Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 23
myndirnar af brunanum og gera ljósmyndir handa blöðun- um, sem hann hafði samninga við. „Flash Club1 er ein af minnstu og sérstæðustu veitinga- stofunum í New York. Hún er opin allan sólarhringinn vegna gestanna, sem mestmegnir eru ljósmyndarar frá dag- blöðum og auglýsingastofum. Venjulegir „dauðlegir menn“ geta fengið aðgönguskírteini að þessum klúbb, en því aðeins að þeir þekki þar einhvern meðlim, og þrír menn úr stjórn- inni samþykki inntökuna. Auk ljósmyndara höfðu ýmsir blaðamenn aðgang þarna. Og svo venjulegur hópur efnaðra iðjuleysingja, sem aldrei gátu fengið nógu marga staði til að drepa tímann á. Ríkra manna synir töldu sér það mikinn heiður, að hafa skírteini að „Flash Club“ með sömu réttind- um og sístarfandi meðlimirnir, sem vissulega þurftu á stað að halda þar sem þeir gætu hvílt sig milli hríðanna, og „hríð- arnar“ voru erfitt mál í réttarsalnum, morðmál, hneyskli hjá heldra fólkinu og þess konar, sem nauðsynlegt var að hafa gát á allan sólarhringinn, eða þá brunar, sem voru svo ónærgætnir að koma helzt á þeim tíma sólarhringsins, sem fréttamenn voru helzt vanir að njóta hvíldar. Klukkan var rúmlega fimm. Helan vann árdegis hjá blaði. sínu. Hún átti að byrja klukkan sjö og gat farið heim að sofa klukkan 15, ef hún vildi. Dave Dott var sinn eiginn herra, hann var ekki fastur starfsmaður neins blaðs, og gat gert það, sem honum sýndist. Þrátt fyrir það, hve framorðið var, eða réttara sagt árla var dags, voru margir gestir þarna í kytrunum klúbbsins. Sumir höfðu að vísu sofnað í stólunum, og það var í bága við reglurnar í klúbbnum að þjónarnir vektu þá, sem sváfu og bæðu þá um að hypja sig heim til sín. í einu horninu sátu þrír menn og voru að spila póker. Andlit þeirra voru sljó. Augun gljáandi af vökum. Það var ekki að sjá, að þeir hefðu hugann við spilin. Á einu borðshorninu stóðu sex viskýflöskur í einum hnapp. Það kom fyrir, að einhver spil- arinn skaut olnboganum svo, að flaska datt á gólfið, — en það gerði ekkert til, því að hún var tóm. Helen bað um steikt nýru, flesksneið og steikt egg. Hún vissi, að maturinn var góður í „Flash Club“ á hvaða tíma dags sem var, og hún var glorhungruð. Þjónninn kom óbeðið með ölglas handa henni. Hún tók við því með þakklætisbrosi á vörunum og varð að hugsa: — Kannske ég sé þreytuleg og úrvinda af vökum? — en samt geymdi hún sér ölið þang- að til hún hafði borðað nokkra bita af matnum. Nú heyrðist lágur kliður fyrir innan afgreiðsluborðið. Þjónninn þrýsti á hnapp og um leið opnuðust dyrnar út að götunni. Gesturinn, sem inn kom, var lítill, hnubbaralegur maður með horngleraugu. Reykurinn liðaðist í hringum upp af bognu pípunni í munnviki hans. Hann leit í kringum sig í stofunni og heilsaði með því að rétta tvo fingur upp að hattbarðinu. Þegar hann kom auga á Helen, gekk hann rak- leitt að borði hennar, dró fram stól og settist. Án þess að taka pípuna úr munnvikinu eða hattinn af hausnum og án þess að líta við, urraði hann eitthvað í áttina til þjónsins, sem auðsjáanlega hafði skilið hvað hann vildi. Því að vörmu spori setti hann kúfaðan disk fyrir framan Lock Meredith og sagði um leið: „Við höfum sérstaklega gott ravioli í dag, mr. Meredith . ..“ Lock kinkaði kolli. „Gefið mér óblandað viskí... og ölglas með.“ Að undanteknu því að hann kastaði kveðju á stúlkuna um leið og hann kom, lét hann eins og hún væri hvergi nærri. Helen tók það ekkert nærri sér, — hún skeytti því yfirleitt alls ekki. í „Flash Club“ var kvenfólkinu ekki sýnd nein uppgerðar- kurteisi. Fólkið sem kom þarna inn eftir klukkan 2 að nóttu var þreytt og syfjað og hugsaði fyrst og fremst um hvíld og mat, en ekki samræður og skemmtanir. Þarna hugsaði fyrst og fremst hver um sjálfan sig, en sæi maður góðkunningja einhvers staðar í stofunni var ekki nema sjálfsagt að setjast hjá honum, til þess að njóta nálægðarinnar þó ekki væri annað. Helen hafði lokið við matinn og ýtti diskinum frá