Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 12
GALDRAOFSOKNIR Frásagnir af síra Jóni Daðasyni í Arnarbæli og viðskiptum, hans við yfirvöldin út af galdraáburði á ó- nafngreinda menn og fleira viðkom- andi göldrum og galdratrú. 6. Þar lauk að segja frá síra Jóni í Arnarbæli, að getið var aðalrits hans, Gandreiðar, og sagt frá almennum skoð- unum kirkjunnar á 17. öld. Það þarf ekki að gera því skóna, hvernig Arnar- bælisklerkur hefur prédikað í kirkju. Ræður hans hafa verið þrungnar ótta við vald Satans og ára hans, og verk- færi þeirra galdramennina. Prestur hef- ur gefið þeim marga skammadembuna úr prédikunarstól. En lítt tjóaði. Satan og sendiboðar hans urðu mjög á vegi prests. Prestur fylltist óstöðvandi ótta og amasýki, sem leiddi hann í ógöngur. Munnmæli herma, að Vestfirðingar hafi sent honum sendingar, og hafi hann komið þeim fyrir. Ein sendingin kom að presti óviðbúnum, heima í Arnar- bæli. Prestur hefur sennilega ætlað und- an henni í kirkju, en náði ekki kirkju- dyrum og flúði upp á kirkjumæninn. Þar bjóst hann móti sendingunni og greip til þess að yrkja á móti henni andleg Ijóð. Orti hann þá kvæðið Draum- geisla, sem enn er til. í krafti ljóðsins kom hann sendingunni fyrir, svo að hún varð meinlaus. Draumgeisli þótti reyn- ast vel gegn draugum og öðrum send- ingum illum, og náði mikilli hylli al- mennings og er til þess vitnað í sögn- um. Á dögum prests voru tvö krafta- skáld í Ölfusi. Leitaði prestur til þeirra og dugðu þau honum vel. Satan var skelfilegur í raun, að dómi presta 17. aldar. Hann gat brugðið sér í allra kvikinda líki og neytti allra ráða, til að koma fram vilja sínum og ætlun. Margar sagnir eru til af viður- eign galdramanna við hina heittrúuð- ustu og sannferðugustu guðsmenn, sem oft voru leiknir grátt. Enda voru galdra- menn álitnir af kennidóminum hin verstu illvætti og sönn verkfæri Satans. Síra Jón í Arnarbæli lýsir Satan svo í Gandreið: Lucifer með leiftur og glæður loftkringlunni undir, með skýjaeldi og skruggum skæður skelfir sjó og grundir. Satans andar upp og niður elementis spilla, í undirheima er svikara siður sálir manna að villa. Fýtons er ei fylgdin sljó feigð og fári blása, geðnum veður, vötn og sj® vargar þessir rása. Drakó byggir dufti í, draugar myrkrin fanga, árahópar eins og mý út um löndin spranga. Lýsingar síra Jóns á Satan í þess- um vísum svipar mjög til Hugrásar, síra Guðmundar Einarssonar á Staðastað. En Hugrás reit hann gegn Fjandafælu Jóns lærða, og verður síðar vikið að því. Arnarbælisklerki varð sannarlega að trú sinni í þessum efnum. Óttinn við Satan gagntók hann svo, að hann var hvergi óhultur fyrir leynilegum óvin- um. Líklegt Þykir mér, að menn hafi verið til í sóknum prests, sem galdra- orð fór af. Fáar sveitir á landinu voru lausar við galdur á 17. öld. í tveimur sýslum landsins er ekki kunnugt um galdradóma, Rangárvallasýslu og Vest- mannaeyjum. Galdrabrenna varð engin á Suðurlandi, en galdramál urðu þar nokkur. Brynjólfur biskup lét galdra- mál lítið til sín taka, en hann var víð- sýnni en almennt gerðist á þeim dög- um, þó að hann fylgdi úreltum kenn- ingum kirkjunnar um of út í æsar. í skjóli hans var Jón lærði um skeið og hann styrkti einnig fræðimann í Skál- holti, sem þýddi eitt rita Kópernikusar á íslenzku. Ekki er grunlaust um, að almenningur hafi trúað, að biskup kynni eitthvað fyrir sér. í heimild einni er talað um einkenni- legt ör'nefni í grennd síra Jóns í Arn- arbæli. Austur við Ingólfsfjall var Vala- kirkja, þar sem galdramessur fóru fram. Galdramessur eru kunnar úr flestum löndum, og staðirnir kunnir þar sem þær fóru fram. En þekktasti staðurinn í erlendum ritum, er Hekla. Trúðu út- lendir því, að þar kæmu upp eldtungur af Vítislogum og þar heyrðust vein og angistaróp fordæmra sálna, sem brunnu eilíflega á glóðum Helvítis. ★ 7. Á Bakkárholtsþingi 21. júní 1673, kom síra Jón í Arnarbæli fyrir Jón Vigfússon, eldra, sýslumann í Árnes- þingi og meðdómsmenn hans, og krafð- ist rannsóknar og lagadóms um þá óguð- legu flærð og fjölkynngi, sem hann og hans fólk hafði orðið að líða lengi, til meins og skaða af galdramönnum og galdrasökum, ráðum eða samtökum sinna leynilegu óvina, galdrafólki og þess meistara. Síra Jón lét Þann vilja í ljós, að hann vildi kæra þetta fyrir kónglegri Majestat eftir Guðs og lag- anna leyfi. Jafnframt fór hann fram á, að þetta mál kæmi fyrst til rann- sóknar á héraðsþingi. Lagði prestur fram vitnisburð um kynningu sína góða við alla menn. En þrátt fyrir það sæ- ist, að „galdraskaðsemi ranglega af öf- und og án orsaka saklausum tilfallin sér“. Einnig lagði hann fram vottorð um, að sonarsonur hans, ónafngreind- ur, hafi samfleytt 10 ár þjáðst stór- mikið, sem eignað var helzt göldrum. Hann lagði fram því til sönnunar heim- ilistíðarvitni og kirkjuvitni, fleiri en 50 manna, er sönnuðu þetta og töldu satt. Síra Jón lét einnig lesa upp á þing- inu bréf þess efnis, að hann hafi orð- ið fyrir galdraásóknum, er bæði hafi komið fram við menn og skepnur, og hafði því til staðfestu handsal eða vitnis- burð 40 manna frá árinu 1670. Fyrir þessu taldi hann allgildar líkur, sem komið hafði fram í ýmiss konar heift, öfund, meingerðum, mannskaða, falsi, svikum og flærð. Ennfremur hefðu leyndir óvinir flutt last um hann, lýgi, róg, heitingar og hrakspár. Þetta nefndi prestur „satanísk samtök“. Prestur komst m. a. svo að orði: „fjandsamleg drottinsvik að hindra ekki að hylja morð eða ráða morði“. Óskaði prestur eftir, að hann fengi leyfi, sér að kostn- aðarlausu, að stefna til rannsóknar, eið- „Það eru stór undur og mikil furiandi náðargæska vors góða Guðs, að jörðin ekki upp lýkur sér og í sig svelgir til Helvítis niður þá háðgjörnu spottara, gaidramennina..." 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.