Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 29
hann hlýddi ekki, lá dauður við hlið
hans. Hann lá og horfði upp í himin-
inn klukkustundum saman, og tilfinn-
ingin jókst stöðugt í líkama hans. Þeg-
ar dagur var að kvöldi kominn, gat
hann skriðið. Hann þekkti staðinn aftur
og fylgdi fljótinu. Skömmu síðar gat
hann gengið.
Hún lá og hlustaði á fljótið, þegar
hann kom. Hún heyrði dyrnar opnast.
Hún sá hann standa í dimmri stofunni.
—■ Ertu loksins kominn, spurði hún.
— Já, hvíslaði hann örmagna. — Nú
er ég kominn.
Hann beygði sig yfir hana og reyndi
að sjá andlitsdrætti hennar í myrkrinu.
— Hefur þú beðið lengi, spurði hann.
— í þúsund ár, sagði hún, og þrýsti
hönd hans. Hún lyfti höndinni og strauk
yfir andlit hans. Hún grét. Skyndilega
sagði hún: — Ert þetta þú?
—■ Já, það er ég, sagði hann. — Þetta
er maðurinn þinn. Ég var þinn hér í
þessu herbergi, og ég lofaði að koma
aftur úr stríðinu og yrkja jörðina.
— Já, það er satt, hvíslaði hún.
— Og nú er ég kominn, sagði hann.
— Ég er mjög þreyttur.
— Sofðu, ástin mín, sagði hún og
kyssti hann.
Hún svaf ekki sjálf. Hún lá við hlið
hans og horfði gegnum myrkrið á and-
lit hans og brosti undrandi. Þegar dags-
birtan brauzt inn gegnum rifurnar á
hurðinni, lá hún enn og horfði á hann.
Hún horfði á andlit hans og á föt hans,
sem lágu á gólfinu. Svo stóð hún á
fætur og tók upp beltið og kyrtilinn.
Hún hristi undrandi höfuðið og lagði
þau inn í skáp, tók föt bróðurins og
setti þau við hliðina á rúminu. Hún
settist á rúmstokkinn og horfði sofandi
á manninn, sem var kominn heim úr
stríðinu.
— Meira var þar ekki skrifað, sagði
Bandaríkjamaðurinn. — Ég lagði blöð-
in aftur á hilluna. Stúlkan sat og horfði
á mig. Hún hafði mjög falleg augu,
stúlkan sú.
— Þetta var heilt ævintýri, sem hann
hafði skrifað, sagði ég. — Yrkjandi
fjallabóndi. Það er víst sjaldgæft.
Bandaríkjamaðurinn svaraði ekki.
Hann sat og starði fram fyrir sig. —
Við lögðum af stað í morgunsárið, sagði
hann. — Áður en við fórum, gekk ég
og barði að dyrum og fór inn, er þar
var svarað. Konan var alklædd. Hún
kinkaði vingjarnlega kolli til mín. Mað-
urinn stóð á miðju gólfi og teygði syfju-
lega úr sér. Efri hluti líkama hans var
nakinn, sterklegur, grannur líkami,
brúnn og fallegur. Á hægri öxl hans
var djúpt, hringlaga ör.
Bandaríkjamaðurinn þagnaði og
brosti til mín. '
Ég hló. — Ég veit ekki hvort ykk-
ar er meira skáld, þú eða íjallabónd-
inn, sagði ég.
Hann hneppti brosandi frá sér jakk-
anum. — Hvernig finnst þér beltið mitt?
spurði hann. — Það er gjöf, sem mér
var einu sinni gefin í ítölsku Ölpunum.
Ég hallaði mér fram á borðið. Fornt
belti, sem aðeins líktist því, er ég hafði
séð á myndum eða í söfnum, hélt uppi
buxum hans.
— Þetta belti minnir mig stöðugt á
það, að við eigum að halda loforð okk-
ar og koma aftur heim úr striðinu, sagði
hann.
fatrc Akrijjar
FRÁ SJÓNARHÓLI STJÖRNUSPEKINNAR
Kæri Astró!
Mig langar til að vita eitt-
hvað um framtíðina. Ég er
fædd 17. júlí 1944. Ég er enn
í skóla og mig langar til að
þér getið sagt mér hvernig mér
muni ganga þar. Ég hef ekki
orðið alvarlega ástfangin enn.
