Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 8
Spáný gamansaga eftir Gísla J. Astþórsson EF ÞÚ SPYRÐ Albert A. Bogesen, hvort hann hafi far- ið í síðsutu kóngsveizlu, þá segir hann þér söguna af því þeigar hann fór í næstsíðustu kóngsveizlu og segir svo: Nei, ég fór ekki núna. Það bar ýmislegt til. Ég var til dæmis búinn að týna öðrum skyrtuhnappnum mínum. En aðallega fór ég ekki í síðustu kóngsveizlu af Því mér fannst ekkert gaman í næstsíðustu kóngsveizlu; kóngsveizlur eru ekki eins skemmtilegar og fólk heldur. Ég er stórefins um (heldur hann áfram) að jafnvel kóng- um finnist kóngsveizlur skemmtilegar. Tökum veizluna hans Friðriks. Við Jóhanna fengum boðið tveimur vikum eftir að við fluttum hingað suður; það var prentað með gulli á gljáð pappaspjald. Við áttum að mæta klukkan hálf sjö eða hálftíma áður en kóngurinn kæmi. Það var tekið fram á boðskortinu. Þegar við komum niður eftir, leit dyravörðurinn á listann, sem hann hélt á, og spurði hvað ég héti. „Ég heiti Albert A. Bogesen í Stjórnarráðinu,“ segi ég. „í hvaða flokki eruð þér?“ segir dyravörðurinn. „Ég er í framsóknarflokknum," segi ég. „Ég á ekki við það, þverhausinn yðar,“ segir dyravörð- urinn. „í hvaða flokki eruð þér í veizlunni?“ „Hvað eigið þér við, væni?“ segi ég. „Eruð þér í fyrsta flokki, sem er við háborðið,“ segir dyra- vörðurinn, „eða eruð þér í öðrum flokki, sem er miðsvæðis, eða eruð þér í þriðja flokki, sem er aftur í rassgati? Það stendur á kortinu yðar.“ Ég var aftur í rassgati og sagði dyraverðinum það. Þá spyr hánn hvort ég eigi orðu. Hvers vegna Afbert A. Bogesen för ekki í köngsveizluna „Það get ég ekki kallað,“ segi ég. „Já eða nei,“ segir dyravörðurinn. „Ég á þjónustuorðuna, sem ég fékk á lýðveldishátíðinni fyrir að passa gosdrykkina,“ segi ég. „Þé hefðuð átt að segja nei,“ segir dyravörðurinn. „Þá hefði ég mátt hleypa yður inn orðulausum. En úr því þér eruð búinn að játa að þér eigið orðu, þá verðið þér að hunzk- ast heim og sækja hana, því að maður sem á orðu og hengir hana ekki á sig í kóngsveizlu, hann er að móðga kónginn.“ Við Jóhanna tókum strætisvagninn heim og grófum upp orðuna og nældum hana á mig, og þegar við komum niður eftir, þá fletti ég frá mér frakkanum og sýni dyraverðinum orðuna, sem var nýpússuð. „Jæja, segi ég, „nú er ég kominn með helvítis orðuna.“ „Nú er illt í efni,“ segir dyravörðurinn. „Hvað er það, væni?“ segi ég. „Kóngurinn er kominn,“ segir hann. Jæja, í kóngsveizlu má vitanlega enginn koma seinna en kóngurinn, því að það væri hneyksli. Ég hugsa helzt að ég hefði farið heim við svo búið, ef það hefði ekki verið vegna Jóhönnu. Hú var búin að skrifa pakkinu fyrir norðan og segja því hvernig hún hefði séð kónginn, og auk þess var hún nýkomin úr baði. „Þér haldið ekki að við gætum svona skáskotið okkur inn án þess hann sjái okkur, kóngurinn?“ segi ég við dyravörðinn. „Það er hæpið,“ segir dyravörðurinn. „Hann er svo fjandi langur.“ „Við gætum náttúrlega skriðið inn,“ segi ég, hálft í gamni, hálft í alvöru. „Já, það gætuð þið náttúrlega,“ segir dyravörðurinn. „Ger- ið þið svo vel.“ Við Jóhanna skiluðum yfirhöfnunum okkar í fatageymsl- una (kóngurinn hafði prívatsnaga hjá símaklefanum svo hann þyrfti ekki að taka númer) og skriðum inn i salinn. Mér varð fyrst fyrir að toga í buxnaskálmina á Hansen og spyrja hann til vegar. „Hvaða flokkur?“ hvíslar Hansen. „Þriðji flokkur, bæði,“ hvísla ég. „Undir borðið þarna,“ hvíslar hann, „milli fótanna á Sig- urði Nordal, kringum grænu súluna, norður fyrir hljóm- sveitarpallinn og síðan beint af augum inn í innstasal.“ Það er ekkert spaug að rata um Borgina á fjórum fótum, enda fór svo að við villtumst. Það rann upp fyrir mér, Þeg- ar ég lóðsaði Jóhönnu í þriðja skiptið gegnum klofið á tékk- neska sendiherranum. Þá var ekki um annað að velja en spyrja til vegar, en það tókst ekki betur til en svo, að kon- an, sem ég togaði í kjólinn á, misskildi mig og stakk upp í mig brauðbita. Ég veit naumast hvernig þetta hefði endað, ef við hefð- um ekki verið svo lánsöm að skriða fram á Brand Guðjóns- son bankastjóra. Hann sat á gólfinu skammt suður af skenk- inum og nuddaði á sér hnén. Hann hafði fengið skjaldböku- súpu á skyrtubrjóstið og verið sendur fram á klósett. Ég kynnti Jóhönnu fyrir honum og við röbbuðum saman um stund, en þegar ég sagði honum hvernig komið væri fyrir okkur, þá var ekki við annað komandi en að hann fylgdi okkur á rétta leið. Þetta sýnir hvílíkur mannkostamaður Brandur er, því að eins og alþjóð er kunnugt, þá er hann með vatn á milli liða í báðum hnjám. Við Jóhanna vorum ósköp fegin, þegar við settumst í sæt- in okkar á þriðja plássi. Ég var orðinn sársvangur. Ég gægð- ist milli greinanna á Panamapálmanum, sem ég sat bak við, og sá, að kóngurinn hafði engan pata haft af ferðalagi okk- ar. Hann var að tala við biskupinn, eins og ekkert hefði í skorizt, og var auðséð að hvorugan grunaði að kóngurinn hefði ekki komið seinastur of seint. Ég kynnti mig fyrir borðdömunni minni, sem einhverra 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.