Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 32
Skrímslið í Lock Ness -
Frh. af bls. 15
slímugur og eins þykkur og handlegg-
ur fullorðins manns.
Ég gat ekki hreyft fótinn og fann,
hvernig dofi færðist í hann. Blóðrennsl-
ið hafði stöðvazt. Ég háði örvæntingar-
fulla baráttu og reyndi að losa um fót-
inn. Á meðan dró ófreskjan mig vægð-
arlaust lengra niður í vatnið.
Ég hef sennilega verið kominn á 25
metra dýpi, þegar ég fann aftur til loft-
leysis. Þá opnaði ég alveg fyrir loft-
streymið og mundi, að einu sinni hræddi
ég hákarl í burtu með því að opna svo
fyrir loftstreymið að loftbólurnar hrifl-
uðust um líkama ófreskjunnar. En takið
um fótinn var jafn fast sem áður.
Ég sneri mér á bakið, kom vinstri
fætinum fyrir á hinu stóra svarta og
slímuga ferlíki og sparkaði af eins miklu
afli og ég átti til.
Til allrar óhamingju varð mér hugsað
til þeirra fjögurra manna, sem á undan
mér höfðu kafað niður í þetta vatn til
að leysa gátuna um sjóskrímslið. Eng-
inn þeirra hafði snúið upp aftur.
Norman Evans var sterklega byggður
ungur maður, 25 ára, en mjög reyndur
froskmaður. Hann sigldi út á mitt vatn-
ið með nokkrum vinum sínum, og í
fyrstu lotu var hann í kafi í hálfa
klukkustund. Þegar hann kom upp úr,
sagðist hann. á 15 metra dýpi, hafa séð
svartan skugga um tíu metra langan.
Hann hafi hreyft sig 1 áttina til sín.
— Það minnti helzt á bjálka, sem rak
þarna niðri í vatninu, sagði Evans, en
ég skil ekki, hvernig bjálki getur
hreyfzt svona, þegar enginn straumur
er í vatninu. Ég ætla niður aftur og at-
huga það betur.
Eftir eina klukkustund kafaði Evans
aftur, í þetta skipti hafði hann leðuról
20
— Flýttu þér að setja rdkvélina
á sinn stað} — pabbi kemur!
32 FALKINN
um brjóstið. í leðurólina bundu vinir
hans níðsterkt reipi og gáfu eftir, eftir
því sem hann kafaði neðar. Þegar hann
hafði verið 1 kafi í þrjá stundarfjórð-
unga, strekktist allt í einu á reipinu.
Þeir kipptu í og biðu þess að Evans
kippti þrisvar í reipið til merkis um að
allt væri í lagi. En þeir fengu ekkert
svar.
— Við urðum fyrst verulega hræddir,
þegar reipið strekktist svo, að það lá
við að bátnum hvolfdi, sagði Percy Mc-
Intosh seinna. Við gátum ekki með
nokkru móti dregið það innbyrðis, og
allt í einu var það þrifið út úr höndun-
um á okkur út fyrir borðstokkinn, og
það hvarf í vatnið. Við sendum skila-
boð til lands með öðrum báti, lögreglan
setti net í vatnið á þeim stað, sem Evans
hafði horfið. Netið náði allt að 30 metra
dýpi, en Evans fannst aldrei.
Gerry Fergusson hlaut sömu örlög.
Hann hafði áður verið kafari 1 enska
flotanum og átti um tíma heimsmet í
köfun. Sem froskmaður hafði hann náð
nær 70 metra dýpi.
Fergusson var kunnugt um að til voru
margir aðilar, sem reiðubúnir voru að
borga háar fjárhæðir fyrir sjóskrímslið,
sem álitið var að væri í Loch Ness. Það
var sama hvort það væri dautt eða lif-
andi. Fergusson vantaði peninga til að
koma á fót björgunarfyrirtæki, og sum-
ardag einn árið 1952 fór hann til Loch
Ness og kafaði niður í vatnið um há-
degisleytið. Þá áleit hann að hann fengi
mesta birtu.
Eftir eina klukkustund fóru vinir hans
að verða áhyggjufullir, og eftir eina og
hálfa klukkustund urðu þeir að sækja
hjálp. Enn var neti sökkt í vatnið, en
aldrei fannst nokkurt merki eftir hann.
Tveir kafarar aðrir höfðu horfið á ná-
kvæmlega sama hátt, og eftir því sem
menn bezt vissu, voru engin neðanjarð-
argöng frá vatninu. Þó að þeir hefðu
drukknað og sokkið til botns, hefðu lík-
in alltaf átt að koma upp á yfirborðið
aftur, fyrr eða seinna, en svo varð aldrei.
