Fálkinn - 14.06.1961, Blaðsíða 16
1.
ÞEGAR HANN var lítill, eignaðist
hann aldrei leikföng. Fólkið hafði ann-
að við aurana sína að gera en að henda
þeim í glingur handa stráknum. Hann
var látinn vinna og honum var snemma
kennt að hlýða. Það kom honum mjög
vel síðar um ævina.
Hann var einn barna á bænum og
hafði enga jafnaldra að leika sér við,
etja kapps við eða bera sig saman við.
Hann umgekkst enga, sem voru á því
vandræða þroskastigi að hafa gaman af
fánýtum og tilbúnum kaupstaðarleik-
föngum. Völur og leggir voru að vísu
munaður hans og aleiga til sex ára ald-
urs, áður en hann var látinn fara að
annast skepnur og prjóna sokkboli.
Horn og kjálkar áttu líka heima í þessu
ódýra safni kotbarnsins. Og þegar bezt
lét kom upp í hendur hans alskapaðir
hvítir fuglar úr ýsubeinum, væng-
stýfðir með langan háls og enga fætur,
og fluttu barninu endurminningu sum-
arsins inn í baðstofúna á þorra. Full-
orðna fólkið umgekkst hann eins og
fullorðinn mann, lék hann finna til
þedrrar miklu ábyrgðar, sem fylgdi því
að vera til og þurfa að borða og klæð-
ast, þegar ekkert var til að borða og
ekkert til að klæðast. Honum var skip-
að fyrir verkum, og hann hlýddi alltaf.
Hvort þessum ungling var fremur
hlýðnin í blóð borin, veit enginn, en
mikið gat þessi niðursetningur reynzt
dyggur þjónn húsbænda sinna síðar á
lífsleiðinni.
Þegar hann var kominn fast að sjö-
tugu eignaðist hann tilbúið leikfang í
fyrsta skipti. Hann keypti það til þess
að gefa það öðrum. Lítill rauðhærður
drengur átti afmæli. Gamla manninum
fannst hann þurfa að víkja einhverju
að hnokkanum litla í tilefni af því.
Börn eru alltaf börn. Og stundum
finnur gamla fólkið fyrir skyldleika
sínum við börnin.
Oft hafði hann séð krakka leika sér
að boltum. Hann hafði séð þá elta þessa
litlu knetti til og frá um allar trissur,
kasta þeim allavega upp í loftið og
grípa þetta af mikilli ánægju. Hann var
viss um, að öllum börnum þótti gaman
að þessum fallegu litlu, saklausu leik-
föngum, sem ekki höfðu þekkst á þeim
dögum er hann var barn í sveitinni,
fremur en annað glingur. Svo keypti
hann bolta.
Kvöld eitt í skammdeginu fyrsta vet-
urinn eftir lok síðari heimsstyrjaldar,
stendur þessi gamli maður á miðju gólfi
í leikfangaverzlun við aðalgötu höfuð-
borgarinnar og lítur feiminn á unga
stúlku fyrir innan borðið, eins og hon-
um finnist hálft í hvoru sem hann hafi
stolizt hingað inn til að gera eitthvað,
sem ekki megi, kaupa eitthvað, sem
ekki sé viðeigandi, að hann kaupi. Hann
tvístígur og kemur ekki upp orði.
Hvað er það? spyr stúlkan.
Gamalmenninu verður svarafátt, seg-
ir þó eftir nokkurt hik:
Boltar, fást þeir ekki hér?
Fyrr en varir liggja tveir kassar á
búðarborðinu fyrir framan gamla
manninn, —- og í þeim eru margir bolt-
ar af mismunandi stærðum og allavega
litir. Hann horfir á þá um stund, án
þess að snerta við þeim. Hann hefur
aldrei fyrri haft fyrir framan sig hlut
af þessu tagi, sem hann veit, að innan
stundar getur verið orðinn eign hans.
Hann er nokkra stund að átta sig á því,
að þetta er raunveruleiki en ekki
draumur, — að hann þurfti að komast
á efr,i ár og lenda á sveit að nýju til
þess að verða svo mikið barn að eyða
hýrunni sinni í slíkan óþarfa. En — var
þetta annars nokkur óþarfi? Varla.
Hann fer með höndina upp í skeggið,
litur kjánalega framan í stúlkuna, af-
sakandi augnaráði, eins og gamalmenni
eiga sameiginlegust börnum, bandar
síðan óákveðið á annan kassann, eins
og hann sé að velja bolta, en bendingin
verður aðeins orðlaust fálm. Og ekki
snertir hann við boltunum. Nei, honum
finnst ekki viðeigandi að siggrónar
hendur sínar komi nálægt þessum
glansandi, dýrmætu hlutum. — Þess
vegna aðeins bending, án nokkurra
orða, og vandræðalegt tillit, rauð augu,
og sultardropinn á nefinu þurrkaður
burt með handarbakinu. En stúlkan
tekur bendinguna sem ákvörðun um að
kaupa stærsta boltann, Hún spyr:
Þennan hér?
Og gamli maðurinn jánkar ofurlágt
en snöggt, ekki laus v,ið að vera glett-
inn, eins og sá, sem spilar fjárhættu-
spil með nokkru samvizkubiti, en vill
ekki láta á því bera, heldur brasir um
leið og hann stígur nýtt dirfskuspor í
leiknum. Höndin fitlar við skeggið.
Svo er það borgunin: Gamli maður-
inn dregur upp buddu, nær henni með
fálmandi tilburðum ,innan úr treyjunni
sinni, rekur utan af henni seglgarn og
leggur það frá sér á borðið. Upp úr
buddunni tekur hann það sem gjalda
þarf. Það voru einu ,sinni miklir pening-
ar, en nú eru þeir lítils virði.
Gjörðu svo vel, stúlka mín.
Óstyrkar hendur umlykja pakkann.
Það er eins og gamli maðurinn eigi erf-
itt með að handfjalla þennan dýrgrip,
sem þó er ekki stærri né brothættari
en rjólbiti. Eiginlega svipar þessi pakki
til rjólbita nema hvað hann er léttari
en blessað tóbakið, auk þess bara gling-
ur og hjóm.
Þegar bakkinn er farinn af borðinu
og seglgarnið komið utan um budduna
og buddan niður í vasa, þokast gamli
maðurinn nokkur skref í átt til dyra,
nemur svo staðar og snýr við.
Nokkuð fleira? spyr stúlkan.
Haldið þér að þetta sé nokkuð slæm
afmælisgjöf handa litlum krakka? spyr
gamalmennið svo lágt að varla heyrð-
ist. Unga stúlkan brosir og segir:
Þetta er áreiðanlega ágæt afmælis-
gjöf. Krökkum hlýtur að þykja gaman
að fá bolta núna, því þeir hafa ekki
fengizt svo lengi. Við fengum þetta
sent um daginn og það fer upp á auga-
bragði.
Gamli maðurinn brosir, voteygður,
ánægður, smáglettinn, — kinkar kolli,
býður góða nótt og þakkar fyrir. Síðasti
viðskiptavinur dagsins fer út úr búð-
inni.
2.
Allt þetta kvöld gengur á með hvöss-
um regnhryðjum. Haustið er ærið vot-
viðrissamt. Og gamli maðurinn, sem
keypti boltann skömmu fyrir sex, held-
ur af stað heiman að skömmu fyrir átta,
Þegar hann var kominn fast að sjötugu
eigna&ist hann fyrst tiibiíið (eikfang.
Hann keypti það handa öðrum. Lítiil
rauðhærður drengur átti afmæli...
SMÁSAGA EFTIR ELÍAS MAR
16 FÁLKINN