Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.06.1961, Blaðsíða 11
Þessi mynd var tekin af „E1 Grillo“, þegar það var að sökkva, skömmu eftir að loftárás hafði verið gerð á það og sprengja sprakk rétt fyrir framan það. I þessari grein er rifjuð upp ein af mörgum sögum, sem gerðust hér á stríðs- árunum, — sagan um brezka olíuskipið ekki um það hugsað á stríðsárunum, heldur aðeins sett flotmerki framan og aftan við skipið, sæfarendum til við- vörunar, enda þótt öll skip hafi getað flotið yfir hið sokkna skip. Þó olli það ýmiss konar vandkvæðum og festu ýmis skip, þeirra á meðal Súðin gamla, akkeri í því og missti þau. Seyðfirðingar undu því illa, að eng- in merki sáust um það, að þetta mikla olíuskip, sem lá á fjarðarbotni við bæj- ardyr þeirra, yrði fjarlægt. Þeim þótti margvíslegur skaði að því og það skemma höfn þeirra þannig að hún yrði af siglingum og þætti torfærari en ella. Þeir vöktu máls á þessu við yfirvöldin og 1947 gerðu þeir formlega skaðabótakröfu, töldu að olía streymdi þá enn úr skipinu, og vildu fá það tafar- laust fjarlægt. Ekki bar þessi fyrsta krafa árangur og í janúar 1948 gerðu Seyðfirðingar enn kröfu um 1 200 000 krónur í skaðabætur og barst svar Breta við þeirri kröfu eftir mitt ár. Þeir töldu enn, að þjörgunartilraunir mundu of dýrar og neituðu að senda mann til að athuga skipið, þar eð nægileg athugun hefði farið fram skömmu eftir að það sökk. Þeir buðust nú til að afsala sér skipinu og þeirri olíu, sem kynni að vera í því, og var skipið þannig eign innlendra aðila eftir að það hafði legið um margra ára skeið á fjarðarbotni. Nú gerðist ekkert í málinu og opin- berir aðilar virtust ekki ætla að gera frekari ráðstafanir vegna skipsins. Þann- ig stóð málið unz Olíufélagið hf. og Sam- band ísl. samvinnufélaga tóku að athuga möguleika á að bjarga annaðhvort olí- unni úr skipinu eða skipinu sjálfu. Tók- ust nauðsynlegir samningar til þess að þeim athugunum gæti haldið áfram 1952. Nú var að mörgu leyti breytt viðhorf, enda meiri skortur á olíuskipum en nokkru sinni og verð þeirra því hátt. Nýjar mælingar voru gerðar á skipinu og botninum umhverfis það, en að þeim loknum fóru þeir Vilhjálmur Árnason, lögfræðingur og Benedikt Gröndal, verk- fræðingur, til Englands til að ræða við sérfræðinga í björgun skipa. Enn var haldið áfram athugunum og sendur kaf- araleiðangur frá vélsmiðjunni Hamri austur á Seyðisfjörð til að athuga skip- ið nánar. Niður á „E1 Grillo“ voru 43—44 metra dýpi og var þetta dýpsta köfun sem gerð hefur verið hér á landi. Til þess að kafa svo djúpt þurfti tvær „Ei Griilo", sem sökk loftdælur í stað einnar venjulega og voru fjórir menn hafðir til að snúa hvorri, en fjórir til að leysa af á báðum, svo að samtals þurfti 12 manns til þess að dæla lofti niður til kafarans. Hann gat farið niður að skipinu á nokkrum mínútum, var venjulega rúmlega hálf- tíma niðri, en þurfti síðan að vera um klukkustund á leiðinni upp aftur. Staf- aði þetta af hinum gífurlega þrýstingi, sem er á svo miklu dýpi og verður að fara stig af stigi og smálétta honum af mannslíkamanum, þegar kafarinn kem- ur upp. Kafari leiðangursins var Grím- ur Esteroy. Þegar byrjað var að kafa, var í raun réttri ekkert um það vitað, hvernig „E1 Grillo“ væri á sig komið, hvort það væri á réttum kili, á hliðinni eða hvolfi, — hvort það væri mikið skemmt eða lítið og hvort þrýstingur hefði liðað það eða sprengt í sundur. í fyrstu fe.rð sinni niður kom Grím- ur niður á göngubrú yfir olíutönkum ofan við þilfar skipsins, og var þá þeg- ar ljóst, að það stóð á réttum kili og í Seyðisfjörð. var að minnsta kosti ekki allt liðað. Hann fór síðan alls sextán sinnum nið- ur að skipinu, fór upp og niður eftir síð- um þess, skoðaði skrúfu og stýri og þilfar allt. Hann gaf jafnóðum skýrslu um athugun sína upp á yfirborðið. Sími er í kafarabúningnum, svo að hann hafði stöðugt samband við yfirborðið. Ekki var mikið fiskilíf í kringum skipið á þessum tíma árs, og sá Grímur aðeins tvo fiska. Annar þeirra kom syndandi í fáti beint á gler kafarakúlunnar, þegar Grímur leit inn í flothólk á þilfari. Niðurstöður þessarar ýtarlegu rann- sóknar urðu í stuttu málj þær, að skip- ið stæði á réttum kili og væri furðulega lítið skemmt. Engar alvarlegar skemmd- ir fundust, nema á neðanverðum stjórn- borðsbógi skipsins. Þar hafði komið 5—6 metra rifa, allt að 20 metra breið, þegar sprengjan sprakk framan við skipið. Eins og flestum mun kunnugt, tókst ekki að ná „E1 Grillo“ upp þrátt fyrir vænlegar horfur. Þetta 10 000 smálesta olíuskip liggur enn á botni Seyðisfjarð- ar og minnir okkur á atburði heims- styrjaldarinnar síðari. FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.