Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 6

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 6
■ Ég hef hitt menn sem hafa sett upp fyrirlitningarsvip þegar ég hef spurt þá ósköp sakleysislega: ætlarðu ekki á völlinn í kvöld? Á völlinn? Nei, takk, ég hef enga ánægju af að sjá 22 menn hlaupa á eftir einum bolta! Og sem þeir segja þetta reka þeir upp hrossahlátur og gretta sig gáfulega á eftir. Það eru nefnilega sumir sem halda að það sé skortur á skynsemi að hafa gaman af að sjá 22 menn elta einn bolta. Einu sinni átti ég þess kost að ræða við tvo „hámenntaða“ Spánverja og þeir tóku það sérstaklega fram að þeir færu aldrei að horfa á knattspyrnukappleik eins og sauðsvartur almúginn þar syðra. Þegar þeir voru búnir að gefa þessa yf- irlýsingu þóttust þeir sannfærðir um að nú væri ég ekki lengur í vafa um hvar þeir væru staddir á sviði intelli- gensunnar. Persónulega er ég ekki greindari en gengur og gerist og til allrar hamingju ekki svo gáfaður að ég hafi ekki gaman af knattspyrnu. En það er með mig eins og svo marga fleiri að ég hef eins mikla raun af að sjá lélega knattspyrnu og á- nægju af að sjá góða knattspyrnu. Þegar þetta er hripað niður hafa gestir frá Skotlandi leikið hér tvo leiki og leikið landana sundur og saman svo legið hefur við að maður hafi verulega fundið til með strákunum okkar. En svo Stutt spjall um völlinn og þá sem haía ánægju af að sjá tuttugu og tvo menn hlaupa á eftir einum bolta... 6 PÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.