Fálkinn - 14.06.1961, Side 5
að Englendingar eru mest
skattpíndir aillra þjóða í
heiminum?
Hæstur skattur er í Eng-
landi, miðað við þjóðarfram-
leiðslu, eða 32%. Aðrar þjóð-
ir fylgja samt fast í kjölfar-
ið, eins og til dæmis Banda-
ríkin, þar sem skattar til
hins opinbera eru 30% af
þjóðarframleiðslunni. íbúar
Danmerkur og Svíþjóðar
sleppa með að borga 21 og
23%.
★
að samkvæmt dómsúrskurði
er leyfilegt að safna sígar-
ettustubbum af götunum á
Ítalíu?
Sígarettustubbarnir, sem
safnað er, fara fyrst á rann-
sóknarstofu, þar sem hin ó-
hollu efni, sem safnast hafa
í sígarettum meðan þær eru
reyktar, eru fjarlægð. Hið
hreinsaða tóbak er notað í
nýjar sígarettur. Að undan-
förnu hefur verið safnað
saman 1 milljón kílóa af
stubbum árlega.
Tveir kornungir guðfræði-
stúdentar, komu einhverju
sinni til sænska biskupsins
Billings og báðu hann um
leyfi til þess að prédika í
kirkjunni. Billing var mynd-
arlegur kirkjuhöfðingi og
eftir að hafa virt piltana fyr-
ir sér, segir hann:
— Farið fyrst heim til
ykkar og lesið í 2. Samúels-
bók 10, 5.
Stúdentarnir fóru heim
og flettu upp í biblíunni. Á
tilvitnaða staðnum, stóðu
þessi orð: „Haldið kyrru fyr-
ir í Jerikó, þangað til ykkur
fer að vaxa skegg.“
f blöðum bæjarstjórnar
nokkurrar fundust eftirfar-
andi samþykktir, sem sýna
okkur greinilega, að það er
allt á eina bókina lært hjá
bæjarstjórnum, hvar sem er
í veröldinni.
Samþykkt var, að brýn
þörf væri á nýju fangahúsi,
þar sem núverandi fangelsi
sé algjörlega óviðunandi ...
Samþykkt var, að nota efn-
ið úr gamla fangahúsinu til
byggingar nýs fangelsis . . .
Samþykkt var, að gamla
fangahúsið skyldi standa
þangað til hið nýja verður
tekið í notkun.
★
/
Vaninn er fjötur: Við vef-
um þráð í hann á hverjum
degi, og að lokum er hann
orðinn svo sterkur, að við
getum ekki slitið hann.
Charles Rollin.
Sérhver maður getur orð-
ið söguhetja, en það þarf
mikilmenni til að skrifa sög-
una. Oscar Wilde.
/WÍÁu,
1844 var spámaður Mormón-
anna og trúarhöfðingi, Jos-
ef Smith, myrtur í fangelsi
í Carthagene, Illinois. Líf
Josefs Smith var ærið
stormasamt og viðburðaríkt.
1844 lét hann til dæmis stilla
sér upp sem frambjóðanda
til forseta Bandaríkjanna, en
í sömu mund var hann á-
kærður fyrir ýmislegt ólög-
legt athæfi og varpað í fang-
elsi. Hann virðist hafa verið
meira en lítið óvinsæll af
almenningi, því að fjöldi
manns safnaðist saman fyrir
utan fangelsið, og 27. júní
brauzt manngrúinn inn í
klefa hans og skaut hann.
★
1816 létti freygátan „Me-
dusa“ akkerum í Rocheforts-
höfn og lagði af stað til Af-
ríku. Þar með var hafinn
einn erfiðasti kapitulinn í
sögu siglinganna. Um borð
í freygátunni voru um 400
manns, og ætlunin var að
fara til frönsku nýlendunn-
ar Senegal. Skipstjórinn,
Sachaumareys, var lélegur
sæfari og 2. júlí strandaði
„Medusa“ á Arguin-rifi fyr-
ir utan Afríkuströnd. í þess-
ari aðstöðu flýði skipstjór-
inn á litlum báti til lands
ásamt frillu sinni og nýút-
nefndum landsstjóra í Sene-
gal. Nokkrir björgunarbátar
voru á freygátunni, en þeir
hrukku skammt. 200 manns
björguðust á risastóran fleka,
sem rak til hafs. Skipbrots-
mennirnir á flekanum urðu
brátt brjálaðir af hungri,
alls konar sjúkdómar brutust
út meðal þeirra, sem leiddu
marga til bana. Margir sveltu
í hel og þegar flekinn fannst
loks, voru aðeins 15 manns
á lífi.