Þetta var ekkert skemmtilegt um-
hugsunarefni á meðan ófreskjan dró
mig neðar og neðar í vatnið. Ég reyndi
að leiða húgann frá því, því ef ég missti
stjórn á mér, missti ég einnig alla lífs-
von. Ég átti nú orðið erfitt með andar-
drátt, þótt ég hefði opnað alveg fyrir
loftstreymið. Ég hafði hvað eftir ann-
að verið að því kominn að missa með-
vitund, og mér var ljóst, að ætti ég að
halda lífi, yrði ég að komast sem fyrst
upp á yfirborðið.
Það alvarlegasta var að ég vissi ekki,
hvers konar skepna þetta var, sem ég
var að berjast við. Ég gat alls ekki náð
taki á ófreskjunni. Líkami þessa fer-
líkis var alveg við hliðina á mér, en
Frh. á bls. 34
rÆKNI - TÆKNI - TÆKNI - 1
ÍSBRJÖTURINN
FRÁ örófi alda hefur Frosti kon-
ungur ríkt einvaldur yfir Norður-
íshafi og „bannað ferðir manna“.
Metra þykkur ís hefur lokað Land-
norðurleiðinni, sjóleiðinni milli At-
lantshafs og Kyrrahafs, meðfram
norðurströnd Asíu.
Mennirnir hafa beðið marga ósigra
í stríðinu við Frosta konung þar
nyrðra. Norðmenn þekktu leiðina
norður í Ishaf fyrir meira en þús-
und árum; löngu áður en ýmsar aðr-
ar þjóðir þorðu að sigla úr landsýn
sigldu þeir langt norður í höf. Síðar
komu skip margra fleiri þjóða norð-
ur á íshafsslóðir, ensk, hollenzk og
portúgölsk. En í Karahafi varð fyrir
þeim ísbreiða, sem þau þorðu ekki
að hætta sér í. Þar voru mörkin fyr-
ir framsókninni alla 16. og 17. öld.
Árið 1734—43 tóku lærðir visinda-
menn á ýmsum sviðum þátt í hinum
„Stóra norræna leiðangri" frá ósum
ýmsra fljóta i Siberiu, og rannsök-
uðu norðurströnd Asíu, sem þangað
til hafði verið flestum hulin. Þessi
leiðangur sótti fram norður á bóg-
inn, mínútu eftir mínútu og breiddar-
stig eftir breiddarstig. „Aldrei hefur
ný vitneskja verið keypt dýrara verði
fyrir neyð og þjáningar," segir Frið-
þjófur Nansen.
Og loksins — á því herrans ári
1879, sigldi skútan „Vega“ inn í
Kyrrahaf og hafði komizt sjóleiðina
fyrir norðan Asíu. Gátan vár ráðin.
Sönnun fengin fyrir því, að hægt
væri að sigla skipi fyrir norðan Ev-
rópu og Asíu.
Norskir veiðimenn, sem farið höfðu
margar ferðir norður í Karahaf, tóku
eftir þvi að ísinn var einna viðráð-
anlegastur þegar leið á sumarið, því
að þá hafði hlýja vatnið í fljótunum
brætt hann meðfram landi. Og eftir
margar undirbúningsferðir, þar á
meðal 1875 með norska veiðiskipinu
„Pröven“, með Isaksen skipstjóra,
tókst hinum finnsk-sænska jarðfræð-
ingi og íshafskönnuði N. A. E. Nor-
denskiöld að framkvæma „Vega“-leið-
angurinn mikla — mesta afrék sinn-
ar tíðar.
Norskir og rússneskir fræðimenn
héldu áfram rannsóknum á land-
norðurleiðinni og juku við það, sem
Nordenskiöld hafði afrekað. Árið
1893 sigldi „Fram“ frá Vardö austur
á bóginn og komst um það bil hálfa
leið, — Fridtjof Nansen stjórnaði
þeirri ferð, — en lét svo skipið reka
vestur í ísnum. Árin 1914—15 sigldi
rússneski sjóliðsforinginn Vilkitskij
tveimur skipum, „Taimyr" og „Vai-
gatsj“ að austan og komst alla leið.
Og 1918—20 sigldi „Maud“ með leið-
angur Roalds Amundsens sömu leið.
Lengi hafa menn gert sér ljóst,
hvílíkur hagur væri að því að geta
haldið opinni siglingaleið meðfram
norðurströnd Asíu. I tíð keisara-
stjórnarinnar var farið að setja upp
loftskeytastöðvar á norðurströndinni
og gera veðurathuganir þar að stað-