Ég fer fremur lítið út að
skemmta mér, en ég hef mjög
gaman af að dansa. Mér hefur
boðizt atvinna í sumar, og
þætti vænt um að vita hvort
ég á að taka hana eða ekki.
Með fyrirfram þakklæti.
Hildur.
Svar til Hildar:
Þú ert fædd undir merki
Krabbans og ert undir mjög
sterkum áhrifum hans. Bæði
sólmerki og hið rísandi merki
falla undir áhrif þess. Áður
hefur nokkrum sinnum verið
vikið að áhrifum Krabba-
merkisins í þáttum þessum, en
svo undarlegt sem það ann-
ars má virðast, hafa flest bréf-
in, sem þættinum hafa borizt,
verið frá fólki, sem er fætt
undir Krabbamerkinu með til-
liti til sólar eða að öðru leyti
undir sterkum áhrifum þess.
Þetta getur ef til vill litið ein-
kennilega út í fljótu bragði,
en ástæðan er sú, að fólk fætt
undir sterkum áhrifum þessa
merkis, hugsar mikið um ör-
yggi sitt og framtíðina. Undir
Krabbamerkinu eru einnig
margir merkir sjámenn fædd-
ir, því þetta merki hefur yfir
ríkri næmni að ráða. Það er
ef til vill óþarfi sakir þessa
að endurtaka aftur hér áhrif
Krabbamerkisins almennt, þar
sem þeirra hefur verið getið
svo oft áður, en ég vildi drepa
á það helzta.
Sterktustu áhrifin í Krabba-
merkinu munu vera undan
miðhluta þess, þar eð hin rís-
andi gráða er 13 í Krabba.
Fólk fætt hér er sérstaklega
tilfinningaríkt og á í stöðugri
baráttu við hvatir líkama síns.
Þú ert einnig mjög heima-
kær og átt þínar beztu stund-
ir heima eða í sambandi við
heimilið. Geðsmunirnir mót-
ast venjulega af áhrifum um-
hverfisins sakir tilfinningalífs
þíns. Það er einnig ástæða tii
að ætla, að heimilislíf þitt
verði mjög auðugt, Þar sem
Merkúríus er í fjórða húsi i
góðum afstöðum við Tvíbura-
merkispláneturnar. Einnig
fellur Sólin í 2. hús, sem er
einnig góðs viti í þessu sam-
bandi. Einnig vildi ég benda
þér á, að þú ert undir erfið-
um afstöðum í sambandi við
það, sem kallað er leyndar ó-
vinir, þ.e.a.s. fólk, sem starf-
ar gegn þér samkvæmt á-
kveðnum lögmálum. Þetta
geta verið skattayfirvöld eða
yfirvöld eða ýmsir flokkar
manna. Þú ert mjög hugsandi
manneskja, gáfuð og minnug,
en þér hættir mjög til þröng-
sýni á menn og málefni, sem
getur oft verið bagalegt, því
maður þarf að geta tileinkað
sér sannleikami í hvaða mynd,
sem hann birtist og hvaðan
sem hann kemur. I korti þínu
eru einnig afstöður fyrir það,
sem kallað er leikhæfileikar
og mér þætti merkilegt, ef þú
hefur aldrei átt Þess kost að
stíga á „senuna“. Eg mundi
eindregið benda þér á þennan
möguleika, því þar áttu fram-
tíð fyrir höndum. Beztu vinir
þínir eru einnig fæddir undir
Krabbamerkinu, Sporðdreka-
merkinu og Fiskamerkinu.
Málmur þinn er silfur. Heilla-
steinar eru ópalar, kristallar,
kattaraugu og mánasteinar.
Gimsteinar eru: Emerald. Lit-
ir: Rjómalitur, ýmsar tegund-
ir af hvítu og fjólubláu.
Ekki er ástæða til að ætla
annað en að þér gangi vel i
skólanum, og starf það er þér
hefur boðizt, skaltu taka. Þeg-
ar þú ert 22 ára, verðurðu í
sambandi við mann, sem full
ástæða er til að ætla, að þú
giftist. Ég álít, að þín stærsta
lexía í lífinu, sé að yfirstíga
þröngsýnina og þær takmark-
anir, sem henni fylgja í lífinu.
Ef þér tekst að tileinka þér
betri hliðar þessa máls og
temja þér sjálfstæði og víð-
sýni, er ekki annað að sjá en
uppskera lífs þíns verði eins
og bezt var á kosið.
FÁLKINN
29