sér. En Lock Meredith hafði ekki fengið raindli-skammt sinn ennþá. Hann bauð Helen vindling, og kveikti meira að segja í hjá henni. „Úti að skoða borgina,“ tautaði hann, og beit tönnunum að munnstykkinu á pípunni. „Alveg rétt,“ sagði hún og kinkaði kolli. Hún leit á arm- bandsúr sitt. Það hafði stöðvazt, en yfir afgreiðsluborðinu var rafmagnsklukka. Hún dró upp úrið sitt og á meðan var hún að hugsa um hvort Dave Dodd mundi ekki fara að koma úr þessu. Kæmi hann ekki bráðlega þá varð hún að fara án þess að hitta hann. Eitthvað gat hafa komið fyrir og gert honum ómögulegt að koma. Blaðaljósmyndarar eru jafn ó- áreiðanlegir og veðurfréttirnar, hugsaði hún með sér. AÍlt í einu leit hún hvasst á Lock Meredith. Henni datt allt í einu í hug að það mundi ekki vera einber tilviljun, að hon- um skaut þarna upp við borðið hennar. „Segið þér mér — “ muldraði hún, ,, —hafið þér nokkuð að sýsla með „Home & Business"? í sama- bili kom þjónninn með ravioli handa Meredith. Lock jós sjóðheitum ítölskum makkaróníréttinum upp á disk- inn hjá sér og stráði þykku lagi af rifnum osti yfir og tók sér svo vænan teyg af öli. „Já, alveg rétt,“ sagði hann með munninn fullan af mat. „Það er sá tíundi,“ sagði Helen hugsandi. Hún tók vindling upp úr vasa sínum og kveikti í. „Fjórtándi,“ leiðrétti Meredith. „Ég átti ekki við mánaðardaginn . . . Þetta er tíunda íkveikj- an af þessu tagi.“ „Talaðu varlega, stúlka — hver er að tala um íkveikju í sambandi við brunann hjá Cornille?" Hún horfði á hann um stund, — allt í einu brosti hann. „Þetta hefur kostað tryggingarfélögin sand af peningum,“ sagði hann tyggjandi. „Forstjórinn í „Home & Business“ var fjúkandi vondur þegar hann símaði til mín. Til hvers haldið þér að við borgum leynilögreglumönnum?“ sagði hann. Helen pírði augunum. „Og hverju svaraðir þú?“ „Ég sagði: Mr. Glenley, ef þér getið fengið betri snuðrara en Meredith þá skulum við telja samning okkar genginn úr gildi. En þá svaraði hann „haldið kjafti“ og hringdi af.“ „Þetta getur maður kallað traustsyfirlýsingu,“ sagði Helen. „Væri ég í þínum sporum mundi ég verða stoltur eins og Spánverji. Hvers vegna ferðu ekki á stúfana og hefst eitt- hvað að? Leitar uppi spor, fingraför, vindlingastúfa eða þess háttar, sem maður les um í blöðum og eldhúsreyfurum?“ Lock hætti að eta og hallaði sér fram á borðið. Helen datt allt í einu í hug að það væri furðulegt að hann skyldi ekki borða með pípuna í munninum. Þetta var víst í fyrsta skipti á æfinni, sem hún hafði séð Lock Meredith án pípu í vinstra munnvikinu. „Greind og dugleg stúlka eins og þú ætti að vita, að í brennumálum er hér um bil aldrei hægt að finna nokkur spor,“ tautaði hann í álösunartón. „Þetta er versta vinna sem til er, þvi að brennuvargurinn sér jafnan um, að allt það sem kynni að geta gefið vísbendingu, brenni með húsinu.“ „Og hvað gerir maður þá?“ spurði hún. „Bíður átekta og sér hvað lögreglan gerir. Og tekur við kaupinu sínu mánaðarlega hjá vátryggingarfélaginu.11 „Bull... þú mundir aldrei láta þér detta það í hug. Hvað hefur þú fyrir stafni núna. Hvers vegna komstu hérna inn og settist hér?“ Lock skaut hattinum aftur í hnakka og sagði: „Getur lag- leg, lítil stúlka sýnt tilfinningum manns ofurlitla þolinmæði á alvörustundum lífsins? Er nauðsynlegt að útskýra, að það eru fleiri en fréttastúlkur frá „Morning Star“, sem geta fund- ið til þessara óþæginda undir þindinni, sem í algengum lækna- bókum er kallað sultur?" Helen slökkti í vindlingsstúfnum og fór að taka saman dótið sitt. Það virtist svo sem að Dave Dott hefði ekki hugsað sér að efna loforð sitt um að koma. Hann um það! „Heyrðu mig,“ sagði Meredith byrstur. „Geturðu ekki lofað mér að tala út án þess að haga þér eins og prímadonna í þriðja þætti í lélegri óperettu? Og ég sem ætlaði að fara að útlista hinar göfugri tilfinningar mínar fyrir þér!“ Framh. \ FÁLKINN 23 NY FRAMHALDSSAGA IMY FRAMHALDSSAGA IMY FRAMHALDSSAGA

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.