinum síðar-
nefnda, að hann íklæðist holdi og birt-
ist hinum. fyrrnefnda að litlu eða miklu
leyti. Einnig getur hinn framliðni tek-
ið á sig líkamsgerfi miðilsins og þann-
ig tjáð sig viðstöddum um stundarsak-
ir.
f slíkum tilfellum reynir hinn fram-
liðni að gera vart við sig með orðum,
ósjálfráðri skrift, banki eða öðrum ráð-
um. En þótt prýðisárangri sé náð verð-
ur þetta ávallt veiklulegt og villukennt
og sá sem er viðstaddur slíkan atburð
getur ekki varizt þeirri hugrenningu að
eitthvað hafi verið undarlegt við þetta
allt saman, eitthvað sem vantað.. í
nokkrum tilfellum eru endurminning-
arnar það sterkar, að hinn framliðni
getur svarað spurningum með sæmilegri
nákvæmni. En jafnvel þá skyggir skuggi
hins óraunverulega á áhrif þessa á at-
hugulan áhorfanda.
Minnstu þess að mörg önnur tilfelli
eru til um birtingu anda að nokkru eða
öllu leyti, en margt það sem álitið er
vera fyllilega raunverulegt er aðeins
skuggi þeirra vera sem áður dvöldu á
stjarnsviðinu. Enn fremur taka þessar
verur að láni hugsanir og hugmyndir
miðlanna og þeirra sem viðstaddir eru
til viðbótar óljósra minninga sinna og
verða á þann hátt nokkurs konar svika-
mylla.
Þessi líkamsgerfi hafa raunverulega
enga sál. Sál sú er áður byggði það, er
farinn til æðri sviða, og er ekki kunn-
ugt um gerðir fyrra líkamsgerfis síns.
Það er meðaumkunarvert að vera vitni
að því þegar þessi líkmsgerfi koma fram
og eru álitin vera sálir framliðins ætt-
ingja eða vinar. Þekkingarskortur á hin-
um duldu leiðum gefur oft slíkum fyrir-
brigðum greiðan aðgang að fólki. Hinn
sanni dulspekingur er aldrei blekktur á
þennan hátt. Þessi líkamsgerfi eru ekki
fremur „framliðið fólk“ en lík jarðarbúa
í kirkjjugarðinum, þó viðloðndi lífsþrótt-
ur þess geri því kleyft að hreyfa sig um.
BROÐURLEITIN -
Framh. af bls. 21.
hjálp. Og hann reyndi að vísu að hjálpa
henni eftir beztu getu, en það var ekki
mikið sem hann gat. Hann varð að
hlýða fyrirskipunum sjálfur.
— Veslings Bern, sagði Kata lágt. —
í raun og veru var hann alls ekki vond-
ur maður.
— Nei, hann hefur sjálfsagt ekki ver-
ið það, sagði Adrian og gretti sig. —
En við fengum andúð hvor á öðrum í
fyrsta sinn sem við sáumst. Og líklega
hefur það verið þér að þakka, gullið
mitt. Hann hefur eflaust séð hvern hug
ég bar til þín.
— En hann hélt að þú værir hrifinn
af Fredu Dennison?
— Ég held, að mér hafi ekki tekizt
fyllilega að gabba hann hvað það snerti,
svaraði hann dræmt.
— En þér tókst að minnsta kosti að
gabba mig, sagði hún. Og svo er það
eitt enn, sem þú verður að gefa mér
skýringu á: Að hverju varstu að leita,
þegar ég kom að þér og þú varst að
gramsa í skrifborðsskúffum Fredu Den-
nison?
Hann hló. — Þegar Frede náði í ein-
hverjar upplýsingar, sem hún hélt að
ég ætti að kynnast — og ef hún var
ekki heima — skrifaði hún nokkur orð
og lagði þau í umslag, sem áritað var
til frú Pyle. Rodney uppgötvaði þetta
aldrei.
Nú varð stutt þögn. Hann þrýsti henni
fastar að sér.
— Og þú og — Greta? sagði hún
loksins.
Hann dró að sér hendurnar, og and-
litið varð alvarlegt.
— Hún dó fyrir tæpri viku. Veslings
Greta. Hún átti auma ævi. Henni tókst
aldrei að veita sjálfri sér gæfu — né
öðrum.
— En hversvegna sagðir þú mér ekki
þetta kvöldið forðum í Surrey?
— Af því að ég vissi ekki hvort hún
mundi nokkurntíma vilja fallast á skiln-
að, sagði hann stutt. — Og ég óttaðist
að þú mundir verða fús til að fylgja
mér samt. Mér þótti of vænt um þig
til þess að vilja að þú gerðir það. Ég
hélt að þér væri meiri hlífð í að láta
þig halda, að ég elskaði þig ekki — að
minnsta kosti ekki nóg til að giftast þér.
Hún faðmaði hann að sér.
— Það var ekki fallega gert af þér,
Adrian!
— Nei, ég skil það núna, sagði hann
hægt. — En þegar manni þykir jafn
vænt um stúlku og mér þykir um þig,
þá er ekki allfaf auðvelt að hugsa skýrt.
Ég hélt að ég væri að sýna göfug-
mennsku, en í rauninni var ég flón.
Geturðu fyrirgefið mér, elskan mín?
— Ég mundi fyrirgefa þér hvað sem
væri. Hún hló með tárvot augun og
þrýsti sér að honum.
— Og nú bið ég þig á hnjánum um
að giftast mér, elskan mín, sagði Adrian.
— En vegna þess að þú ert kona, þá
liggur við að ég þori að veðja um að
þú vilt refsa mér fyrst. Þú lætur mig
bíða lengi, frestar brúðkaupinu og gefur
mér vafasamar ástæður fyrir því. Er
þetta ekki rétt, elskan mín?
— Skelfing þekkir þú mig lítið, sagði
hún hlæjandi. — Ég skal þvert á móti
borga hvað sem það kostar til Þess að
fá leyfisbréf til þess að við giftum okk-
ur í snatri.
SÖGULOK.