Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 30

Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 30
Ryksugan - Frh. af bls. 24 um úr með því að tengja slönguna við blástursrörið. Munið einnig, að soga allt ryk úr burstunum með ryksugunni, áður en þeir eru settir til hliðar. Bili ryksugan, eigum við ekki að reyna að gera við hana sjálf, heldur láta fagmann annast það. Ryksugur eru yfirleitt með kúlulegum og þarf þess vegna ekki að smyrja mótorinn oft. Hins vegar þarf á nokkurra ára millibili að skipta um „kolin“, sem er líka fagmanns vinna. Með ryksugunni fylgja nokkur munn- stykki, og er áríðandi að nota þau rétt. Reglan er sú, að málmmunnstykki eru notuð á mjúka hluti, en burstamunn- stykkin á harða. Stóru munnstykkin eru notuð á teppi og gólf, litlu munn- stykkin á húsgögn og dýnur. Færið munnstykkin kerfisbundið fram og aftur, svo að ekkert ryk verði eftir, farið ekki of hratt yfir, því þá nær ryksugan ekki rykinu. Látið málm- munnstykkin hallast ofurlítið, loft- straumurinn verður þá sterkari og ryk- sugan vinur betur. Séu teppin mjúk, skal færa munnstykkin eftir því, sem lóin liggur, en ekki á móti henni eða á hlið. Þá vilja Ióhárin flækjast saman og óhreinindin geta festst í þeim. Það eykur slitið, en auk þess verður teppið með þessu móti úfið og gljáalaust. Á bólstruð húsgögn er notað minna málmmunnstykkið, og rörmunnstykkið, en á tréð notum við kringlótta bursta- munnstykkið, sem einnig er notað á óslétta fleti, t. d. lista. Dýnur er einnig bezt að ryksuga með litlu munnstykki. Gúmmunnstykkið er notað á mið- stöðvarofna, bækur, rimlagluggatjöld, kringum fætur á húsgögnum o. fl. Á veggi er bezt að nota stóra burstamunn- stykkið. Færið það upp og niður vegg- ina, en ekkj þvert. „Nei, ég reyki aldrei í rúminu, Alvilda.“ 30 FÁLKINN Sumum ryksugur fylgii sprauta til þess að dreifa möleyðandi vökva og jafnvel málningu. Geymið ryksuguna á góðum stað, haf- ið hana ekki á hrakhólum. Bezt er að vefja rafmagnssnúrunni utan um belg- inn, og notið hana aldrei við önnur rafmagnstæki. Munnstykkin er bezt að geyma í þar til gerðum poka, sem auð- velt er að bera með sér. Slönguna skal hengja upp yfir 2 eða 3 króka eða tré- snaga, svo að ekki komi brot í hana. Agúrkur - Frh. af bls. 25 inu og sykrinum. Hellt yfir agúrkurnar. Kryddpokinn lagður ofan á krukkuna. Lögurinn verður að fljóta vel yfir agúrk- urnar, tíundið yfir krukkuna, þegar lögur- inn er orðinn kaldur. Tilbúnar eftir 2 —3 vikur, en eiga að geymast marga mánuði í góðri geymslu. Agúrkusalat til vetrarforða. í 1 1 af ediki: 400 g sykur 80 g borðsalt. Á hvert kg af agúrkum: 1 g benzósúrt natron. Agúrkurnar burstaðar vel, skornar í heldur þykkri sneiðar en venjulega í salat. Edikið soðið með sykri og salti, benzósúra natrónið leyst upp í 1/10 hluta þess, hellt saman við, kælt. Þegar edikið er orðið kalt, er því hellt yfir agúrkusneiðarnar, sem látnar hafa verið í lítil glös. Edikið verður að fljóta yfir agúrkurnar. Virðist þær ætla að fljóta upp, verður að setja farg á þær. Bundið yfir á venjulegan hátt. Agúrkur frystar. Agúrkurnar þvegnar og skornar í sneiðar. Pakkað um í loftþéttar umbúð- ir, eins og annað, sem frysta á. Þegar þær eru notaðar í agúrkusalat, eru þær látnar frosnar í edikslöginn. Munið, að vatnið, sem rennur úr þeim, þynnir lög- inn, svo hann verður að vera bragð- sterkari en séu nýjar agúrkur notaðar. A gúrku-tómat-salat. 1 salathöfuð V2 agúrka 2 tómatar 2 sk. söxuð steinselja 2 harðsoðin egg 1 dl salatolía 2 msk. edik V2 tks. pipar V2 tsk. sykur. Þvoið allt grænmetið vel. Klippið salatið smátt, skerið tómatana í báta, rífið agúrkuna á grófu rifjárni, klippið steinseljuna. Blandið öllu grænmetinu saman. Saxið eggjarauðurnar og hvít- una hvert í sínu lagi. Hristið saman salatolíu, ediki og kryddinu. Hellt yfir grænmetið. Söxuð- um eggjunum stráð yfir. Agúrku-kfötsalat. Leifar af soðnu eða steiktu kjöti Kaldar, soðnar kartöflur 1 agúrka hvítlaukur 1 tsk. sinnep 2 msk. edik 6 msk. salatolía 2 tsk. söxuð steinselja 1 msk. rjómi 1 tsk. salt 14 tsk. pipar. Kjöt, kartöflur og agúrka skorið í smáa, ferkantaða bita (því smærra, þeim mun fallegra). Nuddið hvítlauk innan í salatskálina og í skálina er svo hellt, í þessari röð: sinnep, edik, olía, rjómi, salt, pipar og söxuð steinselja. Hrært vel í þessu, þar til komin er þykk salat- sósa, sem í er blandað með tveimur göfflum, kjöti, agúrku og kartöflum. Borðað strax. Agúrka fyllt með salati. 1 agúrka 100 g mayonies 1 harðsoðið egg 1 epli 1 gulrót 1 msk. hnetúr Rækjur, steinselja. Agúrkan þvegin og skorin í 5 cm langa bita. Bitarnir holaðir út annars vegar, svo að myndist litlir bikarar. • Egg og epli skorið smátt, gulrótin rifin, hneturnar saxaðar. Öllu blandað í may- onnesiuna. Sett í agúrkubikarana. Skreytt með rækjum og steinselju. Galdraofsóknir - Framh. af bls. 13. hafi talið síra Jón galdramann, með því að hann hafi af skörpu hyggjuviti og viturleika gert það, sem fávíst fólk sé gjarnt að eigna töfralist eða einkenn- um hennar.“ Það má því telja víst, að galdraorð fór af síra Jóni, þó að það hafi stórlega aukizt, eftir að síra Eirík- ur á Vogsósum varð þekktur fyrir galdur, en hann var fóstursonur Arn- arbælisklerks. Galdraorð fór af mörg- um prestum á 17. öld og lentu nokkrir í málum og voru kærðir fyrir galdur. Síra Árni Jónsson á Hofi við Skaga- strönd strauk í enskt skip árið 1680, sakir galdra og kom aldrei meir til ís- lands. Jón sýslumaður greip til þess ráðs að koma málinu í nokkurs konar sjálf- heldu. Hann nefndi þar á þinginu tólf manna dóm, eins og venja var í galdra- málum. Skipuðu dóminn sex lögréttu- menn og sex menn aðrir, auk sýslu- manns. Lögréttumennirnir voru: Bene- dikts Þorleifsson á Háeyri, Árni Páls- son á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, Álf- ur Gíslason á Reykjum í Ölfusi, Jón Gíslason, sennilega í Öndverðarnesi, Gísli Álfsson frá Reykjum í Ölfusi og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.