Fálkinn


Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 11

Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 11
lék látbragð þeirra. Þótti að þessu hin bezta skemmtun. Fyrir þetta og fleira var Jón velkominn á mörg myndarleg- ustu heimili á leið sinni austur í Flóa á heimleið úr veri á vorin, og fékk viðvik á bæjum, þar sem hann helzt kaus. Jón berhenti var ágætur ferðamaður. Hann kunni marga hluti, sem gott þótti að kunna áður fyrr og voru til gagns, en nú yrðu flokkuð undir hjátrú. Hann nam söng og kvak fugla og æfði sig oft langtímum við að herma eftir þeim. Var það gamall háttur góðra ferða- manna, að kunna vel að herma eftir fuglum. Menn þóttust hafa af slíku mikil not. Þeir léku eftir fuglum, þeg- ar þá vantaði að fá fyrirboða um veð- ur eða vitneskju um, hvort vötn væru fær. Sungu þeir margvíslega eftir fugl- um og fengu þá til að taka undir. Námu þeir þá af raddbrigðum þeirra, bæði veðurfar og hvort gott væri að leggja í vötn. Jón berhenti kunni þetta öðrum mönnum betur og varð honum oft mik- ið gagn af þessari list. Mörgum þótti hann fram úr hófi naskur að sjá út veður og hvar ætti að velja leið eða vöð á ám, þar sem menn voru ókunn- ugir. Einn af þeim bæjum, sem Jón ber- henti kaus að dvelja á og fá viðvik um stund, var Krýsivík, Það var hon- um hentugt mjög, þegar hann var á heimleið úr veri í Grindavík. Var það lengi, að honum þótti þar gott að dvelj- ast í vist um tíma og fékk þar ávallt starf við hæfi. En atvikin eru stundum einkennileg og verður lítt séð fyrir, hvað verður. Um bjartar vornætur er ekki síður von á draugum eða vættum, en í skammdeginu. Albjört sumarnóttin flytur stundum ógn á leið einbúans, sem veldur hryllingi og ótta, er gjörbreytir ætlun og áfangastöðum. Svo varð Jóni berhenta vornótt eina í Krýsivík. 3. Eitt sinn um vortíma, á leið úr veri í Grindavík, tók Jón berhenti sér vist um stund í Krýsivík. Fékk hann þar starf, sem var mjög að skapi hans. Hon- um var falið af bónda að annast gæzlu engja skammt frá bænum, því að þá voru ekki til gripheldar girðingar í sveitum. Jón kunni þessu starfi vel og undi hag sínum hið bezta í einverunni um nætur. Hann fékk gott nesti með sér til næturinnar hjá húsfreyjunni í Krýsivík. Henni var vel kunnugt um, að Jón var talsvert fyrir góðan mat, og vissi vel, hvað honum kom bezt. Jón fann afdrep í fjárkofa við jaðar engjanna og útbjó sér þar flet af moði og heyi. Fénaðurinn var ekki um of ágengur á engjarnar, og þurfti hann ekki að óttast, að hann leitaði þangað meðan húmaði mest af nótt. Gat Jón því verið rólegur í kofanum, og fengið sér smádúr, ef hann langaði til. Liðu svo nokkrar nætur, að allt gekk að ósk- um, og undi Jón hag sínum hið bezta. Nótt eftir nótt stundaði Jón berhenti gæzluna og bar ekkert til tíðinda. Hann lá í kofanum, meðan húmaði mest. Hann fór út við og við til að athuga, hvort fénaður væri kominn í engjarn- ar til beitar. Hann naut einverunnar fullkomlega og var hinn ánægðasti. Nótt eina lá Jón á fleti sínu í kofan- um og hafði ef til vill fest blund um stund. En allt í einu heyrði hann ein- kennilegt hljóð úti. Hljóðið nálgaðist kofann og líktist mest, að skepna væri þar á ferð og gripi sér tuggu annað kastið með snöggu biti. Hélt Jón, að hér væri á ferð stórgripur, hestur eða kýr. Hann var hinn rólegasti, því að hann vissi það algjörlega meinlaust, þó að stórgripur biti umhverfis kofann. Kringum hann var loðið og hálfgert töðugras. Það var því ekkert óeðlilegt, þó að kýr eða hestur leitaði þangað til beitar. Ætlaði Jón að láta skepn- una vera í friði um stund. Eftir stutta stund heyrði hann hljóð- ið enn greinilegar og virtist honum það vera komið alveg að kofanum. Grip- urinn beit grasið alláfergislega og var farinn að bíta af kofaveggnum. Hlust- aði Jón hinn rólegasti á þetta, án þess að finna til hins minnsta geigs. En brátt fór að grána gamanið. Skepn- an, ef skepnu skyldi kalla, virtist ekki lengur bíta grasið með eðlilegurn hætti, heldur reif það eða sleit upp í stórum tuggum, svo að kofinn riðaði við og nötraði draugalega í honum við hvert bit. Enda var gripurinn sennilega kom- inn upp á vegginn eða jafnvel þakið. Lá nú við að kofinn myndi falla nið- ur þá og þegar. Féll Jóni allur ketill í eld við þetta og óttaðist, að fá grip- Frh. á bls. 34 íÉMÍP mmm iPfRslSííiS!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.