Fálkinn


Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.05.1961, Blaðsíða 4
AÐALSTRÆTI 16 (uppi) NÝTT klseðskeraverkstæði NÝ SNIÐ ÚRVAL FATAEFNA ÁRNI PÉTURSSON KLÆÐSKERI SÍMI 23119 AÐALSTRÆTI 16 (uppi) Það er næsta ótrúlegt, hversu Bandaríkjaforseti hef- ur áhrif á þjóð sína, jafnt í smáu sem stóru. Eins og kunnugt er, er núverandi forsetafrú, Jacqueline Ken- nedy, dökkhærð, og nú herma nýjustu fregnir, að vinsældir ljóshærðs kven- fólks fari stöðugt minnkandi þar í landi, en þær dökk- hærðu séu mest í tízku. Nýlega valdi Kennedy blaðafulltrúa fyrir eiginkonu sína, og úr stórum hópi umsækjenda valdi hann Pamelu nokkra Tunure, sem er dökk- hærð og nauðalík forsetafrúnni —- Ein hugg- un er þó fyrir vesalings ljóshærða kvenfólkið þar vestra: Það er lítill vandi að lita á sér hárið nú á dögum. Bernhard Shaw sat í leik- húsi eitt sinn og hundleidd- ist leikritið, sem veríð var að sýna. En hann var gest,- ur höfundarins og varð þess vegna að láta vel yfir leið- um hlut. Að síðustu gat Shaw þó ekki setið á strák sínum lengur, hallaði sér að höfundinum og hvíslaði að honum: — En hvað veðrið hlýtur að vera vont úti. — Nei, hreint ekki, svaraði höfundurinn. — Af hverju haldið þér það, herra Shaw? — Af því að enginn hefur farið út ennþá, svaraði Shaw og glotti í rautt skegg sitt. Fátt er Churchill gamla kærkomnara í þessum heimi en góðir vindlar. Það er því ekki að undra, þótt honum yrði um og ó, þegar hann heimsótti Bandaríkin síðast og var gestur í Hvíta hús- inu. Meðan hann dvaldist þar streymdu þangað vindla- kassar í þúsundavís, og allt voru þetta gjafir til gamla mannsins frá óþekktu fólki bæði í Banda- ríkjunum og Kanada. En Churchill mátti ekki gæða sér á einum einasta af þessum dýrindis vindlum. Það var öryggislögreglan, sem bann- aði það. Enginn vissi nema eitraðir vindlar eða sprengiefni væri í einhverjum kassanum — og til öryggis var þeim þess vegna öllum fleygt. ★ Þegar rithöfundurinn Jack London var stríðsfréttaritari í litlu þorpi í Kóreu 1904, var honum sagt, að næstum allir íbúar þorps- ins væru fyrir utan hótelið, þar sem hann bjó, og vildu fá að sjá hann. London var himinlifandi yfir því að frægð hans sem skálds hefði borizt svo vítt of veröld. En brátt kom önnur skýring í ljós: Þorpsbúar höfðu frétt, að Jack London væri með falsk- ar tennur, og höfðu mikinn hug á sjá svo furðulegt fyrirbrigði!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.