Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 8

Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 8
En allt í einu kippist hann við og það tekur að urga í hjólinu hans. — Hvalur, kallar hann, og Örn kem- ur á vettvang. Stöngin tekur að svigna. — O boy, segir séra Hacking og dreg- ur af öllum kröftum. Við hinir lítum um öxl andartak. — Það er ekkert smáræðis flykki á hjá honum, gellur við í einhverjum. Það er ekki um að villast. Nú er sá alstærsti á leiðinni. — Ætli það sé ekki lúða? Færið styttist óðum. — O boy, hvalurinn hvolfir bátnum, segir séra Hacking hlæjandi og dregur og dregur. Urg í hjólinu. Færið styttist og kem- ur upp. En æ! Hvílík vonbrigði! Á öngl- inum er ekki svo mikið sem vottur af neinu kviku. — Hann hefur sloppið. Hefur hann ekki étið af? En svo er ekki. Hér hefur eitthvað dularfullt borið við. Eftir nána rann- 8 FALKINN Sigurður Teitsson, skipstjóri á Nóa, með spriklandi ýsu í hendinni. sókn kemur sannleikurinn í ljós: Séra Hacking hafði krækt í færi frúar aug- lýsingastjórans, sem sat við borðstokk- inn hinum megin. — Hann hefur sem sagt veitt heil- an kvenmann! — Og það meira að segja gifta konu! Það var óspart hlegið að þessu ævin- týri séra Hackings. ★ Dagurinn hefur liðið allt of fljótt. Sólin er horfin bak við skýjaþykkni og kominn örlítill svali. Múkkinn synd- ir ekki lengur makindalega. Hann er orðinn svangur aftur. Þegar Örn fleygir síldarbita fyrir borð, er ákaft stríð um ætið. — Sá er gráðugur núna! Við höfum tvívegis fært okkur úr stað, en afli verið heldur tregur, að áliti þeirra Sigurðar skipstjóra og Arn- ar. Þó eru allir ánægðir. Teiknarinn er aflakóngur og hefur fengið 14 stykki, Þeir Sigurður og Örn segja okkur, að aflametið á Nóa séu 50 stykki hjá ein- um manni í einni ferð .... Það er lagt af stað til lands. Við sitjum í vistlegum lúkarnum, drekkum sjóðheitt kaffi og snæðum smurt brauð. Séra Hacking skrifar í gestabókina setn- ingu á latínu um víðáttu hafsins og smæð fiskibátsins. Allt í einu stöðvast vélin. Sigurður skipstjóri kallar til okkar og segist hafa séð súlu stinga sér, en það sé merki um mikinn og góðan fisk. Allir eru Frh. á bls. 35 Strax og einhver hefur orðið var, er örn Ingólfsson, starfsmaður á Nóa, kominn á vettvang til þess að að- stoða við að koma veiðinni inn fyr- ir borðstokkinn.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.