Fálkinn - 14.06.1961, Qupperneq 18
BASL ER BUSKAPUR
Heilræði handa verðandi húsmæðr-
um:
Pússaðu ekkj veggina, kona góð, fyrr
en þú ert gengin úr skugga um að loft-
stoðirnar haldi.
Til að þú sannfærist betur um sann-
leiksgildi ofangreindra orða, kæra unga
kona, skal ég bara segja þær sögu líf-
illar frúar einnar, sem hugðist koma
elsku manninum sínum á óvart, þegar
hann kæmi heim af síldinni, með því
að verá búin að ljúka allri standsetn-
ingu á hreiðrinu þeirra.
Á húsnæðisleyis- og eftirstríðsárun-
um, var margt fólk í hreinustu vand-
ræðum með að fá inni. Og ungt fólk
sem ætlaði að hefja búskap, var þar
af leiðandi öllu fegið. Ég veit til dæmis
um hjón, sem tóku á leigu innréttaða
heyhlöðu og þóttust jafnvel heppin,
þrátt fyrir það að hin tíu þúsund króna
fyrirframgreiðsla kæmi dálítið hart nið-
ur á þem. (Miklir peningar þá).
Því fannst barnungri, nýgiftri frú,
sem hún hefði himin höndum tekið,
þegar fallegi maðurinn hennar náði að
festa kaup á steinhúsi inni í Blesugróf.
(24 fermetrar!). Þau vissu það náttúr-
lega ekk] þá, saklausu ungu hjónin, að
indæla húsið þeirra var fyrrverandi vígi
eftir Bretann!
—- En hvað um það, —■- þetta var
fyrsta ástarhreiðrið þeirra.
Urðarkotið stóð á sandi, og ekki var
útsýnið beinlínis fagurt.
Áfast við eina húshliðina var stóreflis
tveggja hæða hússkrokkur. Grindin í
hússkrokknum samanstóð af stórum og
litlum kassafjölum, sem lágu þvers og
kruss, vírnetsflækju og bárujárnsbút-
um. Síðan var húsið yfirdekkt með múr-
slettum hér, þakpappa þar og málning-
arslettum allsstaðar.
Á tvær - hliðar vígisins byrgðu síðan
útsýni frá gluggunum tveir himinháir
sandhólar, svo ekki var nema um einn
glugga að ræða fyrir ungu hjónin að
horfa gegnum, ef þau vildu njóta sól-
setursins á fögrum sumarkvöldum, en
sá gluggi var á fjórðu húshliðinni og
vísaði út að ánni. Það var bara verst,
að hjónakornin gátu enganveginn,
hvernig sem þau reyndu, séð síðustu
geisla kvöldsólarinnar speglast í blá-
tærri lækjarsprænunni, vegna allra
geymslu og hænsnaskúranna, sem
byrgðu allt útsýni.
En hvað um það, — ástfangið fólk
kemur til með að grilla í ýmislegt, sem
aðrir sjá ekki.
Nú, þegar ungu hjónin voru búin að
eignast þetta dásamlegt býli úti í guðs-
grænni sveitinni, þótti þeim ekki við
annað unandi en að krækja sér í smá-
vegis slatta af húsdýrum.
Litla frúin, sem í eðli sinu var ein-
stakur dýravinur, aumkvaðist yfir gaml-
an og úfinn fresskött, sem hvergi átti
höfði sínu að að halla, og tók hann
þegar undir sinn verndarvæng. Bónd-
inn ungi átti líka í fórum sínum við-
kvæmt hjarta. Hann sá hvar eigandi
kassafjalahússins bjó sig undir að
höggva hausinn af nokkrum aflóga pút-
um, hljóp til og leysti út dauðadæmda
bandingjana, tíu hænur og einn hana
fyrir tvö-hundruð-kall.
Þar með voru hinir vígðu elskendur
búnir að eignast ofurlítinn hænsnastofn
til að framleiða öll þau egg, sem heim-
ilið þyrfti til afnota í náinni fram-
tíð.
Þegar í stað hófst húsbóndinn 'handa
með smíði nýs hænsnahúss, en á með-
an var ein hænan látin upp á loft i
sjálfu bóndabýlinu ásamt nokkrum eggj-
um til að unga út. Þau vissu það ekki
þá, litlu hjónin, að gömul piparmey
með mjóan afturenda, fölt nef og eitil-
hvöss, stingandi, augu kemur aldrei til
með að unga út nokkurri tegund af-
kvæma.
En hvað um það, — jarteinin eru
þó að stinga upp kollinum svona af
og til. — Á meðan litli bóndinn vann
að kofasmíðinni, festi frú hans kaup
á gæsapari. Stórkostlegt heillaráð! hugs-
aði eiginmaðurinn, meðan grimmur
steggurinn elti hann kringum hálfsmíð-
aðan kofann. — Hann kemur nokk til
þessi, að reka aftur yfir ána óvelkom-
ið tengdafólk. —
Eitt vorkvöld lauk svo eiginmaður-
inn kofasmíðinni, allur klipinn, marinn
og blár, og hafði sig inn í hús sitt, þar
sem konan hans unga beið með lost-
ætan kvöldverðinn.
Veizlumaturinn var það ríkulega á
borð borinn, að hjónin voru í stand-
andi vandræðum með leifarnar. Loks
hugkvæmdist frúnni það heillaráð, að
gæða innanmögrum hænsnunum á
veizluleifunum.
Frh. á bls. 36
18
FALKINN