Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 9
Skyndilega kom hann að ræktuðu landi. Litlir akrar og tún, sem ljómuðu í sól- skininu. Nokkrir steinkumbaldar risu þar eins og þeir væru vaxnir út úr fjallinu. Tvær gamlar manneskjur og ung stúlka störðu á hann þaðan skelf- ingu lostin. Þegar hann gekk í átt til þeirra, flúðu þau inn í húsið. Hermaðurinn hafði séð stúlkuna. Hann braut upp hurðina með öxlunum og ruddist inn. í skímunni stóðu þrjár óttaslegnar mannverur og horfðu á hann. Gömlu hjúin réttu hendurnar biðj- andi til hans. — Við eigum ekkert, sagði maðurinn. — Taktu brauðið, sem við eigum, en hlífðu okkur. Við skulum hlífa Hanni- bal og hermönnum hans. Hlustaðu á .. . Hann þagnaði og bandaði hendinni vonleysislega, — Þú skilur auðvitað ekki, hvað við erum að segja, stundi hann. — Ég skil, sagði Halguibab. — Ég var skrifari í Karþagó og lærði rómversku. Ég skal ekki gera ykkur neitt illt. Farið þið bara út og leyfið mér að vera einum með stúlkunni. Gamli maðurinn hrópaði upp yfir sig. Augu hans skutu gneistum og hann flýtti sér að taka sér stöðu milli her- mannsins og stúlkunnar. Halguibab dró sverð sitt úr slíðrum. Gömlu hjónin hrökluðust veinandi út um dyrnar. Halguibab læsti á eftir þeim og sneri sér að konunni ungu. Hann dró djúpt andann. Hún leit á hann, augu hennar voru stór af ótta og reiði. Hún barði krepptum hnefanum í brjóst hans, þegar hann greip utan um hana og þrýsti henni að sér, og hún sneri höfðinu undan, er hann kyssti háls hennar. Glóandi heitar varir hans og tennur snertu hörund hennar og hún fann það og fór skyndilega að gráta hjálparvana. Það var ekki fyrr en á eftir. Þá var eins og líf væri liðið og nýtt hafið. Þá skildi Halguibab að hún lá í örm- um hans og horfði á hann og gældi við hann. Myrkrið var skollið á. Hún strauk andlit hans létt og leitandi. Hann lagði ennið að öxl hennar og stundi þungt. — Ert þú maðurinn minn? hvíslaði hún. — Já, sagði hann, — þú hefur gefið mér meira en ég ætlaði að taka. Þú hefur aftur gert mig að lifandi veru. Ég er maðurinn þinn. ■— En heimili þitt, ástin mín, sagði hún. — Ég var þræll, sagði hann, — skrif- ari hjá ríkum kaupmanni í Karþagó. Ég fékk frelsi mitt fyrir að gerast her- maður í her kaupmannanna, í her Hannibals. Finndu hér! Hann tók hönd hennar og lagði hana á hægri öxl sér og hún fann djúpt, hringlagað ör. ' — Brennimerki kaupmannsins míns, sagði Halguibab. — Þræll á ekkert heimili. Hér hjá þér, í líkama þínum, Frh. á bls. 28

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.