Fálkinn - 14.06.1961, Síða 25
med á sjálfur þessa svínastíu sem við
erum í. Hún segir að sér lítist mjög vel
á þig, og langi til að giftast þér. En þá
verður þú að kaupa hana af Ahmed ...
— Ég vil ekki eiga ambátt. Ég vil
eiga konu, sem elskar mig, svaraði
Flynn. Stúlkan þrýsti að hendinni á
honum meðan hann var að segja þetta
og horfði fast á hann, dökkum augun-
um.
Nú talaði Antonio lengi við hana aft-
ur. — Hún segir að hún viti enga gæfu
eins mikla og fá að giftast þér. Hún
segist vilja gera þig hamingjusaman til
æviloka . . .
Flynn þrýsti höndina á Kawahkib. —
Segðu henni að sitja hérna og bíða. Ég
ætla að tala við Ahmed.
Arabinn hlustaði þegjandi á erindi
Flynns. — Hún er mjög falleg, sagði
hann loksins. Og hún er þrældugleg til
allrar vinnu. Ég skal nú samt selja þér
hana fyrir 150 sterlingspund — út í
hönd.
Flynn sagðist skyldu koma aftur og
hafa peningana með sér. En hann hafði
ekki nema 30 pund í kaup á mánuði,
svo þetta átti langt í land. Hann sagði
Antonio hvað Arabinn hefði sagt.
— Þú eignast aldrei svo mikla pen-
inga, sagði Antonio. Og svo hvíslaði
hann: — Hvers vegna stelurðu ekki
stelpunni. Ég skal hjálpa þér.
Flynn var lengi að átta sig á hvert
Antonio var að fara. — Smygla henni
um borð í skipið?
— Samkvæmt enskum lögum verður
kona ensks manns ensk um leið og hún
Frh. á bls. 34.
■NNI