Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 34
ísbrjóturinn -
Frh. af bls. 33.
sem er 22.000 lestir og 545 fet. „Len-
in“ er 440 fet. Skipin eru bæði jafn-
breið —- 28 metrar.
„Savannah" hefur aðeins einn
„reaktor", sem rekur túrbínurnar, en
„Lenin“ hefur þrjá, og orka skipsins
er 44.000 hestöfl.
„Lenin" er sterkasti isbrjótur, sem
nokkurntíma hefur verið smíðaður
og hefur tvöfalt meiri orku en sá
ísbrjótur, sem næstur honum gengur,
,,Glacier“ ameriska flotans. Rúss-
neskir vísindamenn eru ekki i vafa
um að „Lenin“ geti brotið vök á ís,
sem er meira en tveggja metra þykk-
ur — alla leið norður á pól, ef því
er að skipta. Stefnið er þannig lag-
að, að það rennur upp á ísinn og
brýtur hann þegar þunginn legst á
hann.
Hraði ísbrjótsins er 18 mílur i opn-
um sjó. En þegar hann brýtur 2,5
metra þykkan ís, kemst hann ekki
nema tvær mílur á klukkustund.
Hingað til hefur rússnesku ísbrjótun-
um ekki tekizt að halda Landnorður-
leiðinni opinni nema tíu vikur af ár-
inu, en talið er víst, að „Lenin“ geti
haldið opinni 30 metra breiðri vök
í nokkra mánuði. Ef hægt reynist að
halda Landnorðurleiðinni opinni, hef-
ur það ómetanlega þýðingu, þvi að
þá verður hægt að koma vetrarafurð-
um Síberíu á markaðinn allt árið,
bæði austur og vestur.
í sambandi við þetta er nú verið
að gera áætlanir um hafnbyggingar
víða við Norður-lshaf — i Agarka,
Dikson, Tixi, Pevek, Providentije og
viðar. Uppdættir eru gerðir af strand-
lengjunni og sjómerkjum verður
fjölgað, loftskeytavitum og veður-
stöðvum komið upp.
Skrímslið -
Frh. af bls. 32.
hann var svo háll og slímugur, að ég
gat ekki náð föstu taki.
Ég dróst stöðugt dýpra og dýpra, og
ég gerði mér ljóst að tækist mér ekki
að rífa mig lausan mundi ég kafna eða
drukkna. Ég tók á öllu, sem ég átti,
neytti míns síðasta kraftar, og mér
tókst að finna endann á þessum þykka
armi, sem hafði snúið sig um fótinn
á mér.
Armurinn var jafn slímugur og lík-
aminn, en það voru engar sogskálar á
honum eins og á kolkrabba. Ég gerði
örvæntingarfulla tilraun til að losa mig,
ég sparkaði frá mér af öllu afli, og allt
í einu tókst mér það. Ég var frjáls.
Sennilega hef ég verið kominn á 30
metra dýpi, og mér var ljóst að ég mátti
alls ekki fara strax upp á yfirborðið,
ég yrði að hvíla mig oft á leiðinni, til
34 FÁLKINN
að venjast minnkandi þrýstingi. En ég
var svo óttasleginn og alveg að því kom-
inn að missa meðvitund. Ég var blátt
áfram örmagna og hugsaði ekki um ann-
að en að komast strax upp úr vatninu,
þó að ég gæti átt það á hættu að fá
„kafara-veikina“.
Á leiðinni upp eftir, fann ég aftur að
eitthvað fálmaði eftir fótum mínum, en
ég sparkaði frá mér í sífellu og barð-
ist um. Að lokum náði ég yfirborðinu,
nær dauða en lífi og blár í framan,
eftir því sem sagt var.
Samstarfsmenn mínir héldu í fyrst-
unni, að ég væri ekki lengur í tölu
lifenda, en þeim tókst að draga mig
inn í bátinn, og síðan sigldu þeir á
fullri ferð með mig til lands, þar sem
ég var látinn í þrýstiklefa.
Um hægri fótinn á mér var stór og
rauður vafningur frá ökla og upp undir
hné, eins og reipi hefði verið vafið um
fótinn og síðan hert að. En það voru
engin för eftir sogskálar, eins og það
hefði átt að vera, ef þetta hefði verið
kolkrabbi. Læknarnir rannsökuðu fót-
inn og þennan rauða vafning, en þeir
treystu sér ekki til að greina eftir hvað
hann var.
Nú, þegar þetta er liðið, minnist ég
eins, sem ég hugsaði ekkert út í, þeg-
ar ég var í vatninu. Ég sá engan fisk
á leiðinni niður. Og fiskimennirnir á
ströndinni sögðu mér seinna, að stund-
um væri mergð af fiski á miðju vatn-
inu, en svo kæmi fyrir að allur fiskur
væri þar allt í einu horfinn.
Sjálfur hef ég þá reynslu annars stað-
ar frá, að sé einhver hætta á ferðum,
þá hverfur allur fiskur. Þar sem há-
karl heldur sig, til dæmis, þann stað
munu aðrir fiskar örugglega forðast.
Þegar ég kom út úr þrýstiklefan-
um, var mér ekið á sjúkrahús vegna
taugaáfalls. Ég hef komizt yfir það,
en þessi atburður hefur ekki orðið til
að hræða mig svo, að ég þori ekki að
kafa aftur niður í Loch Ness.
En ég fer ekki neinn niður aftur.
Ekkert á jörðinni skal fá mig til að
kafa einn míns liðs niður í þetta vatn
aftur. Ég hef enga trú á sjóslönguævin-
týrinu, en það er örugglega einhvers
konar sjóskrímsli á botni Loch Ness-
vatnsins. Ég gæti vel hugsað mér að
komast að, hvað það er.
En þegar ég kafa þar aftur, vildi ég:
hafa mér til aðstoðar reyndan kafara,
þá gætum við hjálpað hvor öðrum, ef
við lentum í vandræðum. Ekki væri
verra að vera klæddur einhvers konar
brynju og hafa sterka taug um sig, svo
að hægt væri að draga mann upp, ef
þess þyrfti.
Ég gæti vel hugsað mér og hefði ekk-
er á móti því að koma þessu ferlíki á
þurrt land. Ef til vill er þetta risastór
áll, forsögulegur, sem lifað hefur marg-
ar aldir þarna niðri í köldu vatninu
við botninn. Ég veit, að eitthvað er
þarna, ég barðist ekki svo litið við það.
Og ég mun þurfa á öllu mínu hugrekki
að halda, þegar ég kafa aftur, en hins
vegar finnst mér að ég verði ekki ró-
legur, fyrr en ég hef afhjúpað leyndar-
mál Loch Ness-vatnsins.
Áskriftarseðill
Untiirritadur (uö) óshar aö ger-
ast áskrifandi aö FÁLKANUM
NAFN :
HEIMILI :
PDSTSTÖÐ