Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 22
JUNIOR OG VIPAN í Svíþjóð er talsverður vél- flugnaiðnaður, og framleiða Svíar margar góðar vélflugur. AB Malmö Flygindustri er t. d. eitt fyrirtækið, og er það um þessar mundir að hefja framleiðslu á tveimur smá- flugum. MFI hefur að vísu ekki unnið óslitið að smíði vél- flugna, en hefur þó nokkra reynslu að baki sér. MFI er einnigframarlega á sviði plast- iðnaðar yfirleitt. MFI kemur fyrst við sögu flugsins árið 1939, en það ár smíðaði fyrirtækið (sem þá hét Svenska Kanoverken) fyrstu svifflugu sína, Hiitter H 17. Sviffluga þessi reyndist vel, og fyrirtækið framleiddi margar aðrar svifflugur á stríðsárunum og einnig eftir stríð. Vélflugur tvær, sem MFI hyggst framleiða, eru MFI-9 Junior og MFI-10 Vipan. Báð- ar þessar flugur eru litlar há- vængjur: Junior er fyrir tvo, Vipan fyrir fjóra. Vipan (neðri myndin á síðunni) er einstök að því leyti, að hún er fyrsta vélflugan, sem er algerlega samlokubyggð, og hefur hin mikla reynsla MFI á sviði plastiðnaðar komið hér að not- um. Samlokugerð er í megin- atriðum þannig, að tveimur ytriskurnum er haldið saman af léttu milliefni. Þetta milliefni getur til dæmis verið svo- nefnd hunangskaka (holótt) úr alúminíum eða frauðplast. Aður voru samlokur t. d. gerð- ar úr krossviði sem ytri skurn og balsaviði sem milliefni. Sú aðferð var höfð við smíði De Havilland Mosquito, sem margir íslendingar þekkja frá síðasta stríði. í ytri skurnina notar MFI annað hvort gler- þrætt plast eða léttmálm, og sem milli efni annað hvort alú- miníum-„hunangsköku“ eða frauðplast. Ytri skurn MFI-10 er úr ótæranlegri alúmíníum- blöndu, og milliefnið er alú- miníum. Mjög sterkt lím er notað sem bindiefni milli skurnar og milliefnis. Sænski herinn og Sænska flugmálafélagið vænta sér góðs af Vipan (Vepjan). Vel- gengni MFI er mikið að þakka Mál og afköst. Vænghaf ............... Lengd ................. Hæð ................... Burðarværjgsflötur .... Vænghlutfall .......... Tómþungi .............. Flugtaksþungi ......... Orka................... Hreyflar............... Vængflatarálag ........ Orkulálag ............. Hámarkssteypihraði .... Flughraði ............ Brautarlengd við flugtak Klifurhr. (mið. v. sjáv.m.) Flugþol................ vélflugafræðingi, sem heitir Björn Andreasson, en hann vann áður hjá Convair í Bandaríkjunum. Björn teikn- aði t. d. Vepjuna með alveg eins alhreyfanleg hliðar- og hæðarstýri, þ.e.a.s. jafnvægis- fletirnir eru líka stýrisfetir og allir eins. Eitt enn athygli- vert við Vepjuna eru hjóla- grindurnar, sem eru 1 einu lagi og eingöngu úr glertrefjum, Svona grind er talin bæði létt og sterk, og hún er líka fjað- urmögnuð. MFI er efalaust á góðri leið með að smíða léttar og sterk- ar vélflugur, og verðið á þeim er ekki mikið, þegar tekið er tillit til hinnar miklu undir- búningsvinnu. Arngrímur Sigurðsson. MFI-9 MFI-10 7,4 10,7 m 5,6 7,97 m 1,9 2,1 m 8,7 15,7 fm 7,35 300 620 kg 544 1050 kg 100 160 hö. Continental Lycoming 0-31 62,5 66,8 kg/fm 5,4 6,56 kg/ha. 305 396 km/klst. 240 hám. 200 km/klst. 60%orka) 150 180 m 5 4,8 m/sek. 900 1000 km

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.