Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 6
FERMING I LANDAKOTI FERMINGUM vorsins er fyrir nokkru lokið og unglingarnir hafa verið teknir í tölu kristinna manna við hátíðlega athöfn, veizluhöld og gjafir. Fermingin er ein af þeim stundum í lífi sérhvers kristins manns, sem seint gleymist, þótt árin færist yfir. Flestum er kunnugt hvernig ferming fer fram hjá þjóðkirkju okkar, en þar sem okkur datt í hug, að lesendum léki • hugur á að kynnast fermingu einhvers annars trúarsöfnuðs, brugðum við okk- ur vestur í Landakotskirkju 30. apríl síðastliðinn, og vorum þar viðstaddir kaþólska fermingu. >f Alls fermdust 13 börn þennan sunnu- dag og gengu þau í skrúðgöngu frá Landakoti og til kirkjunnar. áður en athöfnin hófst. Á undan þeim gekk hóp- ur af smástelpum, eins konar brúðar- meyjum. Fermingarbörnin voru ekki klædd neinum sérstökum einkennis- klæðum. Drengirnir voru bara í venju- legum fötum, sumir í ljósgráum fötum og brúnum —• og stúlkurnar voru klæddar fallegum kjólum. Drengirnir voru með hvíta slaufu hnýtta um hægri handlegg, en stúlkurnar með krans í hári. Öll báru fermingarbörnin logandi kerti, sem setti hátíðlegan blæ á göng- una. Fermingin hófst við lok messu og voru þá börnin látin koma upp að sacristi- unni og hafa yfir trúarjátninguna öll í einu fyrir biskupnum. Að því loknu fóru börnin aftur til sætis. Síðan komu þau öðru sinni upp að altarinu til þess að meðtaka heilagt altarissakramenti. — í flestum tilfellum er þetta ekki fyrsta altarisganga barnanna. Það getur allt eins verið að þau hafi gengið til altaris á hverjum sunnudegi frá átta ára aldri. Þegar sjálf fermingin fer fram, koma börnin enn upp að sacristiunni og kné- krjúpa. Síðan fara þau eitt og eitt upp að háaltarinu og ganga fyrir biskup og djákna. Það er einungis kaþólskur bisk- up, sem má framkvæma ferminguna, enda er athöfnin nefnd biskupun allt eins og ferming hjá kaþólskum. Biskup breiðir út hendurnar yfir barn- ið og ákallar heilagan anda að koma yfir viðkomanda. Þá leggur hann hönd á öxl hvers einstaks fermingarbarns og smyr það á ennið með krismu (olía, sem búin er til úr olivu og balsam). Myndina hér til hægri tók Ijósmynd- ari FÁLKANS af f ermingarhörnunum 13, þar sem þau stóðu fyrir utan kirkj- una. Myndin á síðunni til hægri er tek- in við sjálfa athöfnina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.