Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 15
Hið fræga sjóskrímsli í Lock Ness-vatni skýiur á hverju
ári upp kollinum í greinum blaða og tímarita um allan
heim. Fjöldi fólks fullyrðir að hafa séð sjóskrímsEið, en
það eru víst ekki aðrir en höfundur þessarar grernar,
froskmaðurinn John Newbold, sem hafa fært sönnur á
að hafa komizt í snertingu við það.
hvíld og litaðist um, burtséð frá grugg-
inu var ekkert að sjá.
Skyggnið var minna en einn metri,
og þó að það hafði verið eitthvað
skrímsli á ferð í grenndinni, hefði ég
ekki getað séð það, nema þá ef það
hefði rekizt á mig eða skotizt framhjá
mér.
Þegar ég var kominn á 18 metra dýpi,
fann ég í fyrsta skipti á ævinni til eins
konar ótta, án þess þó að vita við hvað
ég var hræddur. Ég skildi alls ekkert
í mér, en ég hafði á tilfinningunni, að
ég væri að nálgast eitthvað skelfilegt.
Ég opnaði meira fyrir loftstreymið og
tróð marvaða um stund. Á meðan reyndi
ég að fullvissa mig um að hræðsla mín
væri algjörlega ástæðulaus og barnaleg.
Ég synti nokkra metra til hliðar og
fór í hringi og þreifaði fyrir mér með
hægri hendinni, en hélt á hnífnum mín-
um í vinstri hendinni. Það var nú orðið
svo dimmt að ég sá ekki hendina fyrir
framan mig.
Að lokum tókst mér að hristi af mér
þessa hræðslutilfinningu, sem hafði ver-
ið að ná tökum á mér. Ég minntist þess,
er ég einu sinni hafði klifrað upp á 150
metra háan reykháf, til að gera við
hann. Þá sagði ég við sjálfan mig, að
ég væri úr það sterku efni, að ég væri
ekki hræddur við neitt, sem gæti synt
eða gengið, ef ég aðeins hefði eitthvað
vopn. Og nú var ég með hnífinn minn.
Eiginlega veit ég ekki, hvers vegna ég
stakk hnífnum á mig, áður en ég fór
niður. Ég var svo fullviss um að ekkert
væri til í þessu vatni, sem ég þyrfti að
nota hnífinn á. Nú var ég þakklátur fyr-
ir að hafa hann með.
Ég hélt áfram niður á við. Á 21 metra
dýpi var það dimmt, að ég sá ekki hend-
urnar á mér nema halda þeim 25 senti-
metra frá andlitinu. Ég synti aftur í
hringi, og allt í einu var ég gripinn
þessari hræðslu aftur, hún var óskilj-
anleg, en meiri en nokkru sinni áður.
Andartaki seinna snerti framrétt
hendin á mér eitthvað slímugt fyrir
framan mig. Ég reyndi að grípa í það,
því að ég hélt að það væri trjábolur
vaxinn gróðri. En um leið og ég kom
við það, sneri það í burtu með snöggum
rykk og rakst svo harkalega í mig, að
ég kastaðist á höfuðið og endasentist í
vatninu. Samtímis missti ég hnífinn úr
hendinni.
Ég hef sennilega kastast eina tvo
eða þrjá metra niður, og snögglega fann
ég að ég fékk ekki nægjanlegt loft; ég
varð því enn að opna meira fyrir loft-
streymið. Nú varð ég fyrst hræddur fyr-
ir alvöru, en ég hafði ekki misst ræn-
una. Það var eitt af því fyrsta, sem ég
lærði, þegar ég byrjaði að kafa. Maður
má ekki láta hræðslu eða óðagot ná
völdum á sér, það er sama og dauðinn.
Ég leit upp á við, þar hefði ég átt að
geta séð, í fjarska að minnsta kosti, tært
vatn, sem birta kæmist í gegnum. En
það virtist vera jafndimmt þar uppi eins
og þegar litið var niður á við.
Og ég vissi, hver ástæðan var. Eitt-
hvað var á milli mín og yfirborðsins.
Stór og svartur skuggi; ef það væri
trjábolur, þá væri hann grunsamlega
stór.
Ég fór að synda upp á við og kom
brátt að þessum svarta skugga. Ég rétti
hendina út eftir því og fann aftur fyrir
þessum hála og slímuga hlut. Ég ýtti
harkalega við honum, og um leið sneri
hann sér við. Hreyfingarnar minntu mig
á fisk^ og eitthvað, sem líktist hala,
slóst til í vatninu rétt hjá mér.
Ég var svo nálægt að ég gat greint
grásvartan líkama, sem sniglaðist up.n
á við, til að loka leiðinni fyrir mér.
í næstu andrá fann ég þéttingsfast
tak um hægri fótinn. Það líktist einna
helzt gripörmum kolkrabbans, og í
fyrstunni kom mér ekki í hug að útilok-
að var að kolkrabbi væri í vatninu. Ég
hélt því að þetta væri kolkrabbi, og ég
breytti eftir því.
Með vinstri hendinni hélt ég mér frá
líkama ófreskjunnar, en með þeirri
hægri reyndi ég að losa um griparmana,
sem héldu fast um fótinn á mér. Þá
rann það upp fyrir mér, að þetta voru
engir griparmar.
Kolkrabbi er alveg skaðlaus, nema
maður missi rænuna og hann geti kom-
ið á mann föstu táki eða að hann geti
haldið sér föstum við klett eða stein.
Hér voru engir klettar eða steinar, og
þetta var heldur enginn griparmur af
kolkrabba, sem sneri sig utan um fót-
inn á mér. Þessi hlutur var langur og
Framh. á bls. 32.
FÁLKINN 15
Á efri myndinni sjáum við froskmanninn John Newbold og konu hans.
John er sá eini, sem hefur fært sönnur á, að hann hafi komizt í snert-
ingu við skrímslið. — Neðri myndin: Þegar ferðamen koma að þessum
rústum, segja leiðsögumennirnir þeim, að það hafi verið sjóskrímslið,
sem eyðilagði kastalann. En það eru ekki allir, sem geta viðhaft spaugs-
yrði um ófreskjuna.