Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 14

Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 14
Froskmaðurinn John Newbold segir: Svo sannarEega er skrímsEi í Lock Ness-vatni. Ég vildi ekki mæta því einn aftur... m, SKRÍMSLIÐ í LOCK NESS-VATNI SÍÐUSTU NÍU ÁRIN hef ég unnið sem kafari; bæði með venjulegan kafaraút- búnað og einnig sem froskmaður. Mesta dýpi, sem ég hef komið á, er rúmlega 60 metrar, og eins og að líkum lætur hef ég lent í ýmsu niðri á hafsbotnin- um. Fyrir sjö árum fundum við Bob Stac- ey óskemmdan japanskan kafbát á 25 metra dýpi skammt frá Singapore. Á kinnungnum á honum var gat eftir tund- urdufl, að öðru leyti var ekkert að honum. Það var ekki hægt að hífa kafbátinn upp, svo að við skárum okkur leið í gegnum stálplöturnar. I einu af vatns- þéttu herbergjunum fundum við meira en fjörtíu menn í einum hnaus. Á andlit- um þeirra mátti greinilega lesa tilfinn- ingar þeirra á dauðastundinni. Sérhver þeirra hafði fengið eitt skammbyssuskot í gegnum höfuðið. Það var ljót sjón að sjá, en samt ekki eins ljót og þegar við fundum brezkan kafbát einu sinni. Á- höfn hans hafði ekki hlotið jafn skjótan dauðdaga, og kvalafyllri hafði dauði þeirra orðið, því að áhöfnin kafnaði af loftleysi. Árið 1955 bjargaðist ég naumlega frá hákafli, sem réðist á mig í sjónum fyrir utan Norður-Borneo. Ég fór niður á- samt innfæddum kafara, og svo óheppi- lega vildi til, að hann skar sig á odd- hvassri nibbu, og það fór að blæða. Blóðið dró að sér athygli hákarlsins, 14 FALKIN N sem varð alveg hamslaus og réðist strax á þann innfædda og drap hann. Á með- an tókst mér að forða mér inn í helli um það bil 20 metra undir sjávarborð- inu. Hákarlinn beið fyrir utan, og þar sem ég hafði ekki loft nema til tveggja mínútna í mesta lagi, varð ég að taka áhættuna. Ég skaut mér upp að yfirborð- inu með miklum hraða og ég slapp við hákarlinn. En sökum of snöggrar breyt- ingar á þrýstingnum, fékk ég auðvitað ,,kafara-veikina“ svo nefndu, sem getur verið jafnhættuleg og hákarl. Þrýsting- in orsakar nefnilega smágerðar loftból- ur í blóðinu, og „kafara-veikin“ endar venjulega með dauða, ef kafarinn kemst ekki í tæka tíð í þrýstihylki, þar sem þrýstingurinn er látinn minnka smám saman eins og væri kafarinn að koma upp úr sjónum. Til allrar hamingju höfðum við þrýstihylki um borð, þegar hákarlinn var að elta mig. Eftir þetta allt saman fannst mér eins og verið væri að bjóða mér í skemmti- ferð, þegar enski sirkus-forstjórinn Bernard Mills stakk upp á því við mig að ég kafaði ofan í skozka vatnið Loch Ness. Mills var auðvitað að hugsa um hið fræga sjóskrímsli í Loc'h Ness, sem á hverju ári skýtur upp kollinum í grein- um blaða og tímarita um allan heim. Fjöldi fólks fullyrðir að það hafi séð sjóskrímslið, en það eru víst ekki aðrir en ég, sem hafa fært sönnur á að hafa komizt í snertingu við það, og það sárs- aukafulla snertingu. — Ef það er sjóskrímsli í Loch Ness, þá er ég reiðubúinn að borga eina mill- jón fyrir það, sagði Mills. ★ Það var glampandi sólskin laugardag- inn 15. ágúst, þegar ég stóð með frosk- • mannaútbúnað minn á bakka Loch Ness- vatnsins. Ég lagði engan trúnað á sög- una af sjóskrímslinu, og ég man greini- lega að ég sagði við Mills: — Ef það er sjóskrímsli í þessu vatni, þá skal ég. . . ja, þá skal ég éta þennan gamla hatt minn hérna. Við sigldum út á mitt vatnið, þar sem það er dýpst. Ég tók þessu ósköp vel, auðvitað gat ég ekki komizt niður á botninn, en ég bjóst við að komast svona 30 metra niður. Ég var alls ekki kvíðinn, þó að ég vissi að Loch Ness, eins og önnur skozk vötn, væri það gruggugt, að sennilega sæi ég ekki handa minna skil á 12—13 metra dýpi. Það var ekkert til að vera hræddur við, hugsaði ég með mér, ekki hér. Eng- ir hákarlar, engir varasamir straumar, ekkert, sem gat talizt hættulegt fyrir kafara. Ég spennti tvöfaldan sívalninginn á bakið og fór niður rétt fyrir hádegið. Það var hlýtt í veðri, en vatnið var kalt, og það varð kaldara eftir því sem neðar dró. Á 15 metra dýpi tók ég mér

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.